Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.12.2014, Qupperneq 6

Fréttatíminn - 30.12.2014, Qupperneq 6
É g hef verið að teikna og hanna fyrir Google síðan árið 2006. Allt frá brosköllum sem hreyfast yfir í kort og táknmyndir,“ segir Kári Gunnarsson, hreyfimyndasmiður og listrænn stjórnandi hjá Google. Kári hefur unnið sem sjálfstætt starfandi teiknari frá því hann útskrifaðist úr námi í hreyfimyndagerð í Danmörku fyrir rúmlega tíu árum. Auk Google eru 20th Century Fox, Nasa, Warner Bros og Disney meðal viðskiptavina hans. Yfir hundrað tákn og fleiri á leiðinni „Stærsta verkefnið mitt hjá Google til þessa er fyrir Google Hangouts,“ segir Kári, en það er samskiptaforrit sem hægt er að nota fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. „Þar er ég er aðal- lega að hanna myndir sem hreyfast, eða svokallað „animated emoticons“,“ segir Kári og nefnir dæmi. „Þegar fólk skrifar LOL þá birtist persóna upp úr glugganum og fer að hlæja. Eða þá að þú skrifar Happy Birthday og þá birtist kaka á skjánum. Þú kemst svo smám saman að því hvaða orð þú getur notað til að láta þetta birtast. Þar að auki hef ég gert svokallaða Stickers, eða límmiða, fyrir Hangout. Þeim er hægt er að hlaða niður í Appstore í iTunes. Þetta er svipað og Facebook er að gera með messenger, þá getur þú sent mynd með skilaboðunum sem eiga að lýsa ákveðinni hugmynd eða tilfinningu,“ segir Kári en þessar nýjustu myndir hans komu á netið núna í desember. „Verkefnið fyrir Hangout varð það stórt að ég þurfti líka að ráða fjóra teiknara til mín til viðbótar og nú erum við búin með yfir hundrað tákn og það eru fleiri á leiðinni, segir Kári en það eru Hall- dór Baldursson, Lilja Hlín Pétursdóttir, Sigmundur Þorgeirsson og Peter Obel sem hafa unnið að verkefninu með honum. Býr til hluti sem milljónir manna nota Googel Hangout forritið keppir við Facebook og Skype og hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur. „Það eru svo margir sem nota þetta til að hittast á vídeó-ráðstefnum,“ segir Kári en eitt verkefna hans var að teikna hárkollu á Conan O’Brian. „Hluti af því sem hægt er að gera þegar fólk hittist á Hangout er að setja filtera á myndina og bæta á sig teiknuðum aukahlutum eins og gleraugum, fötum eða öðruvísi hári, sem fylgja þér í vídeóinu. Í tengslum við þetta var ég beðinn um að teikna hárkollu sérstaklega á Conan O’Brian fyrir vídeó-ráðstefnu sem haldin var í beinni útsendingu. Það var frekar fyndið verkefni,“ segir Kári sem er mjög sáttur við að vinna hjá Google. „Þeir hjá Google eru góðir vinnuveit- endur og ég er sérstaklega ánægður með hversu frjálsar hendur ég fæ við vinnuna. Það er í raun ótrúlega til- finning að sitja heima og teikna og hanna og vita að næsta dag munu millj- ónir manna að nota þessar myndir á netinu.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is DORMA Holtagörðum, Reykjavík ✆ 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri ✆ 558 1100 Húsgagnahöllinni, Reykjavík ✆ 558 1100 ÚTSALAN Í FULLUM GANGI DORMA Stærð: 120x200 cm / 140x200 160x200 cm / 180x200 cm. Dýna, botn og lappir. NATURES COMFORT – heilsurúm Comfort 160x200 cm ÚTSÖLUVERÐ 97.435 VERÐ ÁÐUR 149.900 Comfort 120x200 cm ÚTSÖLUVERÐ 77.935 VERÐ ÁÐUR 119.900 Comfort 140x200 cm ÚTSÖLUVERÐ 90.285 VERÐ ÁÐUR 138.900 IBIZA sófi Stærð: 286x198 cm. H: 86 cm. Slitsterkt dökkgrátt áklæði. Tunga getur verið beggja vegna. IBIZA U-SÓFI ÚTSÖLUVERÐ 178.320 VERÐ ÁÐUR 229.900 AFTON hægindastóll með skemli, svartur EASY hægindastóll með skemli EASY hægindastóll ÚTSÖLUVERÐ 54.900 VERÐ ÁÐUR 89.900 AFTON hægindastóll ÚTSÖLUVERÐ 49.950 VERÐ ÁÐUR 99.900 60%, 600 gr. Stærð: 135x200 cm. QUILTS OF DENMARK dúnsæng QOD dúnsæng ÚTSÖLUVERÐ 14.900 VERÐ ÁÐUR 19.900 AFSLÁTTUR 20-50% AF ÖLLUM VÖRUM - lægra verð 20% AFSLÁTT UR Lyfjaauglýsing Allar stærðir og styrkleikar Gildir til 31. Janúar  Stjórnmál Sigrún magnúSdóttir orðuð við ráðherraembætti Óvissa um nýjan ráðherra „Ég er alveg róleg og við sjáum bara hvað verður,“ segir Sigrún Magnús- dóttir, þingflokksformaður Fram- sóknarflokksins, sem í fjölmiðlum undanfarna daga hefur verið orðuð við ráðherraembætti flokksins til að taka við umhverfis- og auðlindar- áðuneyti. Sigrún neitar að tjá sig um hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknarflokks- ins, hafi rætt við hana um málið. Morgunblaðið fjallaði fyrst fjöl- miðla um málið og nefndi þar Sig- rúnu sérstaklega. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmund- ar Davíðs, segir ekkert ákveðið í þessum efnum. „Ef eitthvað svona lagað gerist verður það ekki gefið út fyrr en fundurinn er haldinn,“ segir Jóhannes en breytingar á ríkisstjórn eru gerðar á ríkisráðs- fundum ríkisstjórnarinnar með for- seta Íslands en venju samkvæmt er ríkisráðsfundur á gamlársdag. Sigrún bendir hins vegar á að í um- ræðunni nú hafi aldrei verið talað sérstaklega um ríkisráðsfundinn á gamlársdag. „Það var boðað til sér- staks ríkisráðsfundar nú fyrr í des- ember þegar Ólöf Nordal tók við. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að ef nýr ráðherra kemur inn að það verði gert þegar þing kemur saman að nýju þann 20. janúar. En þetta er alfarið í höndum Sigmundar,“ segir Sigrún. Jóhannes vill ekkert gefa upp hvort Sigrún sé líklegri kandídat en aðrir og er afar leyndardómsfullur. „Það eru ýmsir kallaðir þegar svona embætti eru uppi, ef þau eru þá yfir- leitt uppi,“ segir hann. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  netið hreyfanlegir broSkallar, kort og táknmyndir Íslendingur hannar fyrir Google Það verður sífellt algengara að fólk noti myndir frekar en orð til að tjá sig í skilaboðum á netinu. Allskyns tákn og hreyfimyndir eru í boði hjá samskiptaforritum auk þess sem notendum býðst að kaupa og hlaða aukalega niður þess konar efni. Á bak við þessar myndir er fjöldi listamanna og Kári Gunnarsson, hreyfimyndasmiður og listrænn stjórnandi hjá Google, er einn þeirra. Kári hefur teiknað og hannað fyrir Google frá árinu 2006, allt frá brosköllum sem hreyfast yfir í kort og táknmyndir. Kári Gunnarsson, hreyfimyndasmiður og listrænn stjórnandi hjá Google. 6 fréttir Áramótin 30. desember 2014–1. janúar 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.