Fréttatíminn - 04.07.2014, Blaðsíða 21
höfum örugglega hvatt marga til
þess en það er margt sem hjálpar.
Hrunið, áhugi fólks á hreyfingu,
útivist, sparnaðarhugsun og græn
vitund. Hjólreiðar sameina þetta
allt og enn fleiri tileinka sér þenn-
an ferðamáta, og lífsstíl. Hjólreiðar
eru vissulega lífsstíll. Við höfum
svo komið með hjólin og boðið upp
á marga möguleika í þeim. Það var
ekki hjólreiðarmenning hér þeg-
ar ég flutti til landsins. Þeir sem
hjóluðu voru álitnir skrýtnir, og
kannski einhverjir sem telja hjól-
reiðamenn skrýtna enn í dag. Við
erum bara svo miklu fleiri en áður.
Svo er þetta orðið svolítið töff og kúl
og það hjálpar til. Núna eru til hjól
fyrir allar gerðir fólks, ekki bara þá
sem eru á fjallahjólum, eins og var
hér áður.“
Viðurkenning fyrir íþróttina
Nýlega var stofnað Hjólreiðasamband
Íslands innan vébanda ÍSÍ og er Da-
vid nýkjörinn formaður sambandsins.
„Það er frábært fyrir íþróttina
að komast undir ákveðinn hatt. Ég
leiddi nefndina sem fékk þessu fram-
gengt og við höfum barist lengi fyrir
þessu. Íþróttin þurfti þessa viður-
kenningu og þeir hjólreiðamenn sem
taka þessu hvað alvarlegast.“
Hvað þýðir þetta fyrir íþróttina?
„Þetta þýðir það að við erum núna
orðin hluti af alþjóðsamtökum hjól-
reiðamanna og getum farið að keppa
í íþróttinni á erlendum vettvangi.
Áður var það ekki hægt sökum þess
að vera ekki partur af alþjóðahreyf-
ingunni. Það er ekki hægt að keppa á
mótum erlendis án þess að vera með
númer frá Íþróttahreyfingunni, þetta
er stórt skref.
Markmiðin okkar eru nokkur en
aðallega það að fá fleiri til þess að
hjóla, og þá sérstaklega ungu kyn-
slóðina. Fá ungt fólk til þess að líta á
hjólreiðar ekki bara sem ferðamáta
heldur líka íþrótt sem hægt er að
æfa eins og fótbolta eða sund. Ísland
býður hreinlega upp á það, hér er
svo auðvelt að hjóla hvort sem það
eru fjallahjólreiðar eða langar vega-
lengdir. Það mun taka tíma en það er
verðugt markmið.“
Hleypur ekki mikið í dag
„Ég keppti mikið í 1500 og 3000
metra hlaupum og lengra. Ég hleyp
ekki mikið í dag en ætla í hálf mara-
þonið í ágúst en þar við situr í raun-
inni. Ég hef ekki mikinn tíma þessa
dagana. Búðin gengur vel og ég var að
eignast mitt annað barn núna í maí.“
Reiðhjólaverslunin Kría er á
Grandagarði 7 í Reykjavík og David
er þar ásamt starfsfólki sínu og að-
stoðar fólk við allt sem viðkemur hjól-
um, hvort sem það eru byrjendur eða
lengra komnir.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Orkuforðinn okkar
Vatnsaflsstöðvar nota fallþunga vatns til að knýja hverfla sem vinna rafmagn.
Úrkomu og leysingavatni af jöklum landsins er safnað í uppistöðulón, sem
flest eru á hálendinu. Miðlunarlónin eru góð geymsla fyrir raforku og gera
kleift að vinna rafmagn jafnt og þétt allt árið.
Hálslón er vatnsmesta lón landsins. Þegar lónið fyllist síðsumars
er vatni veitt um yfirfall sem steypist í um 100 metra háum fossi,
Hverfanda, niður í Hafrahvammagljúfur.
Verið velkomin í heimsókn í sumar!
Kárahnjúkastífla: Leiðsögumaður tekur á móti gestum alla
miðvikudaga og laugardaga kl. 14-17.
Búrfellsstöð: Gagnvirk orkusýning er opin alla daga kl. 10-17.
Vindmyllur á Hafinu: Starfsfólk tekur á móti gestum alla
laugardaga í júlí kl. 13-17.
Kröflustöð: Jarðvarmasýning er opin alla daga kl. 10-17.
www.landsvirkjun.is/heimsoknir
*Vatnsmagn í miðlunarlónum er mælt í gígalítrum
(milljörðum lítra).
Krókslón - 140 Gl.
Hágöngulón - 320 Gl.
Blöndulón - 412 Gl.
Þórisvatn - 1400 Gl.
Hálslón - 2100 Gl.
Sultartangalón 109 Gl. • Kelduárlón 60 Gl. • Hrauneyjalón 33 Gl. • Sporðöldulón 25 Gl. • Gilsárlón 20 Gl. • Bjarnalón 5 Gl. • Ufsar– og Vatnsfellslón 3 Gl.
Ný 7 kg þvottavél með íslensku stjórnborði.
Hámarksvinduhraði: 1400 sn./mín. Orkuflokkur A+++.
Tromlan („waveDrum”) fer einstaklega vel með þvottinn.
15 mín. hraðþvottakerfi. Við hönnun vélarinnar hefur verið
leitast við að gera hana mjög stöðuga og hljóðláta
(„antiVibration Design”).
Við leggjum áherslu á hágæða vörur og fyrsta flokks þjónustu
á góðu verði.
Kynningarverð:
119.900 kr. stgr.
Þvottavél, WM 14K267DN
www.sminor.is
Hraðkerfi 15
7 kg
Tekur mest
anti-vibration
Design
Orkuflokkur
Ný Siemens þvottavél
- með öllum þeim eiginleikum sem menn þurfa í dagsins önn.
Fljótandi þvottaefni
frá Ariel fylgir með
öllum Siemens
þvottavélum.