Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.08.2014, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 08.08.2014, Blaðsíða 2
Við reyn- um bara að höfða til heiðar- leika fólks.  Íþróttir Ungmennafélagsandinn er ekki alltaf við lýði á landsmótUm Svindla börnunum inn á landsmót UMFÍ Tíu ára stúlku, sem æfir fótbolta með ellefu ára stúlkum, var synjað um undanþágu til þátttöku á Unglingalandsmóti UMFÍ. Framkvæmdastjóri landsmótsins segir engar undanþágur veittar vegna þess fordæmis sem myndi skapast. Hann þekkir til þess að foreldrar hafi svindlað börnum inn á mótið á rangri kennitölu en segist vilja treysta á heiðarleika fólks. Allt að tíu þúsund manns voru á Unglingalandsmóti UMFÍ um liðna helgi. Aldurstakmörk þátttakenda til að keppa á mótunum eru 11 - 18 ára, og er miðað við fæðingarár. Af Unglingalandsmóti 2013/UMFÍ v ið getum ekki gefið undan-þágur frá aldurstakmarkinu. Við höfum ekki þorað að fara þá leið vegna þeirra fordæma sem það myndi skapa,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Ung- lingalandsmóts UMFÍ, sem fram fór um síðustu helgi. Ellefu ára aldurs- takmark er á mótið og því sótti móðir tíu ára stúlku, sem er ári á undan í skóla og æfir fótbolta með ellefu ára stúlkum, um undanþágu fyrir dóttur sína en var synjað. Ómar segir að á hverju ári berist ein eða tvær umsóknir um undan- þágu frá aldurstakmarki og séu ástæðurnar til dæmis þær að vinir séu að keppa, systkini, eða að barn hefur verið fært upp um bekk í skóla. „Við höfum haldið þeirri línu að veita ekki undanþágu. Ef við veitum eina undanþágu koma enn fleiri foreldrar næst og vilja fá undanþágu fyrir sín börn. Margir hafa mjög góðar ástæður fyrir sínum óskum en við höfum haldið fast við reglurnar. Við höfum meira að segja stundum verið með tárin í augunum yfir því að þurfa að neita,“ segir Ómar. Móðir tíu ára stúlkunnar segist hafa fengið ábendingar frá fólki í kring um sig um að skrá dóttur sína inn á mótið á kennitölu annars barns svo hún fengi að spila og veit hún um dæmi þess að foreldrar hafi gert það en móðurinni hugnaðist ekki slíkur óheiðarleiki auk þess sem hún vildi ekki senda dóttur sinni slík siðferðis- lega röng skilaboð. Mæðgurnar fóru þrátt fyrir allt á mótið enda var eldri dóttirin að keppa og sú yngri horfði á liðsfélaga sína spila fótbolta. Ómar segist hins vegar þekkja dæmi um að foreldrar hlíti ekki regl- unum. „Það hafa slæðst inn á mótin hjá okkur krakkar sem eru undir aldri. Það á ekki að geta gerst og það eina sem í raun kemur til greina er að foreldrar svindli á kerfinu og noti aðra kennitölu fyrir barnið sitt. Það er erfitt fyrir okkur að eiga við það en við höfum fengið ábendingar um slíkt frá öðrum foreldrum. Við reynum bara að höfða til heiðarleika fólks,“ segir hann. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is 20%afsláttur Fæst án lyfseðils. Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vandlega fyrir notkun.  reykjavÍkUrmaraþon yfir átta þúsUnd hafa skráð sig Metfjöldi stefnir á þátttöku í maraþoni Yfir átta þúsund manns, eða 8.035, hafa skráð sig til þátttöku í Reykja- víkurmaraþon Íslandsbanka sem fram fer laugardaginn 23. ágúst, um 7% fleiri en á sama tíma í fyrra. Skráning er í fullum gangi á vefn- um marathon.is. Að sögn Önnu Lilju Sigurðar- dóttur upplýsingafulltrúa stefn- ir metfjöldi hlaupara á þátttöku í maraþoni, 42,2 kílómetra, en 1.037 hafa skráð sig í vegalengd- ina. Gamla þátttökumetið var sett í fyrra þegar 977 skráðu sig í mara- þon. 10 kílómetra hlaupið er vinsæl- asta vegalengdin, líkt og undanfarin ár, en rúmlega helmingur skráða þátttakenda stefnir á að hlaupa þá vegalengd, eða 4200. Einnig er hægt að velja um að skrá sig í hálft maraþon, 3 kílómetra skemmti- skokk, Latabæjarhlaup og boðhlaup þar sem 2-4 skipta á milli sín mara- þonvegalengdinni. Skráðir erlendir þátttakendur eru nú 2.025 og af 60 mismunandi þjóð- ernum. Flestir erlendu þátttakend- anna koma frá Bandaríkjunum, 468 manns og næst flestir frá Bretlandi, 353. Þá eru skráðir Þjóðverjar 219 talsins, Kanadabúar 193 og Norð- menn 106. Netskráningu í hlaupið lýkur fimmtudaginn 21. ágúst, klukkan 13. Einnig verður hægt að skrá sig í hlaupið á skráningarhátíð í Laug- ardalshöll en þá er þátttökugjaldið hærra. Áheitasöfnun Reykjavíkurmara- þons Íslandsbanka fer fram á vefn- um hlaupastyrkur.is. 2506 hlaup- arar eru byrjaðir að safna áheitum á vefnum og hafa þegar safnast rúmlega 17 milljónir til góðra mál- efna en það er 7% hærri upphæð en búið var að safna á sama tíma í fyrra. Hægt er að velja á milli 155 mismunandi góðgerðafélaga. Í metþátttöku stefnir í maraþonhlaupinu. Mynd marathon.is Ólafur Darri í Hollywoodmynd Leik ar inn Ólaf ur Darri Ólafs son hefur landað hlutverki í hasarmynd í Hollywood. Myndin kallast The Last Witch Hun ter og leikur Ólafur Darri á móti ekki ómerkari mönnum en Vin Diesel, Michael Caine og Elijah Wood. Tökur á myndinni hefjast í september. Hinn 19. september verður einmitt frumsýnd vestanhafs kvikmyndin A Walk Among the Tombstones þar sem Ólafur Darri leikur á móti Liam Neeson. Stigahæsti íslenski meistarinn nær aðeins 514. sæti Íslendingar hafa löngum státað af glæstum árangri skákmeistara sinna – en nú um stundir er fjarri lagi að stigahæstu íslensku stórmeistararnir komist á lista með þeim bestu. Raunar eru 513 skákmeistarar ofar á lista stigahæstu skákmanna heims, að því er fram kemur á nýrri heimasíðu skákfélagsins Hróksins, hrokurinn.is. Ritstjóri síðunnar er Hrafn Jökulsson. Norski heimsmeistarinn Magnus Carlsen trónir á toppnum með 2877 skák- stig en í 100. sæti er búlgarski stórmeistar- inn Aleksander Delchev með 2655 stig. Til samanburðar er Hannes Hlífar Stefánsson, sem teflir á 1. borði fyrir Ísland á Ólympíus- kákmótinu, með 2536 stig, sem skilar honum sæti 514 á heimslistanum. -jh Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig Litlar breytingar eru á fylgi flokka milli mánaða, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Helstar eru þær að fylgi Sjálfstæð- isflokksins eykst um rúm tvö prósentustig en tæplega 28% segjast myndu kjósa flokkinn færu kosningar til Alþingis fram í dag. Fylgi annarra flokka breytist á bilinu 0,0-0,5 prósentustig. Rúmlega 18% segjast myndu kjósa Samfylkinguna, liðlega 15% Bjarta framtíð, rúmlega 13% Framsóknarflokkinn, nær 13% VG, tæplega 8% Pírata og tæplega 6% myndu kjósa aðra flokka. Liðlega 9% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa og 13% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp. Stuðningur við ríkisstjórnina eykst um tvö prósentustig milli mánaða, en nær 42% þeirra sem tóku afstöðu styðja hana. - jh Á 220 á Jökuldal Bifhjólamaður mældist á 220 kíló metra hraða á klukku stund á Jökuldal í gær en há marks hraði þar er 90 kíló metr ar á klukku stund. Maður inn féll af hjóli sínu og var fluttur á Heil brigðis stofn un Aust ur- lands á Eg ils stöðum. Hann reyndist lítið sem ekkert slasaður. Maðurinn var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Götumarkaður í Fógetagarðinum KRÁS Götumatarhátíð verður í Fógeta- garðinum á laugardaginn. Hátíðin hófst 26. júlí og verður á hverjum laugardegi fram að menningarnótt. Þar leiða saman hesta sína margir af þekktustu kokkum af fínustu veitingahúsum og aðrir sem þekktir eru fyrir einfaldan götumat og búa til sína útgáfu. Í Fógetagarðinum er til- valið að setjast niður með rósavíns- eða freyðivínsflösku, ganga svo á milli bása og kokka og smakka það sem upp á er boðið njóta og deila hver með öðrum. Hátíðin hefst klukk- an 13 og stendur til klukkan 18. 2 fréttir Helgin 8.-10. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.