Vísbending - 24.12.2012, Blaðsíða 7
7
Frjálshyggjan ekki einkaeign
Árið 1979 var frjálshyggja ekki skammaryrði. Hún var ekki
heldur einkaeign sjálfstæðismanna. Vilmundur Gylfason, sem
átti mikinn þátt í sigri Alþýðuflokksins 1978, sagði að margir
ágætustu hugmyndafræðingar jafnaðarmanna væru þeirrar skoðunar
að jafnaðarstefna og frjálshyggja væru ekki lengur andstæð
hugmyndakerfi, heldur gengju þau hönd í hönd í mörgum atriðum.
Í grófum dráttum mætti lýsa þessum kenningum svo að framleiðslan
skyldi lúta markaðslögmálum, en ríkið væri ævinlega tilbúið til
þess að grípa inn í, til dæmis með auðhringalöggjöf og félagslegri
stýringu í takmarkaðar auðlindir. Ofan á þetta kerfi væri byggt
velferðarþjóðfélag, svo sem í menntamálum og heilbrigðismálum.
Vilmundur benti á að hægrimenn og framleiðendur væru ekki alltaf
sérstakir talsmenn frjálsra viðskipta.vi Svavar Gestsson staðfestir
þetta í æviminningum sínum. Það kom í hans hlut að fella niður
bann við innflutningi á sælgæti þegar hann var viðskiptaráðherra á
vegum Alþýðubandalagsins í vinstri stjórninni 1978-1979. Honum
þótti fyndið þegar iðnrekendur báðu hann um að endurskoða þessa
ákvörðun sína og hann hefur gaman af því að geta þess að þingmenn
Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði móti viðskiptafrelsinu.vii
Vorið 1979 lögðu allir flokkarnir fjórir sem áttu sæti á alþingi fram
stefnu í efnahagsmálum. Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins nefndist
Endurreisn í anda frjálshyggju. Líta má á hana sem svar við þeirri
umkvörtun að stefna flokksins væri óljós. Að stefnuskránni unnu
einkum þeir Guðmundur Magnússon hagfræðiprófessor, Jónas
Haralz Landsbankastjóri og Sigurgeir Jónsson, aðstoðarbankastjóri
Seðlabankans.viii Þeir lögðu til að verð á vörum og þjónustu réðist á
markaði og vextir yrðu frjálsir, auk þess sem ríkisútgjöld yrðu skorin
niður. Kjarasamningar yrðu í höndum vinnumarkaðssamtaka og
Forsíðum Morgunblaðsins og Þjóðviljans þann 9. nóvember 1979
hefur oft verið stillt upp saman. Þjóðviljinn vann áróðursstríðið.
Þorsteinn Pálsson var ekki höfundur Leiftursóknarnafnsins, en fannst
það eiga vel við. Albert Guðmundsson taldi stefnuna ekki gallalausa
en þar væri að finna skilning á því sem gera þyrfti.
Því hefur verið haldið fram að Jónas Haralz, bankastjóri Landsbank-
ans, hafi samið leiftursóknarhugmyndirnar, en það var Guðmundur
Magnússon háskólarektor sem var aðalhöfundur stefnunnar. Ekki þótti
við hæfi að rektor væri bendlaður við pólitískt plagg og Jónas fylgdi því
eftir. Hér má sjá Jónas, Geir Hallgrímsson, Guðmund og Hörð
Sigurgestsson á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, líklega árið 1973.
LJ
Ó
Sm
Y
N
D
: Ó
L.
K
.m
.