Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.07.2014, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 04.07.2014, Blaðsíða 6
F orsenda þess að bifreiðaeigend-ur kjósi rafbíla er gott aðgengi að hleðslustöðvum og enn sem kom- ið er eru þær aðeins nokkrar hér á landi og flestar á höfuðborgarsvæðinu eða í nágrenni þess. Stjórnvöld hafa markað þá stefnu að árið 2020 verði tíu prósent bíla knúnir umhverfisvænum orkugjöf- um. Að mati Gísla Gíslasonar hjá Even, innflytjanda rafbíla og eins forsvars- manna Rafbílasambands Íslands, þarf að vinna að markmiðinu af meiri mætti. „Í Noregi er unnið að þessu markmiði á hverjum degi og því eru rafbílar algeng- ir þar,“ segir hann. Even hefur nú fest kaup á tvö hundruð hraðhleðslustöðv- um sem settar verða upp víðs vegar um landið. „Við gátum ekki beðið eftir rík- inu og viljum leggja okkar lóð á vogar- skálarnar. Draumurinn er að alls staðar verði ókeypis að hlaða og að fólk geti farið hringinn á rafbíl án þess að greiða neitt í eldsneytiskostnað. Núna erum við að vinna að því að ákveða hvar á að setja þær niður og í samstarfi við hverja. Við ætlum að leysa þetta í eitt skipti fyrir öll og nýta orku landsins.“ Stefnt er að því að hefja uppsetninguna núna í sumar og að henni verði lokið fyrir áramót. Á lista yfir mest seldu bíla í Noregi á þessu ári er Tesla í öðru sæti en Nissan Leaf í því fjórða. Á Íslandi eiga rafbíl- arnir enn nokkuð í land með að kom- ast ofarlega á sölulista þó salan aukist hægt og bítandi. Fyrstu sex mánuði ársins komu níu Tesla bílar á göturnar og ellefu Nissan Leaf, samkvæmt upp- lýsingum á vef Samgöngustofu. Norsk stjórnvöld hafa mótað skýra stefnu um fjölgun rafbíla og er stefnt að því að árið 2020 verði fjöldi rafbíla þar kominn yfir 200.000. Norðmenn eru því leiðandi á heimsvísu í rafbílavæðingunni. Bæði í Noregi og á Íslandi njóta eig- endur rafbíla ýmissa fríðinda, svo sem aðgangs að fríu rafmagni á rafhleðslu- stöðvum, fríum bílastæðum, niðurfell- ingu á tollum, vörugjöldum og virðis- aukaskatti en á Íslandi er ekki greiddur virðisaukaskattur af fyrstu sex milljón- um af verði rafbíls. Í Noregi greiða raf- bílaeigendur hvorki vega- né ferjutolla og fá frítt rafmagn á þúsundum hrað- hleðslustöðva. Þá er heimilt að aka rafbílum á sérstökum akreinum fyrir rútur. Flestir rafbílaeigendur, eða um níutíu prósent, hlaða bíla sína heima en þó er mikilvægt að þeir hafi aðgang að hrað- hleðslustöðvum þegar rafmagnið klár- ast. Lengri tíma tekur að hlaða rafbíl í hefðbundinni innstungu á heimili en á hraðhleðslustöðvum. Ekki hefur verið mögulegt að hlaða Tesla á hraðhleðslu- stöðvum hérlendis en með tilkomu nýju stöðvanna sem Even setur upp á næstu mánuðum verður það mögulegt hring- inn í kringum landið. Með sérstöku millistykki verður mögulegt að hlaða Tesla á þeim hleðslustöðvum sem fyrir eru. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is  SkipulagSmál Forval rangárþingS um Skipulag og hönnun Hugmyndasamkeppni um Landmannalaugar Sveitarfélagið Rangárþing ytra efnir til forvals fyrir hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Landmanna- laugasvæðisins, í samvinnu við Um- hverfisstofnun og Félag íslenskra landslagsarkitekta. Valdir verða 3-4 hópar til þátttöku sem fá greitt fyrir tillögurnar sínar. Umsóknarfrestur fyrir forvalið er til 10. júlí en áætluð skil í samkeppnina eru um miðjan nóvember, að því er fram kemur á síðu Hönnunarmiðstöðvar. Svæðið er inn- an Friðlands að Fjallabaki. Það er um 1,7 ferkílómetrar að stærð og tekur yfir núverandi þjónustusvæði í Land- mannalaugum og næsta nágrenni, allt frá Grænagili og norður að Norður- námshrauni. Á svæðinu er m.a. gert ráð fyrir að eftirfarandi verði: Aðstaða Umhverf- isstofnunar og gestastofa, gisti- og veitingaþjónusta, aðstaða fyrir starfs- fólk, landverði og aðra eftirlitsaðila, aðstaða fyrir daggesti, samverustað- ur fyrir leiðsögufólk og hópa, hluti af núverandi þjónustu sem er í Land- mannalaugum færist til innan svæðis, endurbætt stígakerfi og aðgengi fyrir hreyfihamlaða og endurbætt aðstaða tengd náttúrulaug. Landmannalaugar. Efnt verður til forvals um skipulag og hönnun svæðisins. Mynd Hönnunarmiðstöð  Samgöngur SkreF í átt til raFbílavæðingar Hægt hefur gengið að koma upp hraðhleðslustöðvum fyrir rafbíla á Íslandi. Í Noregi eru rafbílar meðal söluhæstu bíla. Stjórnvöld þar hafa markað skýra stefnu um rafbílavæðingu. Setja upp tvö hundruð hleðslustöðvar fyrir rafbíla Söluhæstu bílarnir í Noregi í ár 1. Volkswagen Golf 2. Tesla Model S (rafbíll) 3. Toyota Auris 4. Nissan Leaf (rafbíll) 5. Skoda Octavia Söluhæstu bílarnir á Íslandi í ár 1. Skoda Octavia 2. Toyota Yaris 3. Volkswagen Polo 4. Volkswagen Golf 5. Nissan Qashqai Nissan Leaf Tesla Model S Orka náttúrunnar, ON, stendur fyrir hraðhleðslu- verkefni í samstarfi við BL og Nissan Europe og er stefnan að opna tíu hleðslustöðvar. Fyrsta hleðslustöðin við þjóðveg eitt var opnuð á dögunum við N1 í Borgarnesi. Nú hafa sjö stöðvar af tíu verið opnaðar. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára og verður hleðslan á stöðvunum gjaldfrjáls þann tíma. Sjö stöðvar Við ætlum að leysa þetta í eitt skipti fyrir öll og nýta orku landsins. Gísli Gíslason og félagar í Even hafa fest kaup á tvö hundruð hraðhleðslustöðvum fyrir rafbíla. Ljósmynd Hari R E Y K J AV Í K | A K U R E Y R I Skál í Höllinni! 6 fréttir Helgin 4.-6. júlí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.