Fréttatíminn - 08.08.2014, Síða 6
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
– Reykjavík – Akureyri –
E i t t s í m a n ú m E r 5 5 8 1 1 0 0
– Komdu núna –
TAXFREE
DAGAR
20,32% afsláttur af öllum vörum
– EKKI mISSa aF ÞESSu –
að sjálfsögðu fær ríkissjóður 25.5% virðisaukaskatt af söluverði.
20,32% afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar.
arOs
stóll,
margir litir
ivv spEEdy
skálar,
6 í setti
taxfrEE
vErð!
12.741
Krónur
lOKa
HElGin
Opið alla HElGina
BriGHtOn – 3jA sætA sófi – Eik & LEðuR
taxfrEE vErð!254.972Krónur
taxfrEE
vErð!
10.350
Krónur
Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins.
Viðskipti Þriðjungi fleiri bílar hafa selst á fyrstu sjö mánuðum ársins
Rúmlega 4000 bílaleigubílar skráðir
Bílasala á Íslandi hefur aukist um
rúmlega 30% á fyrstu sjö mánuð-
um ársins. Alls hafa verið skráðir
7.120 fólksbílar sem eru 1.646 fleiri
fólksbílar en skráðir voru á sama
tímabili í fyrra. Á öllu árinu 2013
voru skráðir allt árið rétt tæplega
7.300 bifreiðar, að því er fram
kemur í tilkynningu Bílgreinasam-
bandsins.
„Bílasala hefur tekið hressilega
við sér, og á það jafnt við um fólks-
bíla, atvinnubíla og vörubíla. Bíla-
leigur eiga þó mestan þátt í þessari
aukningu í fólksbílasölunni, en rétt
rúmlega 4.000 bílaleigubílar hafa
verið skráðir á árinu. Sala til ein-
staklinga og fyrirtækja er þó meiri
en hún var í fyrra og um 3.000
bílar hafa verið seldir til þeirra en
það er um 15% aukning frá fyrra
ári,“ segir Jón Trausti Ólafsson,
formaður Bílgreinasambandsins.
„Stöðugra gengi krónu og óhag-
stæð aldursamsetning flotans eru
þeir þættir sem helst knýja þetta
áfram að mínu mati. Það er mikill
ávinningur í því að reka nýjan bíl
samanborið við 10-15 ára bíla, en
meðalaldur bíla á Íslandi er 12 ár.
Eyðslan hefur lækkað mjög hratt,“
segir Jón Trausti.
Hann segir enn fremur mikil-
vægt að stuðningur við rafbílavæð-
ingu haldi áfram á meðan tæknin
er í þróun og uppbygging innviða
rafbílavæðingar eigi sér stað. „Það
er mjög kostnaðarsamt,“ segir
Jón Trausti, „að kynna rafbíla til
leiks bæði í tækni, búnaði og innri
strúktur. Þess vegna viljum við
að áframhaldandi stuðningur við
rafbílavæðinguna eigi sér stað, svo
sem með niðurfellingu vörugjalda,
virðisaukaskatts og fleiri þátta.“
Þ essar aðgerðir hafa ekki bein áhrif á útflutning okkar til Rússlands,“ segir Kolbeinn
Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, um
innflutningsbann Rússa á matvælum
frá Vesturlöndum. Bannið kemur til
vegna efnahags-
legra refsiaðgerða
Vesturlanda gegn
Rússum og tekur til
matvæla frá Banda-
ríkjunum, ríkjum
Evrópusambands-
ins og nokkrum til
viðbótar, svo sem
Noregi, Kanada og
Ástralíu. Fiskafurð-
ir eru þar á meðal
en að óbreyttu
munu Íslendingar
áfram flytja fisk til
Rússlands, sem er
einn stærsti útflutn-
ingsmarkaðurinn.
Kolbeinn segir
að um 10-12% af
þeim tekjum
sem Íslendingar
fá af útflutningi
sjávarafurða koma
til vegna útflutn-
ings til Rússlands og Úkraínu, eða um
30 milljarðar árlega. „Þetta eru stórar
og miklar tölur,“ segir hann. Rússland
er til að mynda mikilvægur mark-
aður fyrir makríl og aðrar uppsjávar-
tegundir en útflutningstekjur af þeim
tegundum voru rúmir 15 milljarðar á
síðasta ári. Þó það sé jákvætt í sjálfu
sér fyrir Íslendinga að halda mark-
aðnum hafa viðskiptaþvinganir hvaða
nafni sem þær kunna að nefnast alltaf
hnattræn áhrif. „Þetta er einn heimur
útflutnings og innflutnings. Það sem
ekki fer til Rússlands fer þá á aðra
markaði sem við erum einnig að keppa
á, og hafa þannig áhrif á eftirspurn og
verð,“ segir hann. Spurður hvort aðrir
markaðir en Rússlandsmarkaður verði
þá það mettir að ekki verði eftirspurn
eftir fiski frá Íslandi segir Kolbeinn:
„Menn verða að leyfa sér að velta fyrir
sér hvort það sé líklegt. Hins vegar er
mjög erfitt að spá fyrir um afleiðing-
arnar,“ segir Kolbeinn.
Dmitry Medvedev, forsætisráðherra
Rússlands, tilkynnti um aðgerðirnar
í sjónvarpsávarpi í gær. Í yfirlýsingu
sem framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins sendi frá sér í kjölfarið segir
að sambandið áskilji sér rétt til að
grípa til ráðstafana vegna innflutnings-
banns Rússa. Bannið hefur gríðarleg
áhrif í öðrum löndum, til að mynda
í Noregi en mest af sjávarafurðum
þaðan eru seldar til Rússlands. En
bannið tekur ekki aðeins til fisks
heldur einnig mjólkfurafurða, ávaxta
og grænmetis. Áhrifin eru ekki síður á
íbúa Rússlands sem munu hafa minna
aðgengi að þessum matvörum
„Ísland er ekki á lista Rússlands yfir
þau lönd sem hafa fengið á sig inn-
flutningsbann. Það sem við höfum lagt
áherslu á er að menn eigi samtal við
rússnesk stjórnvöld um ástandið. Það er
brýnt að farið sé eftir alþjóðalögum og
við leggjum eftir sem áður áherslu á að
menn finni lausn á ástandinu í Úkraínu
og virði réttindi þeirra,“ segir Gunnar
Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
sjáVarútVegur Viðskiptabann rússa gildir í eitt ár
Innflutningsbann Rússa
tekur ekki til Íslands
Innflutningsbann Rússa vegna matvæla frá Vesturlöndum tekur ekki til Íslands. Rússlandsmark-
aður er einn sá stærsti þegar kemur að útflutningi fisks frá Íslandi. Bannið hefur því ekki bein
áhrif á þann útflutning en erfitt er að spá fyrir um afleiðingarnar bannsins í hnattrænu samhengi.
Útflutningstekjur Íslendinga vegna fiskafurða til Rússlands námu um 30 milljörðum í fyrra.
Kolbeinn Árnason,
framkvæmdastjóri
LÍÚ, segir innflutnings-
bann Rússa ekki hafa
bein áhrif á útflutning
Íslendinga til Rússlands
en áhrifin geta orðið af
öðrum toga.
Útflutningstekjur frá Rússlandi vegna makríls og annars uppsjávarfisks námu um 15 milljörðum á síðasta ári.
6 fréttir Helgin 8.-10. ágúst 2014