Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Side 76

Fréttatíminn - 28.11.2014, Side 76
76 matur & vín Helgin 28.-30. nóvember 2014 A ð sögn Guðríðar Maríu, framkvæmdastjóra Naut-hóls, hefur þriggja rétta jólaseðillinn notið mikilla vinsælda síðustu ár. Hann verður á boðstól- um frá og með 3. desember í hádeg- inu og á kvöldin. „Matreiðslumenn okkar hafa lagt mikinn metnað í samsetningu seðilsins. Forrétt- irnir eru blandaðir en þar er með- al annars að finna dýrindis hrein- dýraborgara, rauðbeðugrafinn lax og hægeldaða andabringu. Í aðal- rétt er svo val um kalkúnabringu eða blálöngu með tilheyrandi með- læti. Hádegin í desember hafa verið þétt setin undanfarin ár og búumst við ekki við neinni breytingu á því þetta árið.“ Jólahátíð um helgar Á föstudags- og laugardagskvöldum er boðið upp á stærri jólaveislu en þar er að finna fjölbreytt úrval forrétta, millirétta, aðalrétta og eftirrétta. Þó svo að jólaveislan sé í formi hlað- borðs þá sjá þjónarnir um að bera matinn á borð til gestanna. Vinsæld- ir jólaveislunnar sjást líklega best á því að búið er að bóka næstum því allar helgar fram að jólum en Guð- ríður María segir þó að enn sé eitt- hvað laust síðustu helgina fyrir jól. Jólabrunch á sunnudögum „Sunnudagsbrunchinn okkar er ávallt vinsæll og verður hann með sérstöku jólaívafi frá og með næsta sunnudegi og út allan desember. Það jafnast ekkert á við að eiga notalega stund með fjölskyldu og vinum í desember og þá er jóla- brunch tilvalinn til að gera vel við sig í mat og drykk í skammdeginu,“ segir Guðríður María. Á disknum verður meðal annars að finna eggja- muffins með kardimommukeim, ris a la mandle, rauðbeðugrafinn lax og fleira góðgæti sem gerir máltíðina einstaklega eftirminnilega. Hægt er að panta borð í gegnum síma eða á heimasíðu Nauthóls: www.nautholl.is Unnið í samstarfi við Nauthól Veitingastaðurinn Nauthóll mun skarta sínu fegursta á aðvent- unni. Glitrandi jólatré og seríur fá að njóta sín í því einstaka umhverfi sem Öskjuhlíðin og Nauthólsvíkin bjóða upp á. Jóla- ilmurinn verður svo ekki langt undan en sannkölluð jólaveisla verður á Nauthól í margvíslegu formi allan desember. Jólastemning á Nauthól í töfrandi umhverfi Þriggja rétta jólaveisla Forréttir Hreindýraborgari, gráðostadressing, epli og klettasalat Danskt hænsnasalat, grill- aður aspas og hráskinka Rauðbeðugrafinn lax, kryddjurtamæjó og rifin rauðbeða Hægelduð andabringa, appelsínu- og fennel salat Aðalréttur Val um eftirfarandi: Grilluð kalkúnabringa, sætkartöflumús, grillaður aspas, sveppir, nípa og villisveppasósa Blálanga, smælki, bak- aðar rauðbeður, grænkál, paprika, brúnað smjör og ferskar kryddjurtir Eftirréttur Bláberjakaka með hesli- hnetum, sítrus og súr- mjólkursorbet Dagbjört Fjóla veit- ingastjóri, Ari Sylvain yfirmatreiðslumaður, Ragnar Guðmundsson matreiðslumaður og Gísli Jensson yfirþjónn munu sjá um jóla- veisluna á Nauthól í desember. Girnilegur forréttaplatti: Rauðbeðugrafinn lax, danskt hænsnasalat, hægelduð andabringa og hreindýraborgari. Boðið er upp á himneska bláberjaköku í eftirrétt á þriggja rétta jólamatseðli Nauthóls.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.