Fréttatíminn - 30.12.2014, Side 32
Gætilega tekið á því
N
Nú kveðjum við gamla árið með stæl og
fögnum nýju. Nýju ári fylgir alltaf til-
hlökkun og við veltum því fyrir okkur
hvað það muni bera í skauti sínu. Tíminn
er ótrúlega fljótur að líða. Stutt er frá
síðustu áramótum – og líka þeim miklu
tímamótum er árið 2000 gekk í garð.
Pabbi minn, sem fæddur er á þriðja tug
20. aldar, sagði mér að í hans ungdæmi
hefði það stóra framtíðarár og raunar
21. öldin verið svo fjarri að hann reikn-
aði aldrei með að lifa aldaskiptin, hvað
þá fram á nýja öld. Nú er árið 2015 að
ganga í garð – og sá gamli enn í bærilegu
fjöri, rekur sitt heimili og keyrir styttri
vegalengdir, að minnsta kosti þegar bjart
er. Hann hefur því keyrt í meira en sjötíu
ár – og raunar vel það, því grun hef ég
um það að hann hafi stolist til að keyra
löngu áður en hann fékk bílpróf. „Það
voru engar löggur þá,“ segir hann sér til
afsökunar – og heldur ekki sveitalöggur
þegar hann keyrði rétt rúmlega fermdur
út á land á 40 árgerðinni af Chrysler-bíl
fjölskyldunnar. Pabbi hans var öllum
stundum á sjónum en aðrir í fjölskyld-
unni áttu erindi vestur á land. Þau mættu
ekki nema einum bíl á leiðinni, sem þó
var talsvert lengri í þá daga, er ekið var
fyrir Hvalfjörðinn.
Svona hefur líf okkar breyst – og lengst
vegna bættra aðstæðna. Húsin eru hlý,
hollur matur eins og hver getur í sig látið
og heilbrigðisþjónusta góð, hvað sem
líður tímabundnum hnökrum. Heimurinn
hefur líka skroppið saman. Áður þóttu
það tíðindi ef menn fóru milli héraða,
hvað þá utan. Þeir sem það gerðu voru
sigldir, höfðu séð nýjar lendur og báru
tíðindi heim. Nú er einangrun Íslands
löngu rofin, menn þjóta landa á milli að
vild, sumir vinna jafnvel í tveimur lönd-
um og skjótast á milli í hverri viku.
Þessu flandri fylgir væntanlega að
ferðalangarnir eru orðnir veraldarvanari,
vita hvað í boði er í útlandinu. Það er ekki
endilega víst að svo hafi verið skömmu
eftir stríð. Þannig sagði í gamanriti frá
ferð íslensks húsgagnasmiðs til Parísar
árið 1948, þegar undantekning var að
menn legðu í slíkar langferðir. „Ég fór,“
sagði húsgagnasmiðurinn, „inn á gott
hótel og settist þar einn við borð.
Skömmu síðar kemur inn
ung og lagleg stúlka og sest
við næsta borð. Hún fór
strax að gefa mér hýrt
auga. En þar sem ég
hvorki skildi né tal-
aði frönskuna,
bauð ég henni með bendingum að koma
að mínu borði og bauð henni ölglas. Þá
tekur stúlkan upp vasabók og blýant og
teiknar kampavínsflösku. Ég lét það eftir
stúlkunni og pantaði kampavínsflösku,
en ekki erum við langt komin niður í
flöskuna, þegar hún tekur aftur upp
vasabókina og teiknar rúm. Og þótti mér
það merkilegast,“ sagði íslenski iðnaðar-
maðurinn stoltur, „að hún skyldi sjá það á
mér að ég væri húsgagnasmiður!“
Þannig báru menn iðn sína utan á sér
í ferðalögum liðins tíma. Kannski er það
þannig enn. Við erum ekki komin svo
langt frá forfeðrunum, þrátt fyrir allt, og
þekkjumst væntanlega af þúfnagöngulag-
inu, það er genetískt.
Merki þessa fótaburðar sjást enn í
dansi Íslendinga. Dansstíllinn er því
nokkuð stórkarlalegur, að minnsta kosti
hjá karlkyninu. Ég verð að viðurkenna að
ég hef aldrei náð langt í danskúnstinni,
þrátt fyrir að afi og amma hafi kostað
mig til dansnáms í Skátaheimilinu við
Snorrabraut þegar ég var 7 ára gamall.
Það er helst að ég hafi stigið þau spor
sem ég lærði þá, enskan vals og samba, á
gamlárskvöld í gegnum árin. Frekar þó á
yngri árum en nú. Þá tókum við stundum
á því með góðu vinafólki okkar sem bjó í
íbúð fyrir ofan okkur á frumbýlingsárum
okkar hjóna.
Þá voru gamlárskvöldin afgreidd eins
og enginn væri morgundagurinn. Við
skutum upp því fíriverki sem við áttum
og duttum svo í það, svo það sé nú bara
sagt hreint út. Sjálfsagt höfum við reynt
að svæfa yngstu börnin, hin gengu
nokkurn veginn sjálfala milli íbúðanna
tveggja, enda ekki langt að fara. Það var
því ekki teljandi hætta á að þau færu sér
að voða, þótt foreldrarnir létu svona,
þetta magnaða kvöld þegar árið er kvatt.
Morgundagurinn kom hins vegar
alltaf, nýársdagur. Þá var ekki gefið að
maður gæti reist höfuð frá kodda. Það fór
eftir því hversu stuðið hafði verið mikið
og dansinn ákafur. Víst hafði staðið til
að horfa á fréttaannála liðins árs, sem
endurteknir voru í Sjónvarpinu í kjölfar
nýársávarps forseta Íslands eftir hádegið,
en það gat komið fyrir að þrek leyfði það
ekki. Maður varð því að ganga
inn í nýtt ár án þess
að hafa rifjað upp
fréttnæmustu at-
burði þess liðna
eða meðtekið
boðskap
forsetans –
sem án efa
var vand-
aður og vel
fluttur.
Það hefur heldur
dregið úr þessum
látum eftir því sem
árunum hefur fjölg-
að og lífsreynslan
aukist. Nú er tekið
gætilegar á því.
Börnin eru löngu
uppkomin og
ómögulegt er að láta
barnabörnin sjá afa láta eins
og bjána. Þúfnagöngulagið
sver maður hins vegar ekki af
sér, það er bundið í erfðaefnum
okkar.
Það kann því að vera að maður
skoli úr einu rauðvínsglasi eða svo
og jafnvel jólabjór um leið og árið
verður kvatt annað kvöld og nýju ári
fagnað – en meira verður það ekki.
Heilsan mun því leyfa meðtöku á
nýársávarpi forsetans og fréttaannál-
unum – en það skiptir svo sem engu máli
lengur. Sjónvarpstækin eru orðin svo
gáfuð að það er hægt að horfa á hvað sem
er, hvenær sem er.
Gleðilegt ár.
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
* Fegra leggina, halda vel að
* Þekjandi satínáferð
* Þægileg mittisteygja
* Sterkar, endingargóðar
* 45 den, 1.889 kr
BEST
SELLER
Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16
Frábær verð, smart vörur,
góð þjónusta
Okkar vinsæla
útsala hefst
2. janúar
50 - 80% afsláttur
af öllum vörum
32 viðhorf Áramótin 30. desember 2014–1. janúar 2015