Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.07.2014, Page 6

Fréttatíminn - 04.07.2014, Page 6
F orsenda þess að bifreiðaeigend-ur kjósi rafbíla er gott aðgengi að hleðslustöðvum og enn sem kom- ið er eru þær aðeins nokkrar hér á landi og flestar á höfuðborgarsvæðinu eða í nágrenni þess. Stjórnvöld hafa markað þá stefnu að árið 2020 verði tíu prósent bíla knúnir umhverfisvænum orkugjöf- um. Að mati Gísla Gíslasonar hjá Even, innflytjanda rafbíla og eins forsvars- manna Rafbílasambands Íslands, þarf að vinna að markmiðinu af meiri mætti. „Í Noregi er unnið að þessu markmiði á hverjum degi og því eru rafbílar algeng- ir þar,“ segir hann. Even hefur nú fest kaup á tvö hundruð hraðhleðslustöðv- um sem settar verða upp víðs vegar um landið. „Við gátum ekki beðið eftir rík- inu og viljum leggja okkar lóð á vogar- skálarnar. Draumurinn er að alls staðar verði ókeypis að hlaða og að fólk geti farið hringinn á rafbíl án þess að greiða neitt í eldsneytiskostnað. Núna erum við að vinna að því að ákveða hvar á að setja þær niður og í samstarfi við hverja. Við ætlum að leysa þetta í eitt skipti fyrir öll og nýta orku landsins.“ Stefnt er að því að hefja uppsetninguna núna í sumar og að henni verði lokið fyrir áramót. Á lista yfir mest seldu bíla í Noregi á þessu ári er Tesla í öðru sæti en Nissan Leaf í því fjórða. Á Íslandi eiga rafbíl- arnir enn nokkuð í land með að kom- ast ofarlega á sölulista þó salan aukist hægt og bítandi. Fyrstu sex mánuði ársins komu níu Tesla bílar á göturnar og ellefu Nissan Leaf, samkvæmt upp- lýsingum á vef Samgöngustofu. Norsk stjórnvöld hafa mótað skýra stefnu um fjölgun rafbíla og er stefnt að því að árið 2020 verði fjöldi rafbíla þar kominn yfir 200.000. Norðmenn eru því leiðandi á heimsvísu í rafbílavæðingunni. Bæði í Noregi og á Íslandi njóta eig- endur rafbíla ýmissa fríðinda, svo sem aðgangs að fríu rafmagni á rafhleðslu- stöðvum, fríum bílastæðum, niðurfell- ingu á tollum, vörugjöldum og virðis- aukaskatti en á Íslandi er ekki greiddur virðisaukaskattur af fyrstu sex milljón- um af verði rafbíls. Í Noregi greiða raf- bílaeigendur hvorki vega- né ferjutolla og fá frítt rafmagn á þúsundum hrað- hleðslustöðva. Þá er heimilt að aka rafbílum á sérstökum akreinum fyrir rútur. Flestir rafbílaeigendur, eða um níutíu prósent, hlaða bíla sína heima en þó er mikilvægt að þeir hafi aðgang að hrað- hleðslustöðvum þegar rafmagnið klár- ast. Lengri tíma tekur að hlaða rafbíl í hefðbundinni innstungu á heimili en á hraðhleðslustöðvum. Ekki hefur verið mögulegt að hlaða Tesla á hraðhleðslu- stöðvum hérlendis en með tilkomu nýju stöðvanna sem Even setur upp á næstu mánuðum verður það mögulegt hring- inn í kringum landið. Með sérstöku millistykki verður mögulegt að hlaða Tesla á þeim hleðslustöðvum sem fyrir eru. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is  SkipulagSmál Forval rangárþingS um Skipulag og hönnun Hugmyndasamkeppni um Landmannalaugar Sveitarfélagið Rangárþing ytra efnir til forvals fyrir hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Landmanna- laugasvæðisins, í samvinnu við Um- hverfisstofnun og Félag íslenskra landslagsarkitekta. Valdir verða 3-4 hópar til þátttöku sem fá greitt fyrir tillögurnar sínar. Umsóknarfrestur fyrir forvalið er til 10. júlí en áætluð skil í samkeppnina eru um miðjan nóvember, að því er fram kemur á síðu Hönnunarmiðstöðvar. Svæðið er inn- an Friðlands að Fjallabaki. Það er um 1,7 ferkílómetrar að stærð og tekur yfir núverandi þjónustusvæði í Land- mannalaugum og næsta nágrenni, allt frá Grænagili og norður að Norður- námshrauni. Á svæðinu er m.a. gert ráð fyrir að eftirfarandi verði: Aðstaða Umhverf- isstofnunar og gestastofa, gisti- og veitingaþjónusta, aðstaða fyrir starfs- fólk, landverði og aðra eftirlitsaðila, aðstaða fyrir daggesti, samverustað- ur fyrir leiðsögufólk og hópa, hluti af núverandi þjónustu sem er í Land- mannalaugum færist til innan svæðis, endurbætt stígakerfi og aðgengi fyrir hreyfihamlaða og endurbætt aðstaða tengd náttúrulaug. Landmannalaugar. Efnt verður til forvals um skipulag og hönnun svæðisins. Mynd Hönnunarmiðstöð  Samgöngur SkreF í átt til raFbílavæðingar Hægt hefur gengið að koma upp hraðhleðslustöðvum fyrir rafbíla á Íslandi. Í Noregi eru rafbílar meðal söluhæstu bíla. Stjórnvöld þar hafa markað skýra stefnu um rafbílavæðingu. Setja upp tvö hundruð hleðslustöðvar fyrir rafbíla Söluhæstu bílarnir í Noregi í ár 1. Volkswagen Golf 2. Tesla Model S (rafbíll) 3. Toyota Auris 4. Nissan Leaf (rafbíll) 5. Skoda Octavia Söluhæstu bílarnir á Íslandi í ár 1. Skoda Octavia 2. Toyota Yaris 3. Volkswagen Polo 4. Volkswagen Golf 5. Nissan Qashqai Nissan Leaf Tesla Model S Orka náttúrunnar, ON, stendur fyrir hraðhleðslu- verkefni í samstarfi við BL og Nissan Europe og er stefnan að opna tíu hleðslustöðvar. Fyrsta hleðslustöðin við þjóðveg eitt var opnuð á dögunum við N1 í Borgarnesi. Nú hafa sjö stöðvar af tíu verið opnaðar. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára og verður hleðslan á stöðvunum gjaldfrjáls þann tíma. Sjö stöðvar Við ætlum að leysa þetta í eitt skipti fyrir öll og nýta orku landsins. Gísli Gíslason og félagar í Even hafa fest kaup á tvö hundruð hraðhleðslustöðvum fyrir rafbíla. Ljósmynd Hari R E Y K J AV Í K | A K U R E Y R I Skál í Höllinni! 6 fréttir Helgin 4.-6. júlí 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.