Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.10.2014, Side 34

Fréttatíminn - 24.10.2014, Side 34
S tefán Máni er hættur að velta fyrir sér ódæðis-mönnum og farinn að skrifa um bresti mannsins, en þó á sinn dökka hátt. Hann viðurkennir að hann sé að prófa nýja hluti í sinni fjórtándu bók sem var að koma út. „Já, sem betur fer, annars væri ég ekki svona kátur,“ segir Stefán á meðan hann hellir upp á kaffi á heimili sínu í vesturbæ Reykjavík- ur. „Þetta er ákveðin endurfæðing, ég var kominn á ákveðna endastöð. Bæði með útgefanda mínum og karakternum Herði Grímssyni sem hefur verið í síðustu bókum. Mér fannst ég vera að stefna í stöðnun. Ég ætla þó að reka enda- hnútinn á Hörð einhvern tímann en ekki núna og vildi gera eitthvað nýtt og hressandi.“ Grátköst og hormónasveiflur „Það er nýr tónn. Aðalpersónan er venjulegur heimilisfaðir og mun minna ofbeldi og spennan og ógnin er meira í höfðinu á persónunum þó ég vilji ekki segja of mikið,“ segir Stefán. „Þetta er sálfræðitryllir. Ég er meira inni í hausnum á þessum venjulega manni. Bakgrunnurinn er hrunið og bókin fjallar um hrun, hrun gilda og hrun einstaklingsins og hans fjölskyldu. Grunnstefið er svik, leyndarmál og lygar.“ Þekkirðu þennan mann sem þú skrifar um? „Já og nei, yfirleitt eru persónur samsull af nokkrum. Maður heyrir þessar sögur úti um allt,“ segir Stefán. „Ég er dálítið að skrifa um nútíma karlmanninn, um krísuna, karlmennskuna. Hann reynir að halda á lofti leik- riti sem gengur ekki upp.“ Er erfitt í svona persónusköpun að hafa enga fyrir- mynd? „Að skrifa sögur er stór- furðulegt ferli. Þegar ég er að tala um bók sem er að koma út, er ég búinn að stein- gleyma kveikj- unni að sögunni. Ég er oft með sterkar fyrir- myndir en svo gef ég þeim nafn svo á endanum verður hann að sjálfum sér og fyrirmyndin er gleymd. Þessi kar- akter, Kristó fer Sveinbjörnsson, er alveg sjálfstæður í hausnum á mér og engum líkur finnst mér. Fólk þekkir hann samt.“ Hvað er ferlið langt hjá þér, hvað ertu lengi að skrifa svona bók? „Ég er orðinn svo sjóaður, ég var alltaf í svona tvö ár að þessu en í dag geri ég ekkert annað og ferlið er meðganga, um það bil 9 mán- uðir, en þá er búinn að fara fram getnaður og alls- konar grátköst og hormóna- sveiflur,“ segir Stefán. „Þegar ég er að skrifa bók, þá er ég langt kominn með drög að næstu, er að punkta hjá mér persónur og atburðarás.“ Þarf ekki rit- höfundur að beita sig miklum aga þegar hann starfar bara við skriftir, er ekki auðvelt að fara bara að gera annað? „Ég er oft spurður að þessu, og í rauninni skil ég ekki alveg spurninguna því mér finnst þetta svo gaman. Ég þarf til dæmis að beita mig miklu meira aga til þess að fara út að hlaupa,“ segir Stefán. Vantar góða vinnu Kvikmyndin Svartur á leik var gerð eftir samnefndri sögu Stefáns og fékk hún frábærar viðtökur. Hann segir skrifin sín hafa breyst eftir að hafa séð söguna á hvíta tjaldinu. „Ég er ekki farinn að skrifa með kvikmyndir í huga en ég skrifa samt öðruvísi,“ segir Stefán. „Ég tel til dæmis að Litlu dauðarnir sé kannski ekkert svo hentug fyrir kvikmyndahandrit en það sem ég hef lært er að skilja á milli þess sem skiptir máli og þess sem er óþarfi. Það finnst mér hressandi, því ég átti það til að lengja málið. Lesandinn var löngu búinn að fatta það sem var í gangi. Þessi bók er mun styttri en síðustu bækur og ég ætla að halda mig við það. Ég er orðinn afhuga doðrantinum. Þó það sé gaman að gefa slíka bók út.“ Hefur það einhvern tímann hvarflað að þér að skipta algerlega um gír? Skrifa bara um eitthvað allt annað en þú ert vanur? „Ég held að það sé nauðsyn- legt að skipta stundum um gír. Það líður varla sá dagur án þess að ég hugsi um að hætta þessu bara. Þetta er svo mikið strögl, eins og þetta er gaman. Eina sem mig vantar er bara góð vinna,“ segir Stefán. „En fyrir utan það þá er það sem ég óttast mest er að Ég óttast mest að staðna Rithöfundurinn Stefán Máni hefur verið einn afkastamesti rithöfundur þjóðarinnar um árabil. Bækurnar eru orðnar 13 og flestar hafa þær notið mikilla vinsælda. Í vikunni kom út 14. skáldsaga Stefáns sem nefnist Litlu dauðarnir, og segir hann kveða við nýjan tón í sögunni. Litlu dauðarnir er 14. skáldsaga Stefáns Mána. Hann flutti sig nýverið um set frá Forlaginu og gefur nú út hjá Sögum. Í bókinni kveður við nýjan tón og lög- reglumaðurinn Hörður Grímsson er hvergi nærri. Ljósmynd/Hari staðna. Ég hræðist það mjög að skrifa sömu bókina tvisvar, eða jafnvel þrisvar. Þá vil ég frekar skrifa barnabók eða ástarsögu, hvað sem er. Reyndar er ég að skrifa fyrir unglinga í hjáverkum. Ég gaf út unglingabók fyrir tveim- ur árum og ætla að gefa út fram- hald af henni á næsta ári sem mér finnst mjög gaman. Það er gaman að skrifa fyrir unglinga.“ En er það ekki erfitt í ljósi þess að umræðan snýst mikið um það að unglingar lesi ekki? „Ég er búinn að safna í kringum mig lítilli klíku unglinga sem lesa fyrir mig handritin. Það er gaman að kynnast unglingum og það er mjög efnileg kynslóð í gangi.“ Firring hjá Forlaginu Stefán Máni flutti sig um set á árinu og er nú hjá bókaforlaginu Sögum, eftir að hafa verið hjá Forlaginu í átta ár. Hann segir það hafa verið nauðsynlegt í ljósi þess að honum fannst ákveðinn neista vanta hjá fyrri útgefanda sínum. „Þetta var hárréttur tímapunkt- ur hjá mér. Upphaflega var ég hjá Máli og menningu sem varð að Eddu í kringum aldamótin og mér leið ekki vel þar. Það var bákn og ákveðin firring sem mér fannst ég vera týndur í. Þetta var orðið of stórt,“ segir Stefán. „Þaðan fór ég til Forlagsins sem voru mjög hressandi skipti. Þá var Forlagið lítið fjölskyldufyrirtæki þar sem allir snéru bökum saman. Það gekk mjög vel en svo kaupir For- lagið Edduna og þá var þetta aftur orðið of stórt. Of margir höfundar og ákveðin firring í gangi.“ Hvað meinarðu þegar þú segir firring? „Firringin er þegar þú veist ekk- ert hver er að sjá um þig og veist ekki við hvern þú átt að tala. Mjög Kafkaísk tilfinning,“ segir Stefán. „Mikil fjarlægð á milli fólks. Sögur er svona lítið forlag þar sem allir skipta máli. Náin og góð sam- skipti. Mikill samhugur og mikið fjör. Það er skapandi starf og útgáfa á að vera það líka.“ Bókmenntaþjóð ofmetið hugtak Hvernig leggst jólaharkið í þig sem er framundan. Þessi sturlun sem fer fram síðustu mánuðina fyrir jól? „Þetta er mjög óeðlilegt ferli. Bækurnar koma út á tveimur mán- uðum, 80% þeirra sem kaupa bók eru ekki að kaupa bók sem þeir ætla að lesa heldur ætla þeir að gefa hana,“ segir Stefán. „Sú litla sala sem er á öðrum tímum ársins er miklu betri púls á því sem fólk ætlar að lesa. Þetta er sérstakt landslag en dreifingin er alltof lítil. Það eru einhverjar 2-3 bækur sem stinga af og þá fara stóru kúnnarn- ir, sem í dag eru matvöruverslanir, að keppast um viðskiptavinina. Þeir geta leyft sér að borga með þessum bókum sem þýðir það að þessar 3 bækur verða ódýrastar og stinga enn meira af og skilja hinar eftir í rykinu. Þetta er mjög erfitt við að eiga, en þetta er mikil vertíð og mikið fjör og mikil læti en ég mundi vilja sjá dreifðari bóksölu. Ég hef verið mjög hepp- inn og gengið vel undanfarin 10 ár. Þó finnst mér við ofmeta okkur mikið þegar við tölum um okkur sem bókmenntaþjóð,“ segir Stefán Máni. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Bækur Stefáns Mána 1996 - Dyrnar á Svörtufjöllum 1999 - Myrkravél 2001 - Hótel Kalifornía 2002 - Ísrael: Saga af manni 2004 - Svartur á leik 2005 - Túristi 2006 - Skipið 2008 - Ódáðahraun 2009 - Hyldýpi 2011 - Feigð 2012 - Húsið 2013 - Úlfshjarta 2013 - Grimmd 2014 - Litlu dauðarnir 34 viðtal Helgin 24.—26. október 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.