Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.12.2014, Side 34

Fréttatíminn - 30.12.2014, Side 34
34 heilsa Áramótin 30. desember 2014–1. janúar 2015 B BC greindi nýlega frá niðurstöðum rann-sókna sem fram- kvæmdar voru af fræðimönn- um í Hollandi. Rannsóknirnar voru 37 talsins og þátttakend- ur voru tæplega 3000. Niður- stöðurnar sýna fram á tengsl milli jógaiðkunar og lægri tíðni hjartasjúkdóma líkt og háum blóðþrýstingi og kólest- róli. Jóga sem slíkt telst hins vegar ekki nægjanleg hreyfing ef miðað er við breska heilsu- staðla. Sérfræðingar innan breska heilbrigðisgeirans segja þó að jóga eitt og sér geti haft ákveðinn ávinning. „Það að styrkja vöðva og virkja öndun á sama tíma getur aukið súrefnismyndun sem leiðir svo til lægri blóðþrýstings,“ segir Maureen Talbot, talsmaður bresku hjartasamtakanna. Jóga er eitt elsta mann- ræktarkerfi veraldar sem miðar að styrk, sveigjanleika og öndun, auk þess sem það stuðlar að aukinni vellíðan, andlega og líkamlega. Jóga er til í mismunandi formum og sem dæmi má nefna ashtanga, hatha, kundalini og tantra. Samkvæmt breskum heilsu- stöðlum er hverjum einstak- lingi ráðlagt að stunda líkams- rækt í 150 mínútur í hverri viku sem inniheldur æfingar sem einkennast af meiri ákefð en jóga. Jóga telst til styrkt- Jógaiðkun getur komið í veg fyrir hjartasjúkdóma LAUGAVEGI 58 Zuii lífrænar snyrtivörur Flottir litir aræfinga, en samkvæmt sama staðli er ráðlagt að stunda slíkar æfingar tvisvar sinnum í viku. Myriam Hunink, prófessor við læknavísindadeild í Eras- mus háskólanum í Rotterdam, var í forsvari þeirra fræði- manna sem rannsökuðu áhrif jógaiðkunar á tíðni hjartasjúk- dóma, ef einhver væru. Þeir sem stunda eingöngu jóga eru ólíklegri en þeir sem stunda enga hreyfingu til að þjást af offitu, háum blóðþrýstingi og háu kólestróli. Þetta kemur fram í grein í tímaritinu the European Journal of Preventi- tive Cardiology. Samanborið við þá sem stunda aðra hreyf- ingu en jóga reglulega kom jóga hvorki betur né verr út í samanburðinum. Hunink seg- ir að þessar niðurstöður bendi til þess að jóga geti mögulega verið hentug líkamsrækt til að minnka líkur á hjartasjúk- dómum. Það er þó ekki alls kostar ljóst hvers vegna jóga minnki líkur á hjartasjúkdómum, en sérfræðingar segja að ástæðuna megi rekja til þeirra róandi áhrifa sem jóga hefur. Streita og kvíði hafa verið tengd við hjartasjúkdóma, sem og hár blóðþrýstingur, en jóga kemur í veg fyrir öll þessi einkenni. Þörf er á frekari rannsóknum svo hægt sé að staðfesta að iðkun jóga geti komið í veg fyrir hjartasjúk- dóma, en það eru vissulega vísbendingar sem benda til þess, auk þess sem aðrar rannsóknir hafa sýnt að jóga hefur jákvæð áhrif á andlega líðan fólks.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.