Fréttatíminn - 04.07.2014, Blaðsíða 44
F
ajita, búrrito og tacó eru þrír
bútar af sömu tortíunni en
fjórða hliðin er sparihliðin.
Quesedilla er einhvers konar
blanda af fajita og grillaðri
ostasamloku. Gerðirnar eru óteljandi og
hvort sem það eru kjúklinga-, nautakjöts-,
svína-, grænmetis- eða bara ostapönnu-
kökur er eina reglan að bera fram með
sósu til að dýfa herlegheitunum í. Heima-
löguð salsasósa eða einhverskonar dýfa
með sýrðum rjóma eru klassískar. En þar
sem þetta er heimalagað og matarlöggan
ekki á leiðinni er allt í lagi að rúlla beint í
bérnaiese, ef vill.
Pönnsurnar
Stundum er betra að búa aldrei neitt til frá
grunni því þá hættir það sem fæst tilbúið
úti í búð að heilla. Heimalagaðar tortíur
eru einmitt þannig matur. Það tekur um
klukkutíma að búa til þessar tex-mexí-
kósku hveitipönnsur og er hverrar mínútu
virði.
Fyrir þessa venjulegu fimm manna
fjölskyldu er nóg að blanda smá salti og
örlitlu lyfitdufti saman við tvo og hálfan
bolla af hveiti. Mylja svo feiti, tæpan
desilítra af stofuheitri grænmetisfeiti,
svínafeiti eða jafn vel smjörlíki, saman
við þannig að úr verði gróf „möl“. Bæta
volgu vatni saman við svo úr verði slétt
bolla sem helst vel saman án þess að vera
klístruð. Löðra deigbolluna í feiti. Geyma
í skál með plastfilmu yfir í hálftíma. Þá er
að rúlla í langa pulsu og skera í bita. Þessi
uppskrift ætti að duga í 12 meðalstórar
pönnsur. Fletja pönnukökur úr bitunum.
Best að hafa þær ekki of stórar, í mesta
lagi fimmtán sentimetra í þvermál. Þær
mega ekki vera of þykkar en það þarf
heldur ekkert að geta lesið dagblað í gegn
heldur. Steikja á pönnu, helst gamaldags
pottjárnspönnu eins og þessum íslensku
pönnukökupönnum sem til eru á flestum
heimilum. Líka hægt að grilla og þá
tekur þetta enga stund. Nokkrar sekúnd-
ur á hvorri hlið. Setja svo undir hreint
viskustykki til að halda þeim volgum og
mjúkum.
Kjúklinga-qeuesadillas á grillinu
Grilla kjúkling með þeirri aðferð sem grill-
meistaranum finnst hvað best. Letihaugar
og þeir sem eiga ekki grill kaupa sinn
tilbúinn úti í búð. Skemmtileg aðferð og
leið til að einfalda heilgrillun á kjúkling er
að klippa hrygginn burtu með matreiðslu-
skærum og fletja kjúklinginn út. Snúa hon-
um við og skera varlega með bringubeininu
og toga það svo út. Eins má toga út beinið
sem er á milli leggjanna. Löðra kjúklinginn
í bragðlítilli matarolíu eins og canola eða
venjulegri ólífuolíu. Krydda með blöndu
af pipar, papriku, reyktri papriku, chilli-
dufti, kóríander-, hvítlauks- og laukdufti.
Salta svo rausnarlega og skutla út á heitt
grillið. Grilla við miðlungs hita þangað til
að lærin eru orðin 72 gráður að innan. Það
er auðvelt að brenna kjúkling. Því er gott að
snúa nokkrum sinnum og passa að grillið
sé ekki of heitt. Gott að þyngja kjúklinginn
niður með múrsteini vöfðum í álpappír eða
þungri pottjárnspönnu. Líka bara svo fjandi
töff að elda með múrsteini.
Geyma kjúklinginn þangað til að hann
kólnar aðeins og rífa hann svo af bein-
unum. Á meðan á því stendur er um að gera
að grilla allt það grænmeti sem hugurinn
girnist, papriku, maískorn, rauðlauk, kúr-
bít og eggaldin. Snilldin við quesadillas er
að það eina sem þarf að vera á pönnsulok-
unni er ostur. Annað er bara bónus.
Samsetningin
Ná í volga toríu og hlaða á hana osti, Gott að
blanda ókryddlegnum fetaosti og einhverjum
góðum bráðosti, t.d. mozzarella eða cheddar
ef fólk vill eitthvað bragðmeira. Hlaða svo
kjúklingi og grænmeti að vild og loka svo
með annari tortillu. Skella svo út á miðlungs
heitt grill. Þetta tekur enga stund og þeir
sem treysta sér geta snúið herlegheitunum
en það þarf ekki. Passa að búa ekki til hrökk-
brauð með því að hafa kökurnar of lengi yfir
eldinum. Skera svo í þríhyrninga og dýfa.
Tvídýfingar eru leyfðar af því að hver og einn
á að hafa sína eigin dýfuskál.
Haraldur Jónasson
hari@frettatiminn.is
44 matur & vín Helgin 4.-6. júlí 2014
Tex-mex ostapönnsuloka
Avacadó er
ómissandi þáttur
í quesadillas-upp-
lifuninni. Mauka smá
út í sýrðan rjóma
eða guacamole.
Það er ekkert mál
að gera guacamole.
Fyrsta skref er að
fallega þroskað hass
avacado. Þetta hrjúfa
sem verður fjólublátt
þegar það þroskast.
Saxa rauðlauk, smá
chilipipar og tómata.
Muna að taka kjarnan
og fræin frá. Gróf-
stappa avacadóið,
skvetta límónusafa
yfir og toppa með
kóríander eða fjalla-
steinselju og smá
salti. Búmm! Besta
guacamole í heimi.
Guacamole
Skera nokkra tómata
í fjóra hluta og taka
kjarnan og mest af
fræjunum frá. Grilla
heilan hvítlaukshaus
í álpappír í 30-40
mínútur eða þangað
til að hann verður
allur mjúkur. Grilla þá
tómatana, rauðlauks-
og paprikusneiðar.
Bara rétt til að fá
smá svartar rendur.
Mauka með smá
reyktri papriku, salti
og pipar. Skera að-
eins framan af hvít-
lauknum og sprauta
jukkinu yfir eftir
smekk. Toppa með
söxuðu kóríander,
smá límónuberki og
safa úr hálfri límónu
eða svo. Skemmtilegt
að prófa að grilla
límónuna líka áður en
safinn er kreistur.
Grilluð
tómatSalSa
Bakið klippt úr hænuunganum.
Gott að nota eitthvað þungt til að þrýsta
kjúklingnum niður, t.d. múrstein.
Þægilegt að setja
kökurnar saman á
grillinu til að flýta fyrir
bráðnun.
Föstudagspizzan
Eftirréttarpizzan
er bökuð úr Kornax brauðhveitinu
H
V
êT
A
ÊH
ò
S
I
/S
êA
ÊÐ
Ê0
9
Ð
0
8
4
6
Tilboð
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
09-0846_AB_drykkir_Tilbod.2x10.pdf 1 20.5.2009 17:29