Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.12.2014, Side 12

Fréttatíminn - 30.12.2014, Side 12
Á Árið 2014 er að renna sitt skeið. Það hefur í heildina verið hagstætt okkur Íslendingum. Sé litið sex ár aftur í tímann, þann tíma sem liðinn er frá falli bankanna og efnahags- hruninu sem fylgdi í kjölfarið, sést að staða okkar nú er til muna betri á flestum svið- um, þótt enn sé ýmislegt óunnið. Síðustu aðgerðir stjórnvalda benda til þess að nú hilli undir það við losnum úr viðjum haml- andi hafta sem óhjákvæmileg voru í kjölfar hrunsins. Fjár- lög komandi árs gera ráð fyr- ir 3,5 milljarða króna afgangi af rekstri ríkisins. Gangi það eftir verður það annað halla- lausa árið í röð. Gangur hefðbundinna atvinnugreina hefur verið ágætur. Fjárfesting í sjávarút- vegi hefur aukist, meðal ann- ars með endurnýjun skipa- flotans. Ferðaþjónustan hefur þó verið sú grein sem helst hefur dregið vagninn í gjaldeyrisöflun. Vöxtur greinar- innar hefur verið ævintýralegur undanfarin ár og er árið sem er að líða engin undan- tekning. Met hefur verið slegið á öllum sviðum og þótt enn liggi ekki fyrir tölur um fjölda erlendra ferðamanna sem hingað komu var því spáð að ársfjöldinn færi jafn- vel yfir milljón. Að óbreyttu eru horfur góðar fyrir ferða- þjónustuna á komandi ári. Mikil fjárfesting er í greininni, ekki síst í byggingu hótela og gististaða. Við þurfum vitaskuld að vera viðbúin því að taka við þessum aukna fjölda en ýmsir hafa þó haft uppi varnaðarorð vegna hugsanlegrar offjárfestingar hvað varðar aukið gistirými. Hagvöxtur var ágætur á árinu sem er að líða og er það fjórða árið í röð með bæri- legan hagvöxt. Það þýðir að skatttekjur ríkisins hafa aukist. Í samantekt fram- kvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins kom fram að skatttekjur ríkissjóðs hefðu aukist um nær 130 milljarða króna ef borin væru saman fjárlög ársins 2015 við ríkisreikning ársins 2012. Þar sagði enn fremur að út- gjöld ríkisins hefðu aukist á sama tíma um nær 90 milljarða króna. Sú útgjaldaaukn- ing bæri ekki vott um mikið aðhald í ríkis- rekstrinum og var eftir því kallað og bent á miklar skuldir ríkissjóðs og ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar hans. Verðbólga ársins er lítil, raunar sú minnsta í 60 ár. Hún hefur farið hjaðnandi frá gerð kjarasamninga á almennum vinnu- markaði. Verðbólgan mælist raunar undir viðmiðunarmörkum Seðlabanka Íslands í árslok, í fyrsta sinn frá því að markmiðið var tekið upp árið 2001. Horfur eru á því að verðbólga verði lítil næstu mánuði eða misseri, að óbreyttu. Svo lág verðbólga heldur ekki bara vöruverði í skefjum. Hún er fagnaðarefni fyrir landsmenn sem flest- ir eru með verðtryggð húsnæðislán. Verð- tryggðar skuldir heimilanna hafa því hækk- að minna á yfirstandandi ári en nokkru ári frá því að verðtryggingin var tekin upp fyrir 35 árum. Samfara þessu hefur kaupmáttur aukist og merki eru um aukna einkaneyslu. Aðgæslu er hins vegar þörf á öllum svið- um svo hagur þjóðarbús og almennings haldi áfram að batna. Þegar horft er til nýs árs er blika á lofti. Það ræðst að miklu leyti af gerð kjarasamninga hvernig til tekst. Leggi menn áherslu á að halda verðbólgu í skefjum og auka kaupmátt hægt en örugg- lega mun okkur vel farnast. Óleyst kjara- deila lækna og ríkisins er sérstakt úrlausn- arefni og veldur vissulega áhyggjum. Ef við lítum okkur nær þá er fimmta starfsár Fréttatímans hafið. Blaðið hefur fest sig rækilega í sessi sem fjölbreytt og efnismikið helgarblað, eftirsótt af lesend- um og auglýsendum. Rekstur blaðsins gekk vel í fyrra og skilaði hagnaði. Sömu sögu er að segja af rekstri þess á því ári sem nú er að kveðja. Kannanir sýna aukinn lestur Fréttatímans, viðbót við mikinn lestur fyrir. Það þakka aðstandendur og starfsmenn og munu kappkosta að bjóða lesendum áfram vandað og læsilegt blað – sem um leið upp- fyllir þarfir þeirra sem þurfa að auglýsa og kynna vöru og þjónustu. Gleðilegt ár. Hvað boðar nýárs blessuð sól? Hagstætt ár að renna sitt skeið Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjÁLMTýsdóTTiR Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. 12 viðhorf Áramótin 30. desember 2014–1. janúar 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.