Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.12.2014, Side 2

Fréttatíminn - 30.12.2014, Side 2
Betri líðan í hálsi, herðum og baki undir leiðsögn sjúkraþjálfara Skráning á www.bakleikfimi.is og í síma 897 2896 Hádegis- og eftirmiðdagstímar í Grensáslaug, Grensásvegi 62. Með sambaívafi í Heilsuborg, Faxafeni 14 Hefst 3. september Bakleikfimi Hefst 7. janúar  LýðheiLsa Munur á köLduM svæðuM og jarðhitasvæðuM Há tíðni krabbameins á jarðhitasvæðum t íðni krabbameina er meiri á hitaveitusvæðum landsins en köldum svæðum þess. Þessar niðurstöður koma fram í nýjum rannsóknum sem eru hluti af doktorsverkefni Aðalbjargar Krist- björnsdóttur í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. Rannsóknirnar eru framhald af meistaraverkefni Aðal- bjargar frá árinu 2012 en þá voru íbúar háhitasvæða bornir saman við íbúa kaldra svæða og volgra svæða, eða þar sem hitaveita er til staðar. 59% áhætta á brjóstakrabba „Í fyrstu rannsókninni frá árinu 2012 var ég að skoða tíðni krabba- meina á háhitasvæðum og voru íbú- ar Mývatnssveitar og Hveragerðis útsettur hópur. Sú rannsókn sýndi að það er 22% aukin áhætta á að fá öll krabbamein, 59 prósent að fá brjóstakrabbamein, tæplega þreföld áhætta að fá briskirtilskrabbamein og 59 prósent að fá eitilkrabbamein hjá íbúum þessara svæða í saman- burði við köld svæði. Eftir þessar niðurstöður ákváðum við að halda áfram með rannsóknina og teygja okkur meira inn á svokölluð volg svæði,“ segir Aðalbjörg. 15% aukin hætta á krabba- meini á hitaveitusvæðum „Í rannsókn tvö veljum við útsettu svæðin út úr volgum svæðum og þurfa þau að uppfylla það að vera á yngsta berggrunninum og hafa haft hitaveitur síðan fyrir 1972. Útsettu svæði sem voru í fyrstu rannsókn- inni eru ekki tekin með en köldu svæðin eru þau sömu,“ segir Aðal- björg. „Í þessari rannsókn kom í ljós að krabbameinstíðni er einnig há, 15% aukin áhætta á að fá öll krabba- mein, 40% fyrir brjóstakrabbamein, 61% fyrir blöðruhálskirtilskrabba- mein, 64% fyrir nýrnakrabbamein og 46 prósent fyrir eitilkrabbamein á þessum volgu svæðum í saman- burði við köld svæði. Þarna var úr- tektarhópurinn okkar orðinn stærri og styrkur rannsóknarinnar því meiri og því hægt að fullyrða með enn meiri vissu að þessi áhætta er til staðar,“ segir Aðalbjörg. Hærri dánartíðni á háhita- svæðum og hitaveitusvæðum „Í nýjustu rannsókninni skoðum við dánarmein frá 1981 – 2009. Þá not- um við útsettu svæðin úr fyrri rann- sóknum saman, þ.e. háhitasvæðin og hitaveitusvæðin og berum þau saman við köld svæði,“ segir Aðal- björg. Helstu niðurstöður þessarar nýjustu rannsóknar sýna að öflug krabbamein eru algengari á þess- um svæðum í samanburði við köld svæði. „Það eru 53% meiri líkur að deyja vegna brjóstakrabbameins, 74% vegna blöðruhálskirtilskrabba- meins, 78% vegna nýrnakrabba- meins og rúmlega tvöföld áhætta að deyja vegna non-Hodgkin´s lymp- homa (eitilæxli) í samanburði við köld svæði. Þessar tölur staðfesta fyrri nýgengisrannsóknir okkar, en það sem kom okkur sérstaklega á óvart var að líkur á deyja vegna inflúensu rúmlega þrefaldast hjá íbúum á þessara svæða og líkur á sjálfsvígum allt að tvöfaldast. Þetta er eitthvað sem við vorum ekki að skoða sérstaklega og er efni í aðra rannsókn.“ Ekki vitað hvað veldur Aðalbjörg segir niðurstöðurnar ekki gefa neina ástæðu til ótta og að þær séu einungis vísbendingar. Hún segir ekki hægt að vita hvað það sé sem veldur þessari auknu tíðni krabbameina á þessum svæð- um en það sé viðfangsefni komandi rannsókna. Grein Aðalbjargar „Cancer mortality and other causes of death in users of geothermal hot water“ hefur nú verið birt í ritinu Acta On- cologica og er hægt að lesa hana á netinu. Aðalbjörg mun sjálf kynna niðurstöður sínar á 17. ráðstefnu heilbrigðisvísindasviðs í líf- og heil- brigðisvísindum sem fer fram á Há- skólatorgi 5.-6. janúar 2015. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Fólk sem býr á jarðhitasvæðum og svæðum þar sem notast hefur verið við hitaveitu síðan fyrir 1972 er líklegra en aðrir til að fá ákveðnar tegundir krabbameina og deyja vegna þeirra. Það eru 53% meiri líkur að deyja vegna brjóstakrabbameins, 74% vegna blöðruháls- kirtilskrabbameins, 78% vegna nýrnakrabbameins og rúmlega tvöföld áhætta að deyja vegna non-Hodgkiń s lymphoma (eitilæxli) á heitum svæðum í samanburði við köld svæði. Í rannsókninni var landinu skipt niður eftir aldri hitaveitna og eftir aldri berggrunns- ins á háhitasvæði, volg svæði og köld svæði með því markmiði að athuga hvort notkun á vatni á jarðhitasvæðum yki líkur á krabbameini. Rannsóknin tók til hátt í 75 þúsund einstaklinga á aldrinum 5-64 ára úr manntali sem tekið var 1981. Þeim var svo fylgt eftir í Krabbameinsskrá og Þjóðskrá til ársins 2010. Aðalbjörg Kristbjörnsdóttir, doktors- nemi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. „Það er ekki mikið að frétta,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Lækna- félags Íslands, aðspurður um stöðu mála í læknaverkfallinu. „Ég skil ekki alveg þennan þrýsting á að semja þessa tvo daga fyrir áramót. Það er mér miklu mikilvægara að ná þannig samningi að mínir félagsmenn muni síðan samþykkja hann, heldur en að flýta ferlinu svona núna.“ „Þetta er búið að taka svo langan tíma að það er miklu mikilvægara að vanda verkið og þetta er auð- vitað flókið verk. En ég skil ekki þessa pressu akkúrat núna. Það er miklu betra að fá ásættanlega lausn heldur en lélega lausn sem félags- menn munu svo hafna. Við höfum nokkra daga til að semja núna áður en næstu aðgerðir hefjast,“ segi Þor- björn en bendir jafnframt á að mestu máli skipta að leysa vandamálið til frambúðar. „Samningurinn verður að vera þannig að við teljum að læknar sem eru búsettir er- lendis og nýkomnir úr námi, vilji koma heim og vinna hér. Það er stóra vandamálið sem verður allt- af verra og verra eftir því sem árin líða. Þetta er auðvitað margþætt mál en stærsti hluti þess er hvernig hægt er að laga þennan landflótta. Og til þess þarf góða samninga.“ Samningaviðræður stóðu yfir þegar Frétta- tíminn náði tali af Þor- birni. Takist ekki að semja fyrir 5. janúar munu verk- fallsaðgerðir hefjast aftur og þá verða skurðaðgerðir einungis framkvæmdar á föstu- dögum. -hh  LæknaverkfaLL Þrýst á Lausn Verðum að leysa vandann til frambúðar Þorbjörn Jónsson Tíðablæðingar og náttúruhamfarir Ýmislegt fróðlegt verður á 17. ráðstefnunni í líf- og heilbrigðisvísindum sem verður hal- din á Háskólatorgi dagana 5. og 6. janúar 2015. Á dagskrá eru 160 erindi í 40 mál- stofum og 130 veggspjaldakynningar sem ná yfir öll fræðasvið líf- og heilbrigðisvísin- da. Til marks um fjölbreytnina þá spanna umfjöllunarefnin allt frá rannsóknum á dýrum og frumum til lífsgæða og velferðar á ólíkum æviskeiðum. Sérstök áhersla er lögð á að málstofur séu eins þverfræði- legar og unnt er til þess að tengja saman vísindafólk úr mismunandi áttum. Þá verður efnt til opins fræðslufundar fyrir almenning þar sem heilsa tengd nát- túruhamförum á Íslandi og tíðablæðingar verða í brennidepli. Róbert og Hjálmar viðskiptamenn ársins Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði, er maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2014, að mati Frjálsrar verslunar. Hann hefur fjárfest fyrir á fjórða milljarð á Siglufirði, annars vegar í líftækni en hins vegar í ferðaþjónustu. Róbert bygg ir nýja líf tækni verk smiðju á Siglufirði, auk þess sem hann hef ur keypt gömlu SR-mjöls verk smiðjurn ar þar í bæ und ir þá starf semi. Hann opn ar nýtt hót el á kom andi sumri við smá báta höfn ina og rek ur þegar tvo veit ingastaði við hafn ar- bakk ann í göml um hús um. Þá varð Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Datamarket, sem nýverið var selt Qlik í Bandaríkjunum, fyrir valinu sem viðskipta- maður ársins hjá Markaðnum, viðskipta- blaði Fréttablaðsins og. Fréttatíminn kemur ekki út næstkomandi föstudag, 2. janúar. Fyrsta blað nýs árs kemur út föstudaginn 9. janúar. Gleðilegt ár. Keppast við sorphirðu Sorphirða Reykjavíkurborgar hefur keppst við að hreinsa sorp í þeim hverfum sem ekki náðist að klára fyrir jól. Starfsfólk sorphirðunnar vinnur við erfiðar aðstæður því færð er víða þung vegna hálku og klakaruðninga. Fólk er beðið um að sjá til þess að aðgengi að sorpílátum sé sem allra best þannig að sorphirða gangi eins vel og mögulegt er. Gert var ráð fyrir að sorp- hreinsun í Árbæjarhverfi, Úlfarsárdal og Kjalarnesi kláraðist í gær eða fyrir hádegi í dag. Í dag, þriðjudag, og á gamlársdag verður hreinsað frá heimilum í Grafarvogi. Þó er ekki öruggt að hreinsun í Grafarvogi náist fullkomlega fyrir áramótin. Ef sorphirða gengur greiðlega fyrir sig verður reynt að fara í Vesturbæinn og miðborgina fyrir áramót en samkvæmt upplýsingum frá sorphirðunni verður það bónus ef sorphreinsunarfólk nær þangað þar sem enn er verið að vinna upp tapaðan tíma frá því fyrir jól. 2 fréttir Áramótin 30. desember 2014–1. janúar 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.