Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.12.2014, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 30.12.2014, Blaðsíða 34
34 heilsa Áramótin 30. desember 2014–1. janúar 2015 B BC greindi nýlega frá niðurstöðum rann-sókna sem fram- kvæmdar voru af fræðimönn- um í Hollandi. Rannsóknirnar voru 37 talsins og þátttakend- ur voru tæplega 3000. Niður- stöðurnar sýna fram á tengsl milli jógaiðkunar og lægri tíðni hjartasjúkdóma líkt og háum blóðþrýstingi og kólest- róli. Jóga sem slíkt telst hins vegar ekki nægjanleg hreyfing ef miðað er við breska heilsu- staðla. Sérfræðingar innan breska heilbrigðisgeirans segja þó að jóga eitt og sér geti haft ákveðinn ávinning. „Það að styrkja vöðva og virkja öndun á sama tíma getur aukið súrefnismyndun sem leiðir svo til lægri blóðþrýstings,“ segir Maureen Talbot, talsmaður bresku hjartasamtakanna. Jóga er eitt elsta mann- ræktarkerfi veraldar sem miðar að styrk, sveigjanleika og öndun, auk þess sem það stuðlar að aukinni vellíðan, andlega og líkamlega. Jóga er til í mismunandi formum og sem dæmi má nefna ashtanga, hatha, kundalini og tantra. Samkvæmt breskum heilsu- stöðlum er hverjum einstak- lingi ráðlagt að stunda líkams- rækt í 150 mínútur í hverri viku sem inniheldur æfingar sem einkennast af meiri ákefð en jóga. Jóga telst til styrkt- Jógaiðkun getur komið í veg fyrir hjartasjúkdóma LAUGAVEGI 58 Zuii lífrænar snyrtivörur Flottir litir aræfinga, en samkvæmt sama staðli er ráðlagt að stunda slíkar æfingar tvisvar sinnum í viku. Myriam Hunink, prófessor við læknavísindadeild í Eras- mus háskólanum í Rotterdam, var í forsvari þeirra fræði- manna sem rannsökuðu áhrif jógaiðkunar á tíðni hjartasjúk- dóma, ef einhver væru. Þeir sem stunda eingöngu jóga eru ólíklegri en þeir sem stunda enga hreyfingu til að þjást af offitu, háum blóðþrýstingi og háu kólestróli. Þetta kemur fram í grein í tímaritinu the European Journal of Preventi- tive Cardiology. Samanborið við þá sem stunda aðra hreyf- ingu en jóga reglulega kom jóga hvorki betur né verr út í samanburðinum. Hunink seg- ir að þessar niðurstöður bendi til þess að jóga geti mögulega verið hentug líkamsrækt til að minnka líkur á hjartasjúk- dómum. Það er þó ekki alls kostar ljóst hvers vegna jóga minnki líkur á hjartasjúkdómum, en sérfræðingar segja að ástæðuna megi rekja til þeirra róandi áhrifa sem jóga hefur. Streita og kvíði hafa verið tengd við hjartasjúkdóma, sem og hár blóðþrýstingur, en jóga kemur í veg fyrir öll þessi einkenni. Þörf er á frekari rannsóknum svo hægt sé að staðfesta að iðkun jóga geti komið í veg fyrir hjartasjúk- dóma, en það eru vissulega vísbendingar sem benda til þess, auk þess sem aðrar rannsóknir hafa sýnt að jóga hefur jákvæð áhrif á andlega líðan fólks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.