Fréttatíminn - 30.12.2014, Blaðsíða 26
Stjörnurnar á himni ársins 2014
Árið sem er að líða hefur verið viðburðaríkt í meira lagi. Eins og fyrri ár eru þó alltaf einhverjir sem
skyggja á aðra á stjörnuhimninum. Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson, Ófeigur Sigurðsson rit-
höfundur, Tómas Guðbjartsson læknir og hestakonan Aníta Aradóttir skinu skært en fastastjörnur á
borð við Baltasar Kormák og Lars Lagerbäck láta ekki eftir sitt sæti á himnafestingunni.
Ólafur Arnalds
Ólafur er heitasta tónskáld
ársins en hann vann til hinna
virtu BAFTA-sjónvarpsverðlauna fyrir
frumsamda tónlist í sjónvarpsþátt-
unum Broadchurch. Ólafur hefur verið
meðal áhugaverðustu tónlistarmanna
landsins síðan frumraun hans, Eulogy
for Evolution, kom út árið 2007 þar
sem hann færði klassíkina í megin-
strauminn með því að blanda saman
strengjum, píanói og rafmögnuðum
áhrifum. Ólafur er orðin þreyttur á
því að vinna fyrir aðra og ætlar að
einbeita sér að sinni eigin sköpun á
næsta ári.
Jóhanna Bergman
Jóhanna hefur staðið í margra
ára baráttu við íslenska kerfið
til að fá geitfjárrækt viðurkennda til
jafns á við sauðfjárrækt. Hún fékk
uppreisn æru í lok árs þegar atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðuneytið gerði
samning við erfðanefnd landbúnaðar-
ins um að efla geitfjárrækt á Íslandi,
og síðar þegar ákveðið var að við
endurnýjun næstu búvörusamninga
verði geitarækt jafnsett sauðfjárrækt í
opinberum stuðningi. Sem þýðir að ís-
lenski geitastofnin mun ekki deyja út.
Aníta Margrét Aradóttir
Þessi unga tamningakona tók
þátt í Mongol Derby, hættuleg-
ustu kappreið í heimi þar sem farnir
eru 1000 km á villtum hestum. Anítu
tókst ekki aðeins að ljúka verkinu
með sóma heldur styrkti hún um leið
Barnaspítala Hringsins.
Rúnar Páll Sigmundsson
Tók við sem aðalþjálfari karlaliðs
Stjörnunnar í knattspyrnu og
gerði liðið að Íslandsmeisturum á
sínu fyrsta tímabili. Náði auk þess
að komast í umspil við stórlið Inter
Milan um sæti í riðlakeppni Evrópu-
deildarinnar.
Kristín Jónsdóttir
Kristín Jónsdóttir jarðskjálfta-
fræðingur og fagstjóri jarð-
skjálftavár hjá Veðurstofu Íslands
stökk fram á sjónarsviðið og miðlaði
upplýsingum til landans af mikilli fag-
mennsku þegar jarðhræringar hófust í
Bárðarbungu og síðar þegar gos hófst
í Holuhrauni. Ekki er verra að hafa
þvílíkt fagfólk á vaktinni þegar jörð
tekur að skelfa.
Birta Líf
Veðurfréttakonan Birta Líf
Kristinsdóttir steig fram sem
fullsköpuð sjónvarpsstjarna frá fyrsta
degi í starfi. Meðan margir kollegar
hennar hikstuðu og stömuðu hélt hún
ró sinni á vaktinni - og hreif þjóðina
með sér.
Marta María Jónasdóttir
Marta Smarta lét klæða sig upp
sem útigangskonu til að ganga úr
skugga um hvort hægt væri að breyta
jafn fallegir konu í „ógæfukonu“.
Uppátækið þótti flestum ósmekklegt
og Marta hætti að vera Smarta í smá-
stund. Marta gaf líka út matreiðslu-
bókina MMM á árinu svo hún hefur
haft í nógu að snúast, auk þess að vera
komin með nýjan kærasta.
Tómas Guðbjartsson
Skurðlæknirinn Tómas Guð-
bjartsson hefur verið á allra
vörum eftir að verkfall lækna hófst.
Honum hefur enda verið teflt fram
sem einni af hetjum læknastéttarinnar
í kjarabaráttunni. Það er reyndar ekki
að ástæðulausu enda virðist Tómas
afar fær í sínu fagi. Það gefur Tómasi
svo skemmtilegan stjörnuljóma að
hann kemur vel fyrir og lumar á
flottum frösum á borð við: „Við ætlum
að bjarga þessum manni.“
Aron Jóhannsson
Grafarvogsbúinn Aron Jó-
hannsson varð í sumar fyrsti
Íslendingurinn til að spila á HM í
knattspyrnu. Hann er sem kunnugt
er með tvöfalt ríkisfang sem gerði
honum kleift að stíga á stærsta sviðið
í vinsælustu íþrótt heims. Því miður
fékk Aron ekki mikið að spila en það
að hafa verið valinn í hópinn gefur góð
fyrirheit um framhaldið.
26 fréttir Áramótin 30. desember 2014–1. janúar 2015