Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.08.2014, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 08.08.2014, Blaðsíða 38
Helgin 8.-10. ágúst 201438 tíska  NýsköpuN suNdfatalíNa kasy kom á markað á síðasta ári Fleiri litir fyrir þrýstnar konur Frumkvöðlafyrirtækið Kasy hóf í fyrra fram- leiðslu á sundfatnaði fyrir þrýstnar konur. Hingað til hafa sundfötin aðeins fengist í svörtu en fjármögnun á sundfatalínunni í litum er þegar hafin. Stofnandi Kasy segir íslenska fjárfesta ekki hafa verið áhugasama og því býður hún viðskiptavinum að panta vorlínuna 2015 til að tryggja áframhaldandi framleiðslu. Íslenskir fjárfestar hafa meiri áhuga á tæknigeir- anum en kvenfatnaði. s taðan hjá okkur er núna sú að konur vilja fleiri liti af sund-fötunum en hingað til höfum við bara boðið upp á svartan lit,“ segir Katrín Sylvía Símonardóttir, stofnandi frumkvöðlafyrirtækisins Kasy sem framleiðir sundfatnað fyrir þrýstnar konur. „Íslenskir fjárfestar hafa þó meiri áhuga á tæknigeiranum en kvenfatnaði og því ákváðum við að fjármagna framleiðsluna í gegnum síðuna IndieGoGo.com þar sem konur geta pantað fyrirfram vorlínuna 2015 en þá bætist við túrkísblár og fjólublár sundfatnaður,“ segir hún. Um þrjú ár eru síðan Katrín ákvað að stökkva í djúpu laugina með hugmyndina sína að „þægi- legum sundfatnaði fyrir konur með línur sem vilja upplifa sig kyn- þokkafullar,“ eins og hún orðar það. Katrín varð atvinnulaus í kjölfar bankahrunsins og greip til sinna ráða. Hún hefur síðan tekið þátt í Viðskiptasmiðju Klaks, verkefnið komst á topp 10 í frumkvöðlakeppni Innovit, Gullegginu, og var í hópi þeirra sem fékk styrk frá velferðar- ráðuneytinu til atvinnumála kvenna bæði í fyrra og aftur í ár. Fyrsta sending kom í hús í maí 2013 og hef- ur Katrín síðan kynnt framleiðsluna á sölusýningu erlendis. „Erlendis hefur einnig verið kallað eftir fleiri litum og stílum, þannig að það er sannarlega kominn tími á að taka það skref í framleiðslunni,“ segir hún. Sundfatalína Kasy samanstendur af fimm flíkum sem hægt er að setja saman eftir því hvaða aðstæð- um konan er í. Fötin eru til sölu í Belladonnu í Skeifunni og Rósinni á Akureyri, auk þess sem hægt er að panta í gegn um vef Kasy. Katrín segir fjölda kvenna hafa lýst yfir þakklæti sínu vegna sundfatanna en ekki síður hafi eiginmenn verið ánægðir. „Ég hef heyrt frá karl- mönnum sem segja að konunni sinni hafi ekki liðið vel í sundfötum þar til hún kynntist Kasy og þá loks hafi hún verið til í að fara í sólar- landaferð með fjölskyldunni. Það gefur mér mikið að heyra svona sögur,“ segir hún. Í gegnum allt hönnunarferlið hef- ur Katrín gert kannanir á þörfum kvenna og það sama var uppi á ten- ingnum þegar hún ákvað að bæta við túrkís og fjólubláum lit. „Þetta voru þeir litir sem flestar óskuðu eftir,“ segir hún. Fjármögnunin á IndieGoGo stendur yfir til 18. sept- ember og fer það eftir árangrinum þar hversu mikið verður framleitt af Kasy í lit. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Til stendur að bæta við bláum og fjólubláum við sundlínu Kasy. Sundfatalínan samanstendur af fimm flíkum sem hægt er að blanda saman á ólíka vegu; brjóstahaldara, sundbuxum, kjól, toppi og pilsi. Katrín Sylvía Símonardóttir er konan á bak við Kasy-sundfatalínuna. Ljósmynd/Hari Lín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220 25-60% afsláttur ÚTSALAN ER HAFIN www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Ert þú að huga að dreifingu? Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Ert þú að huga að dreifingu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.