Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.10.2014, Síða 35

Fréttatíminn - 24.10.2014, Síða 35
 HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400 Opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13 -18 afmælisafsláttur af öllum vörum frá habitat í október af baðvörum frá habitat aðeins þessa helgi! Parnasse testellið hannað af sir terence conran, stofnanda habitat, í tilefni af 50 ára afmælinu nÝtt! SÍÐAN 1964 thierry marx eldhúslínan hönnuð í tilefni af 50 ára afmælinu skoðaðu nýja vörulistann Á HaBitat.is F ólk þráir betri vinnubrögð og þyrstir í bætta stjórnunar-hætti. Þjónandi forysta er svar við því ákalli,“ segir Sigrún Gunnarsdóttir, dósent á viðskipta- sviði Háskólans á Bifröst og á Þekk- ingarsetri um þjónandi forystu. Hún segir að hér á landi ríki víða gömul hugmyndafræði um atvinnu- markaðinn sem við höfum orðið samdauna, eins og að safna valdi á fáar hendur, sýna ekki samfélags- lega ábyrgð, leggja ekki áherslu á siðfræði, að tileinka sér ekki fag- lega starfshætti og að huga ekki að hugmyndum og hagsmunum ann- arra. Þessir stjórnunarhættir voru farnir að flæða út um allt atvinnu- lífið, bæði í opinbera geiranum og á almennum vinnumarkaði að sögn Sigrúnar „Þetta hefur gert það að verkum að víða líður fólki illa í vinnunni. Niðurstöður kannana sem hafa ver- ið gerðar á líðan fólks í vinnu sýna aukningu á streitu, starfsóöryggi og kulnun á íslenskum vinnumark- aði. Kannanir sýna að auki að fjórði hver starfsmaður ríkisins hefur orðið vitni að einelti á vinnustað og tíundi hver hefur orðið fyrir einelti á vinnustað. Á síðustu öld varð til þessi landlægi misskilningur að það væri góð stjórnun að skipa fólki fyrir. Þjónandi forysta er and- stæðan við það og rannsóknir sýna að hún stuðlar að vellíðan fólks í starfi,“ segir Sigrún. Hún segir það hafa komið skýrt fram eftir hrun að breytinga væri þörf og að í rann- sóknarskýrslu Alþingis megi finna ákall eftir bættum stjórnunar- og samskiptaháttum. Þjónandi forysta byggir á því að bæði stjórnendur og starfsmenn til- einki sér viðhorf og framkomu sem byggir á einlægum áhuga á hug- myndum og hagsmunum annarra. Inn í þetta fléttast sameiginleg sýn og hugsjón og ábyrgð. Til þess að það gangi þurfa stjórnendur og starfsmenn að starfa saman. „Þetta er gömul hugmyndafræði. Robert Greenleaf setti hana fram sem svar við leiðtogakrísunni í Bandaríkj- unum í kringum 1970. Hans hug- mynd var að stofnanir samfélagsins sameinuðust um sameiginlegan og mikilvægan draum. Þjónandi forysta leggur áherslu á langtíma- árangur ólíkt skammtímamarkmið- um gömlu hugmyndafræðinnar,“ segir Sigrún. Hugmyndafræði og hagnýting þjónandi forystu leggur áherslu á samstarf og jafningjabrag stjórnenda og starfsmanna. Þjónandi leiðtogi gengur í öll störf eftir þörfum og dæmi um slík- an stjórnanda er athafnamaðurinn Richard Branson. „Hann er þjón- andi leiðtogi sem tekur verkefnin sín alvarlega og leggur áherslu á samfélagslega ábyrgð. Hins vegar tekur hann sjálfan sig ekki of hátíð- lega. Hann hlustar á sína viðskipta- vini og talar við þá, m.a. þegar hann flýgur með flugfélagi sínu,“ segir Sigurður Ragnarsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs Háskólans á Bifröst. Þá hefur það færst í vöxt að þjón- andi forysta sé kennd í íslenskum háskólum. „Á Bifröst er þjónandi forysta kennd bæði í grunnnámi og meistaranámi í samstarfi við Þekk- ingarsetrið. Við vorum að byrja með nýja línu í meistaranáminu sem heitir Forysta og stjórnun. Námið hefur slegið í gegn og 85 nemendur hófu nám í haust en þjónandi forysta er ein meginstoðin í náminu,“ segir Sigurður. Þekkingarsetrið og Háskólinn á Bifröst standa fyrir ráðstefnu, þann 31. október, þar sem fjallað verður um samskipti og samfélagslega ábyrgð í þjónandi forystu. Fjöldi fyrirlesara hvaðanæva úr atvinnulíf- inu halda þá erindi um sína reynslu. Ráðstefnan markar upphaf formlegs samstarfs Bifrastar og Þekkingarsetursins um kennslu og rannsóknir í þjónandi for- ystu,“ segir Sigurður. Hann segir markmiðið með samstarfinu vera þekkingarleit og miðlun þekk- ingar. „Við viljum afla þekkingar og miðla henni áfram og vera þannig jákvætt afl í samfélaginu. Við á við- skiptasviði lítum svo á að þjónandi forysta verði ein af okkar megin- stoðum.“ Þau segja að allir vinnustaðir geti tileinkað sér hugmyndafræði þjón- andi forystu og finna fyrir auknum áhuga fólks á því að læra betri stjór- nunarhætti. „Á ráðstefnunni verður sérstök áhersla lögð á rannsóknir á þjónandi forystu en rannsóknir hafa sýnt að starfsmenn eru ánægð- ari undir þjónandi forystu. „Sprota- fyrirtæki og frumkvöðlafyrirtæki hér á Íslandi eru að nota þessar hugmyndir í sínum mannauðsmál- um og við vitum að það hefur gefið góðan árangur,“ segir Sigrún. Unnið í samstarfi við Þekkingarsetur um þjónandi forystu og Háskólann á Bifröst Þörf á bættum stjórnunarháttum - er þjónandi forysta svarið? Rannsóknir hafa sýnt að starfsmenn eru ánægðari undir þjónandi forystu, að sögn Sigrúnar Gunnarsdóttur og Sigurðar Ragnarssonar. hönnun 35 Helgin 24.—26. október 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.