Vísbending


Vísbending - 24.12.2012, Blaðsíða 29

Vísbending - 24.12.2012, Blaðsíða 29
29 Þ að fer því ekkert lítilræði af vatni í Golfstrauminn, 150 milljón rúmmetrar á sekúndu. Það er 140 sinnum meira vatn en í öllum ám sem renna í Atlantshafið á sama tíma, austan hafs og vestan. Orkan, hitinn sem Golfstraumurinn flytur norður, er 1,4 petawött (1015 W) sem er 100 sinnum núvarandi orkuþörf jarðarbúa. Golfstraumurinn gerir Ísland og Noreg byggileg lönd. Hitastigið er mun hærra en á stöðum sem liggja jafnnorðarlega en njóta ekki ylsins frá þessum heita straumi. Hann sveigir frá Norður-Ameríku, á 40. gráðu norður, rétt sunnan við Nýfundnaland, og heldur vestur eftir, þar sem hann klofnar í tvennt: Annar állinn rennur norður til okkar, norður fyrir Noreg, og til Bretlands, meðan hinn heldur suður og rennur með vesturströnd Afríku. Hann einn og sér er stærsti sköpunarkraftur Sahara- eyðimerkurinnar. Golfstraumurinn nær að hringa Ísland og hækkar sjávarhita hér mjög mikið miðað við legu landsins, heldur hafís í burtu, en berst með kalda Austur-Grænlandsstraumnum frá pólnum og langt suður í Atlantshaf, rétt vestan við Ísland. Labrador í Kanada sem liggur á sömu breiddargráðu og Ísland, nýtur ekki ylsins, enda er landsvæðið nær óbyggilegt sökum hafíss og kulda. Meðalárshiti í Grímsey er um 3°C, sjávarhitinn er heilum tveimur gráðum hærri á ári, þökk sé Golfstraumnum. Kaldastur er sjórinn í mars, 1°C, og hlýjastur í ágúst, 9°C. Heldur hlýrra er sunnanlands, sjávarhitinn er lægstur í janúar, 4,5°C, og mestur í ágúst, 11°C. Frá Key West, þar sem Golfstraumurinn hefur langferð sína, að Reykjanestá eru 6111 km. Það tekur hann því 679 klukkustundir, einn febrúarmánuð, eða 28 daga að ná Reykjanestá. ... að suðurströnd Íslands. V

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.