Vísbending


Vísbending - 24.12.2012, Page 18

Vísbending - 24.12.2012, Page 18
18 vÍSBENDINg áRSINS 2012 Vísbending var á flugi allt árið og flestir af fremstu hagfræðingum þjóðarinnar fjölluðu um efnahagsvandann og lausnir á honum. En greinarhöfundar héldu sig ekki bara við þetta efni heldur var blaðinu fátt mannlegt óviðkomandi. Stundum voru greinar á heimspekilegum nótum: Margir töluðu um að Íslendingar hefðu dregist aftur úr nágrannaþjóðum: Verg landsframleiðsla á mann í löndunum tveimur [Íslandi og Danmörku] er álíka mikil, að teknu tilliti til verðlags, en Danir þurfa mun færri vinnustundir hlutfallslega til að ná sinni landsframleiðslu, þótt Danir njóti ekki góðs af náttúruauðlindum með sama hætti og Íslendingar. Það getur vart verið óhugsandi að Íslendingar geti náð Dönum að þessu leyti, a.m.k. virðist það hvorki óraunhæft né óeðlilegt markmið. Það myndi skila miklum hagvexti hérlendis. Hagvöxtur á 21. öldinni, Gylfi Magnússon, 37. tbl. Stefnan er að vernda íslenska framleiðslu, þó að hún sé dýrari og jafnvel lakari. Þess vegna setti ugg að mörgum þegar farið var að tala um vínræktarbændur undir Eyjafjöllum. Menn sáu fyrir sér að Guðni og Jón Bjarnason myndu banna óþjóðlega drykki í ÁTVR. Því var það léttir þegar í ljós kom að um var að ræða venjulega landaframleiðslu. Laga bændur sig að aðstæðum? 48. tbl. Í fyrsta blaði ársins birtist þessi spá sem rættist: árið 2012 verður skárra en undanfarin ár ef þessi spá gengur eftir. Verðbólga og atvinnuleysi minnka, hagvöxtur verður nokkur og kaupmáttur vex. Hins vegar er ríkið enn rekið með halla og skuldir þess aukast nema það selji eignir. Verður 2012 gleðilegt ár? 1. tbl. Þó að sumir stuðningsmenn stjórnarflokkanna kunni að hugsa gjaldið sem refsingu fyrir það fólk, sem hefur leyft sér að efnast á útgerð, er hitt vonandi markmið fleiri að sett sé auðlindarenta sem sé sanngjörn og viðráðanleg fyrir útgerðina til frambúðar. Í ljósi þess er óskiljanlegt hvers vegna sett er fram svo flókið kerfi, en reyndar hafa flestar aðgerðir stjórnarflokkanna í skattamálum borið þess merki að ráðgjöf þeirra hefur byggst á heimspekinni: Warum einfach, wenn man es komplizert machen kann? Gull í greipar Njarðar, 25. tbl. Heimspekingurinn Karl Popper fjallaði eitt sinn um „óendanleika heimskunnar,“ að við gætum aldrei vitað allt og þess vegna má segja að því meira sem maður er upplýstur því heimskari áttar maður sig á að maður sé. Velmenntuð þjóð? Eyþór Ívar Jónsson, 28. tbl. Sérhverjum foringja, hvort sem hann er í stjórnmálum eða rekstri, er nauðsynlegt að eiga ráðgjafa sem þorir að segja sannleikann. Þegar slíkan vin vantar er fallið skammt undan. Hvers vegna tapa leiðtogar hæfileikunum? 21. tbl. Öllum sanngjörnum mönnum hlýtur að vera ljóst að valdið getur ekki færst milli handhafa með öðrum öruggum hætti en með handabandi við enda á farangursrana á flugvelli. Höldumst hönd í hönd, 33. tbl. Það er hins vegar vel þekkt að kyrrstaða ríkir aldrei til eilífðar á smásölumarkaði og þess er skemmst að minnast þegar blóðugt verðstríð geisaði á matvörumarkaði sem endaði með miklu rekstrartapi smásala og síðar sektum af hálfu samkeppnisyfirvalda. Það er óvíst að marga fýsi í sama leikinn aftur. Er okur á Íslandi? Hermann Guðmundsson, 30.tbl. Jónas var afar skýr og skipulegur ræðumaður. Hann gat haldið langa fyrirlestra blaðalaust og talið upp hvert einasta atriði sem máli skipti. Hann hafði sjálfur miklar áhyggjur af því hve rökræðum hefði hrakað meðal stjórnmálamanna. Merkasti hagfræðingur Íslands? 7. tbl. Jónas Haralz hagfræðingur lést á árinu. Hann hafði komið að hagsögu landsins í meira en 65 ár. Ein birtingarmynd siðrofs er skapandi lögskýring. Með skapandi lögskýringu varðandi löggjöf á fjármálamarkaði er átt við að reglur séu túlkaðar að þörfum fjármálafyrirtækis. Það kann að vera til að auka á umsvif og arðsemi þess en kann jafnframt að auka áhættu í rekstri þess. Siðrof í samfélaginu, Vilhjálmur Bjarnason, 36. tbl. Málið sýnir hve erfitt var að fjalla um staðreyndir í óðagotinu fyrir hrun og er jafnvel enn. Það spillti fyrir fréttaflutningnum að blaðamenn gáfu sér ekki tíma til þess að fá traustar heimildir. Er partíið búið? 41. tbl. Hrunið og aðdragandi þess var greinarhöfundum hugleikið:

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.