Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.07.2014, Side 24

Fréttatíminn - 04.07.2014, Side 24
Stjörnurnar sem hafa skarað fram úr Leikar eru farnir að æsast á HM í knattspyrnu og í dag hefjast átta liða úrslitin. Knattspyrnuunnendur virðast sammála um að mótið sé búið að vera frábært til þessa; nóg af mörkum, framlengingum, spennu og stórleikjum markmanna. Fréttatíminn fór yfir mótið og hefur valið úrvalslið þeirra bestu fram til þessa. Valið var erfitt sem sést vel á því að Neymar komst ekki í byrjunarliðið. Thiago Silva Land: Brasilía Staða: Varnarmaður Brassarnir hafa ekki eignast marga nýja aðdáendur á heimavelli; það hefur vantað allan samba-takt í þá. Fyrirliðinn hefur þó staðið fyrir sínu og hefur tryggt að enn er tími til að breyta um takt og fara að spila eins og Brasilía á að gera. Juan Cuadrado Land: Kólumbía Staða: Miðjumaður Fljótur og leikinn kantmaður sem hefur lagt upp flest mörk allra í keppninni, fjögur talsins, auk þess að skora eitt sjálfur. Arjen Robben Land: Holland Staða: Sóknarmaður Besti leikmaður mótsins til þessa, ásamt hinum kólumbíska James. Það vita allir að Robben leitar inn á völlinn með sinn eitraða vinstri fót en það er bara ekki hægt að stoppa hann þegar hann er í ham. Robben er í besta formi lífs síns. Daley Blind Land: Holland Staða: Varnarmaður Einn af ungu leikmönnunum sem vakið hafa athygli hjá Hollandi. Blind leikur jafnan sem miðjumaður en hefur staðið sig fanta vel vinstra megin í vörninni og þar sem þörf hefur verið á. Hann lagði upp eftirminnilegt mark Robins van Persie gegn Spáni. Toni Kroos Land: Þýskaland Staða: Miðjumaður Kroos er í raun bara einn af ellefu hlutum í vel smurðri vél en hann hefur bundið miðjuna saman og tengt við sóknina. Kroos á flestar heppnaðar send- ingar allra á mótinu, 360 talsins. Alls hafa 91 prósent sendinga skilað sér á réttan stað. Thomas Müller Land: Þýskaland Staða: Sóknarmaður Müller hefur ekki náð að fylgja eftir ótrúlegri byrjun sinni á mótinu en hann er langt í frá hættur og hefði getað sett nokkur mörk á móti Alsír. Hann verður í vígahug gegn Frökkum. Tim Howard Land: Bandaríkin Staða: Varnarmaður Eins og svo margir markmenn virðist Tim Howard verða betri með hverju árinu sem líður. Margir markmenn hafa staðið sig frábærlega á mótinu (Ochoha, Navas og Neuer til að mynda) en Howard tekur byrjunarliðssætið fyrir frammistöðu sína gegn Belgíu. Þar varði hann fimmtán skot og hélt sínum mönnum inni í leiknum. Frábær leiðtogi í skemmtilegu liði Jürgens Klinsmann. Mario Yepes Land: Kólumbía Staða: Varnarmaður Á Yepes sannast að aldur þarf ekki að vera nein fyrir-staða á stóra sviðinu. Hann er 38 ára og hefur leitt frábært lið Kólumbíumanna. Það taka allir eftir mörk- unum sem James og félagar skora en Yepes og félagar hafa til þessa aðeins fengið á sig tvö mörk. Luiz Gustavo Land: Brasilía Staða: Miðjumaður Hefur verið í svipuðu hlutverki hjá Brössum og Gilberto Silva var árið 2002, að brjóta niður sóknir mótherjanna fyrir framan varnarmennina. Hann er þó flottur spilari eins og hann hefur sannað í þýska bolt- anum en það fer ekki mikið fyrir því í leik Brassanna á HM. Verður í banni gegn Kólumbíu og það gæti sett strik í reikninginn. James Rodriguez Land: Kólumbía Staða: Miðjumaður Einstaklega hæfileikaríkur leikmaður sem hefur komið mörgum á óvart. Hann er markahæstur á mótinu og hefur tekið við sem leiðtogi Kólumbíu eftir að Falcao meiddist. James er frábær sendingamaður og hefur einstakt lag á hraðabreytingum. Lionel Messi Land: Argentína Staða: Sóknarmaður Hefur verið valinn maður leiksins í öllum fjórum leikjum Argentínumanna á mótinu. Það á enginn roð í hann í því formi. Stóra spurningin er hvort liðs- félagar hans stígi upp og hjálpi honum að sækja heims- meistaratitilinn eftirsótta. 24 fótbolti Helgin 4.-6. júlí 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.