Vísbending - 24.12.2012, Blaðsíða 9
9
En það verður ekki sagt
um önnur atriði stefnunnar:
Lækkun skatta, vegagerð, miklar
stóriðjuframkvæmdir og 80%
húsnæðislán. Hætt er við að hinar
,,mildandi aðgerðir“ hefðu sprengt
verðlagið upp á endanum. Yfirleitt
hefur ekki gefið góða raun að reyna
að stöðva verðbólgu með aðhaldi í
peningastefnu (til dæmis föstu gengi)
en slaka í opinberum útgjöldum.
Atburðarásin er oft á þessa leið: Mjög
hægir á verðbólgu eftir að gengi
hættir að falla. Eftirspurn er þó mikil
eftir innlendum vörum og þjónustu.
Kaupmáttur eykst og innlent verðlag
hækkar meira en erlent. Mikill halli er
á viðskiptum við útlönd. Oft er talað
um efnahagsundur. En dýrðin tekur
enda. Að lokum lætur gengið undan
og verðbólgan vex aftur. Þetta gerðist
til dæmis hér á landi eftir þjóðarsáttina
1986, þegar skattar voru lækkaðir.
Sagan endurtók sig í ýktri mynd á
fyrsta áratug nýrrar aldar þegar tvær stóriðjuframkvæmdir fóru í gang
á sama tíma og opinber húsnæðislán hækkuðu í 90%. Svipað hefur
gerst nokkrum sinnum í Suður-Ameríku og sjálfsagt víðar. Hins
vegar tókst ágætlega að kveða niður verðbólgu í Bandaríkjunum upp
úr 1980 þegar mikill halli var á ríkisrekstri. En sú barátta var ekki
sársaukalaus, því að atvinnuleysi hefur sjaldan verið meira þar í landi
en í upphafi níunda áratugarins.
Eftir á verður ekki annað sagt en að margt í Leiftursókninni
hafi borið vott um framsýni, þótt heitið væri glannalegt. En
sjálfstæðismenn hafa ekki lagt fram jafnróttæka kosningastefnu
síðan. Eins og áður kom fram voru sumir þingmenn hans hálfvolgir
í stuðningi sínum. Þá getur verið að mönnum þyki óvarlegt að leggja
spilin á borðið á jafnskýran hátt og þarna var gert. Erfitt geti verið að
skýra nýstárlegar hugmyndir og sumar sé hreinlega ekki þorandi að
gera að kosningamáli. Viðtökurnar, sem Leiftursóknin fékk, gefi ekki
tilefni til þess að endurtaka tilraunina.
fram sérlista. Framsóknarmenn voru
sigurvegarar kosninganna með 17
þingmenn, fimm fleiri en árinu áður.
Ekki gallalaus, en …
Albert Guðmundsson alþingis-
maður hitti sennilega naglann á
höfuðið þegar hann sagði á
vinnustaðafundi skömmu fyrir
kosningar að leiftursóknin væri ef
til vill ekki gallalaus en þar væri þó
að finna skilning á því sem gera
þyrfti. Yrði það ekki gert núna yrði
það gert síðar á harkalegri hátt.xxi
Margar meginhugmyndir leiftur-
sóknarinnar, sem voru róttækar á
sínum tíma, þykja flestum sjálf-
sagðar nú. Fáir tala nú fyrir því að
ríkið taki aftur að ákveða verð á
vörum og þjónustu eða að Seðla-
bankinn ákveði hámarksvexti.
Margir horfa meira að segja með
eftirsjá til þess tíma þegar kaupa
mátti erlendan gjaldeyri án takmarkana. Allt þetta gekk í gegn á
hálfum öðrum áratug eftir kosningarnar 1979. Verðlag var gefið
frjálst í nokkrum áföngum á árunum 1983-1986, vextir urðu frjálsir
1986-1987 og gjaldeyrisviðskipti 1993-1994 (frelsi til gjald-
eyriskaupa var tekið aftur haustið 2008). Enn ein tillaga úr
leiftursókninni gekk í gegn 1983. Þá var verðtrygging á launum
afnumin, þótt ekki tækist að kveða verðbólguna niður að fullu að
sinni. Ríkisbankar, Síminn og fleiri ríkisfyrirtæki voru seld á tíunda
áratugnum og fyrstu árum nýrrar aldar (hið opinbera rekur að vísu
enn mörg fyrirtæki, stærst þeirra eru Landsbankinn og
orkufyrirtækin). Það verkefni beið síðan norrænu velferðar-
stjórnarinnar, sem tók við völdum árið 2009, að skera rekstur
ríkisins niður, svo að einhverju næmi.
Meðal þeirra stefnumála sem boðuð voru í leiftursókninni var að
fyrirtækjum í eigu ríkisins yrði breytt í hlutafélög og þau síðan seld.
Sumir telja að sala ríkisfyrirtækja sé bráðnauðsynleg ef kveða eigi
niður óðaverðbólgu. Þau geta verið sjálfstæðir þensluvaldar í skjóli
ýmiss konar ríkisstuðnings. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn setur oft það
skilyrði fyrir aðstoð að fyrirtæki ríkisins séu seld jafnframt því sem
bein ríkisútgjöld séu skorin niður.xxii En ekki verður séð að ætlunin
hafi verið að selja orkufyrirtæki í eigu ríkisins strax. Fyrirheit um tvær
nýjar stórvirkjanir benda að minnsta kosti ekki til þess. Ríkið gat varla
staðið fyrir nýjum framkvæmdum eftir að búið var að selja fyrirtækin.
Ekki er vitað til þess að ungu mennirnir, Davíð og Þorsteinn, sem
hneyksluðust á Kröfluvirkjun, hafi gert athugasemdir við þessar
ráðagerðir.
En einkum virðist vera ástæða til þess að efast um fyrirheit
stefnunnar um lækkun verðbólgu – sem hún var reyndar kennd við.
Þess eru fá dæmi að tekist hafi að vinna bug á miklum verðhækkunum
án þess að af hljótist atvinnuleysi. Íslensk verðbólga fór ekki niður
á svipað stig og í nágrannalöndunum fyrr en árið 1992, en þá var
atvinnuleysi 4-5%. Ekki er vænlegt til atkvæðaveiða að boða skort á
atvinnu. Geir Hallgrímsson og Jónas Haralz tala að vísu um fórnir, en
þar virðast þeir eiga við að kaupmáttur launa muni minnka um tíma.
Stór hluti af leiftursókninni miðaði að sönnu að lækkun verðbólgu:
Niðurskurður ríkisútgjalda, afnám verðtryggingar á launum og fast
gengi.
i Þorsteinn Pálsson: Hvað vildum við? Hvað gerðum við? í Uppreisn frjálshyggjunnar, útgefandi
Kjartan Gunnarsson 1979.
ii Þorsteinn Pálsson: Hvað vildum við? Hvað gerðum við? í Uppreisn frjálshyggjunnar, útgefandi
Kjartan Gunnarsson 1979.
iii Þorsteinn Pálsson: Hvað vildum við? Hvað gerðum við? í Uppreisn frjálshyggjunnar, útgefandi
Kjartan Gunnarsson 1979.
iv Davíð Oddsson: Sjálfstæðisflokkurinn og tregðulögmálið, í Uppreisn frjálshyggjunnar, útgefandi
Kjartan Gunnarsson 1979.
v Davíð Oddsson: Sjálfstæðisflokkurinn og tregðulögmálið, í Uppreisn frjálshyggjunnar, útgefandi
Kjartan Gunnarsson 1979.
vi Vilmundur Gylfason: Frjálshyggja og jafnaðarstefna og íslenzkar aðstæður, Morgunblaðinu, 22. apríl
1979.
vii Svavar Gestsson: Hreint út sagt, útg. JPV 2012.
viii Jónas Haralz: Minningarorð um Sigurgeir Jónsson, Morgunblaðinu 25. ágúst 2009.
ix Jónas Haralz: Endurreisn í anda frjálshyggju, Morgunblaðinu 21. mars 1979.
x Morgunblaðið 9. nóvember 1979.
xi Morgunblaðið 9. nóvember 1979.
xii Guðmundur Magnússon, tölvupóstur 13. nóvember 2012.
xiii Jónas Haralz: Á tímamótum, nokkrar hugleiðingar um efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokks,
Morgunblaðinu 28.nóvember 1979.
xiv Guðmundur Magnússon, tölvupóstur 13. nóvember 2012.
xv Guðmundur Magnússon, tölvupóstur 6. desember 2012.
xvi Þorsteinn Pálsson, tölvupóstur 5. desember 2012.
xvii Anders Hansen, Hreinn Loftsson, Valdatafl í Valhöll, útg. Örn og Örlygur 1980.
xviii Morgunblaðið 16. nóvember 1979.
xix Jónas Haralz: Á tímamótum, nokkrar hugleiðingar um efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokks,
Morgunblaðinu 28.nóvember 1979.
xx Guðmundur Magnússon tölvupóstur 6. desember 2012.
xxi Morgunblaðið 1. desember 1979: ,,Ekki spurning hvort, heldur hvenær.“
xxii Langdana nefnir sem dæmi að þegar óðaverðbólga geisaði í Úkraínu á fyrri hluta tíunda áratugarins
hafi námufyrirtæki í eigu ríkisins fengið sem nam helmingi skatttekna ríkisins í alls kyns stuðning, sjá
Langdana (2010): Macroeconomic Policy, 2. útgáfa, Springer.
Þrátt fyrir að leiftursóknin næði ekki fram að ganga árið
1979 var mörgum hugmyndum úr henni hrint í framkvæmd
síðar, fyrst á árunum 1983-87. Í þeirri ríkisstjórn var Geir
Hallgrímsson framan af og Þorsteinn Pálsson seinni árin.
Hér eru þeir framan við stjórnarráðið árið 1984.
V
HEIMILDIR
LJ
Ó
Sm
Y
N
D
: á
R
N
I S
æ
BE
R
g