Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.10.2014, Blaðsíða 15

Fréttatíminn - 24.10.2014, Blaðsíða 15
Hingað til höfum við alltaf haft túlk í afmælum. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Engin lántökugjöld Lánshlutfall allt að 80% Engin lántökugjöld Allt að 7 ára lánstími Landsbankinn býður betri kjör. Í október greiða einstaklingar engin lántökugjöld af bílafjármögnun. Kynntu þér allt um bílalán á landsbankinn.is/bilalan. Skammaðist sín á þingi Norður- landaráðs heyrnarlausra „Við hjónin erum bæði menntuð, við erum í fullri vinnu, við borgum skatta, við eig- um hús, við eigum börn, við eigum bíl. Þessu fylgir gríðarlega margt þar sem þörf er á túlki. Við þurfum túlk ef það þarf að gera við húsið eða bílinn, og allt sem tengist tómstundum barnanna eða félags- lífi á vinnustaðnum,“ segir hún. Heiðdís er menntaður hjúkrunarfræðingur og starf- ar sem slíkur. „Flest starfsþróunarnám- skeið eru í október og nóvember þannig að ég get ekki tekið þátt í þeim núna og gat það ekki í fyrra. Ég hef því ekki mögu- leika á að þróa mig áfram í starfi, auka við mig þekkingu og eiga möguleika á launahækkun. Allt sem á sér stað eftir október er eins og lokuð bók. Það er eins og manni hafi verið skellt inn í glerkúlu,“ segir Heiðdís. Hún bendir til að mynda á að framundan er jólahátíðin með tilheyr- andi skemmtunum í skóla barnanna og á vinnustöðum. „Ef skólinn boðar mig á fund þá borgar viðkomandi sveitarfélag fyrir það en þegar foreldrar skipuleggja bekkjarkvöld þá þarf ég að útvega túlk. Ég vil ekki ganga á sjóði foreldrafélaga því þeir sjóðir eru fyrir börnin. Án túlks sit ég utangátta á bekkjarkvöldum og tek ekki þátt. Börnin mín upplifa mig ekki sem þátttakanda,“ segir Heiðdís og legg- ur áherslu á að þetta eigi ekki aðeins við hana heldur alla sem tilheyra samfélag heyrnarlausra og fá ekki túlkaþjónustu. Heiðdís sat nýverið þing hjá Norður- landaráði heyrnarlausra þar sem verið var að ræða stöðuna í hverju landi. „Ég hreinlega skammaðist mín þegar við vor- um að ræða túlkaþjónustu. Ég tek fram að hér eru mjög færir túlkar og við erum framarlega hvað varðar menntun í tákn- máli, en þegar litið er á aðgengi að túlkum erum við svo langt á eftir hinum Norður- löndunum. Sem dæmi þá er ekki mögu- leiki fyrir heyrnarlaust fólk að fá túlk til að sækja ráðstefnur erlendis en á hinum Norðurlöndunum þykir það sjálfsagt mál,“ segir hún. Hafa ekki aðgang að einkareknum skólum Eitt af því sem sjóðurinn sem nú er upp- urinn átti að sjá fyrir eru greiðslur vegna myndsímatúlkunar. „Þá geta heyrnarlaus- ir verið hvar sem er svo lengi sem þeir hafa aðgang að Skype myndsíma. Þeir hringja í túlk sem einnig er með Skype og túlkurinn hringir úr hefðbundnum síma í þann sem sá heyrnarlausi þarf að tala við, til að mynda banka eða fasteigna- sala. Þessi þjónusta er með takmarkaðan opnunartíma og hún er í boði hér í mun minna mæli en annars staðar,“ segir Heið- dís. Málefni heyrnarlausra heyra undir öll ráðuneyti en þegar um er að ræða ís- lenska tungumálið sé það á sama stað og íslensk tunga, í menntamálaráðu- neytinu. Hún bendir á að til séu lög um réttindi sjúklinga og innan heilbrigðis- kerfisins sjái heilbrigðisráðuneytið um greiðslu á túlkaþjónustu. „Þegar kemur að menntum greiðir menntamálaráðu- neytið fyrir túlkun í skólum á vegum hins opinbera en ekki í einkareknum skólum. Heyrnarlausir hafa því ekki að- gang að Bifröst, Keili eða Háskólanum í Reykjavík. Félag heyrnarlausra er með mál í gangi fyrir dómstólum þar sem við viljum fá úr því skorið hver á að greiða fyrir túlkaþjónustu vegna náms við Há- skólann í Reykjavík. Heyrnarlausir eiga að geta valið sér skóla eins og aðrir.“ Þá bendir Heidís á að ekki kunni allir í stór- fjölskyldum heyrnar lausra táknmál og því spili túlkar stórt hlutverk þegar kem- ur að því að heyrnarlausir geti ræktað fjölskyldutengslin. „Frá árinu 1988 hafa verið stofnaðar níu nefndir um málefni heyrnarlausra en það hefur ekkert kom- ist til framkvæmda. Ekkert.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Hver er Heiðdís Dögg Eiríksdóttir? Aldur: 34 Maki: Arnar Ægisson Börn: Aníta Dís 9 ára, Ægir Ísak 6 ára og Elías Dagur: 3 ára og hundur að nafni Gutti Krútt Menntun: Hjúkrunar- fræðingur Starf: Formaður Fé- lags heyrnarlausra og hjúkrunarfræðingur hjá Rjóðri Áhugamál: Skíði, ferða- lög, sveitin, bókalestur, matseld og spil í góðra vina hópi. við erum 15 Helgin 24.—26. október 2014 Bættu við avókadó fyrir aðeins m.v. 6 tommu bát 100 kr. Elskaðu avókadó – NÝTT Á SUBWAY – AVÓKADÓ 6” bátur 100 kr. / 12” bátur 200 kr. NÝTT – GRÆNA BYLTINGIN –
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.