Fréttatíminn - 24.10.2014, Page 20
misjafnar. Þegar við gerðum Hafið
gekk mikið á. Það brann frystihús
sem við vorum að vinna í og margir
erfiðir hlutir áttu sér stað. Eftir svo
leiðis mynd þá líður manni eins og
maður hafi elst um 15 ár á stuttum
tíma, en svo líður það hjá.“
Hugsarðu þá um hvort þetta
sé þess virði? „Nei manni þykir
eiginlega bara meira vænt um
myndirnar frekar. En stundum í
miðjum tökum, um miðja nótt og
ekkert gengur upp, ein í yfirgefinni
flugstöð við tölvuna, að vinna þá
læðist að manni hugsunin: „Hvað er
maður að gera hérna?““
Þú ert væntanlega komin með
gott úthald? „Maður er að gera það
sem manni finnst skemmtilegt,“
segir Agnes. „þá getur maður búið
sér til auka úthald.“
Getum gert gott sjónvarpsefni
RVK Studios er fyrirtæki sem aðal
lega heldur utan um framleiðslu
á verkefnum Baltasar Kormáks.
Sem eru orðin mjög umsvifamikil
á síðustu árum og það sem er hvað
fyrirferðarmest um þessar mundir
er sjónvarpsserían Ófærð sem er í
undirbúningi. Þó eru mörg önnur
verkefni sem eru á borðum þeirra
sem þar vinna.
„RVK Studios er nafn sem fólk á
eftir að venjast og kynnast,“ segir
Agnes. „Það sem gerðist árið 2012
var það að Baltasar var búinn að
vera mikið erlendis og er enn. Hann
langaði að útvíkka aðeins framleiðsl
una hér heima og gera meira sjón
varp,“ segir Agnes. „Einnig eru mik
il tækifæri í því að fá erlend verkefni
hingað heim í gegnum hann og þá
er nauðsynlegt að hafa gott fyriræki
sem getur annað slíkum verkefn
um,“ segir Agnes. Hjá RVK Studios
vinna reynsluboltar í sjónvarps
framleiðslu eins og þeir Magnús
Viðar, sem lengi var hjá Sagafilm,
og Sigurjón Kjartansson, sem hefur
umsjón með hand ritaþróun. „Svo
erum við með eftirvinnslufyrirtækið
RVX sem vinna mikið fyrir erlenda
aðila og í okkar framleiðslu,“ segir
Agnes. „Markmið Baltasars er að
geta unnið meira heima.“
Er ekki líka kominn tími á gott
og betra sjónvarpsefni frá Íslandi?
„Það er búin að vera jákvæð þróun
og það er gaman að fylgjast með
hinum Norðurlandaþjóðunum.
Danir hafa verið frumkvöðlarnir
í þessu og þeir tóku upp ótrúlega
flotta stefnu fyrir 30 árum síðan.
Þeir byggðu þennan iðnað upp frá
grunni og það er eitthvað sem við
ættum að horfa til,“ segir Agnes.
„Norðmenn eru líka að koma sterk
ir inn og Svíar hafa sína reynslu.“
Sérðu fyrir þér að þetta geti gerst
hér? „Já við erum undir áhrifum
af þessu og ég tel okkur geta gert
þetta,“ segir Agnes.
Auglýsi eftir skýrari stefnu
Þessa dagana er Agnes að vinna að
nýjustu kvikmynd Dags Kára, sem
nefnist Fúsi, og er áætlað að frum
sýna hana í febrúar á næsta ári.
„Það er alveg ótrúlega skemmti
legt verkefni og við erum að
leggja lokahönd á eftirvinnsluna.
Svo erum við að vonast eftir því
að komast í tökur á nýrri mynd
eftir Börk Sigþórsson, sem er hans
fyrsta mynd í fullri lengd. Svo það
er margt í gangi.
Kvikmyndagerð er frumkvöðla
umhverfi. Það eru allir samstíga
í því að láta hlutina gerast. Það er
frábært að sjá alla þróun sem hefur
átt sér stað á öllum sviðum geirans.
Það hefur hjálpað okkur mikið
að læra af þeim fjölda erlendra
verkefna sem hafa verið unnin hér.
Útlendingum finnst stórkostlegt að
vinna í þessu frjálslega umhverfi
sem við höfum náð að skapa hér,“
segir Agnes.
Það hlýtur samt að vera erfitt
þegar yfirvöld þrengja að fjárhags
legu umhverfi kvikmyndagerðar
eins og hefur verið gert?
„Við erum ekkert öll sammála
um þetta. Það eru ákveðnar fjár
hæðir í boði og mér finnst við þurfa
að passa frekar upp á að nýta þá
fjármuni ótrúlega vel. Það er ekki
bara hægt að stækka bransann og
allir ætlist til sömu hluta,“ segir
Agnes. „Ég auglýsi frekar eftir
skýrari stefnu í þessum málum og
skynsamlegri nýtingu fjármuna.
Ég held að stjórnvöldum sé alveg
ljóst að þessi iðnaður skilur eftir
peninga í kassanum. Það þarf að
búa til ramma. Það reynir á okkur
öll, hvort sem við erum að vinna
við þetta daglega eða þá sem stýra
kvikmyndasjóði. Það geta allir í
samfélaginu notað meiri peninga.
Mikilvægast er að standa við gerða
samninga,“ segir Agnes Johansen.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Kvikmyndagerð er frumkvöðlaumhverfi, segir Agnes Johansen.
Helgin 24.—26. október 2014