Vísbending


Vísbending - 24.12.2012, Blaðsíða 21

Vísbending - 24.12.2012, Blaðsíða 21
21 Og verzlunar-frelsið bar ávöxt hér ótt og eldgömlu deyfðina kyrkti, það þjóðlíf vort glæddi, og frelsisþrá fljótt til frekari baráttu styrkti. Lifi verzlunar-frelsið sem vegurinn beinn til að oss verði brauð úr steinum! Lifi verzlunar-frelsið sem fóturinn einn undir frelsinu í öllum greinum. Það var vel við hæfi að minnast Jóns Sigurðssonar á hálfrar aldar afmæli verslunarfrelsis. Hann hefði rétt eins getað gengið inn í salinn þetta aprílkvöld og sagt. „Sjáið, ég sagði ykkur þetta!“ Jón hafði sett fríverslun á oddinn strax þegar hann hóf fyrst þátttöku í stjórnmálum. Hann var aðalhvatamaðurinn að því að Alþingi sendi bænaskrá til kóngsins um verslunarfrelsi frá fyrsta þingfundi sínum 1845 og síðan hvert þing eftir það þar til honum heppnaðist í samvinnu við danska þingmenn að fá fríverslun samþykkta á danska þinginu haustið 1853. Það var þó ekki aðeins það. Jón hafði einnig sett fríverslun sem hugmyndafræðilega þungamiðju í sjálfstæðisbaráttunni sem forsendu fyrir sjálfstæði. Árið 1843 ritaði hann grein er bar heitið „Um verslun á Íslandi“ sem birtist í þriðja árgangi Nýrra félagsrita. Þetta var byltingarkennd ritsmíð þar sem Jón beitti breskri klassískri hagfræði, í anda þeirra Adams Smith og Davids Ricardo, til þess að greina þróun Íslandssögunnar. Í fyrsta skipti voru utanríkisviðskiptin gerð að hreyfiafli sögunnar og deyfð landsins og vesaldómur rakinn til verslunareinokunar Dana. Þetta er án efa ein áhrifamesta tímaritsgrein sem rituð hefur verið á íslensku þar sem hún markar nýja stjórnmálastefnu fyrir Ísland, með höfuðáhersluna á viðskiptafrelsi. Stefnuna áréttaði Jón síðan aftur í Lítilli varningsbók sem var gefin út árið 1861. Þar segir hann í formála að verslunarfjötrarnir hafi orðið til þess að landsmenn „hafa misst traustið á sjálfan sér, sem öllum er nauðsynlegt, og með því samheldið og viljann til að hjálpa sér sjálfir; þeir hafa misst hinn alþjóðlega vilja til allra framkvæmda, og orðið kotungar ...“ Þá sýndi hann með nákvæmum tölulegum rökum að á sex ára fríverslunartíma hafi utanríkisverslun landsins fjórfaldast og helstu útflutningsvörur landsins hækkað í verði og jafnvel tvöfaldast í sumum tilvikum. Það gefur honum tilefni til þess að álykta: „Með því að nota þetta frjálsræði, sem vér nú höfum áunnið, getum vér áunnið þá framför í efnahag og öllum framkvæmdum sem geta opnað oss veg til alls þess sjálfsforræðis fyrir málefnum vorum er vér þurfum að hafa og sem enginn mun neita oss um eða geta neitað oss um, þegar vér sýnum í verkinu að vér séum færir fyrir því.“ Þessi frelsisformúla Jóns var aðalefni skálaræðanna er fluttar voru þetta kvöld í apríl 1904. Raunar er ræða Björns Jónssonar sem flutt var yfir samsæti verslunarmanna að stórum hluta útdráttur á grein Jóns Um verzlun á Íslandi. með fullveldi var frelsið á enda Hátíðarhöldin fimmtánda apríl 1904 voru í raun sigurhátíð. En fyrr um veturinn höfðu Íslendingar fengið framkvæmdavaldið heim með fyrsta ráðherranum og stuttu síðar hafði Íslandsbanki opnað dyr sínar fyrir viðskiptum. Ísland var á hraðri leið í alþjóðahagkerfið og rétt handan við hornið voru togarar og þéttbýlismyndun. Frelsi og nær stöðugar efnahagslegar framfarir fleyttu Íslandi síðan á fjórtán árum til fullveldis 1918, en þá kom babb í bátinn. Svo virðist sem landsmenn hafi verið óviðbúnir efnahagslegu sjálfstæði þar sem enginn rammi var fyrir hendi til þess að reka hagstjórn á nýju myntsvæði með eigin gjaldmiðil. Enginn sjálfstæður seðlabanki var á landinu og enginn gjaldeyrisforði og engar samræmdar aðgerðir í því að halda stöðugleika í hagkerfinu. Gríðarleg þensla og verðbólga var á Íslandi í fyrra stríði sem hefndi sín brátt með gengisfalli krónunnar árið 1920 þegar alþjóðleg kreppa reið yfir í stríðslok. Íslenskir ráðamenn hrukku allt í einu upp við vondan draum þegar tékkar Landssjóðs fengust ekki innleystir í Kaupmannahöfn. Kreppan leystist þó með ensku láni á afarkjörum og hækkandi fiskverði. En þrátt fyrir miklar umræður á Alþingi var umgjörð fyrir sjálfstæða hagstjórn ekki búin til á millistríðsárunum. Viðnámið var því ekkert þegar næsta áfall reið yfir með kreppunni miklu. Hið alþjóðlega viðskiptaumhverfi hérlendis leið svo endanlega undir lok eftir gjaldþrot Íslandsbanka árið 1930 og svo setningu fjármagnshafta ári síðar að kröfu Landsbankans, sem þjónaði sem Seðlabanki meðfram því að vera viðskiptabanki. Beiðni bankans kom til af því að gjaldeyrisforði landsins var uppurinn. Íslandsbanki var í eigu erlendra fjárfesta og skráður í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn og með honum gengnum hvarf öll erlend fjárfesting til Íslands. Fjármagnshöftin leystu þó aðeins gjaldeyrisvandræðin tímabundið. Brátt skutu ný gjaldeyrisvandræði upp kollinum sem voru þá leyst með innflutningshöftum sem reyrðust þéttar og þéttar að íslensku efnahagslífi með langri röð tímabundinna aðgerða til þess að spara gjaldeyri. Við lok heimsstyrjaldarinnar síðari var Ísland ein ríkasta þjóð Evrópu en gat þó ekki flutt inn ávexti nema fyrir jólin! Þessi staða hefði verið gott efni í eina rökfasta grein frá Jóni forseta þar sem hann hefði rakið þversagnir haftakerfisins og blindingsleik íslenskra stjórnmála með álíka hætti og hann gekk til verks gegn einokunarstefnu danskra stjórnvalda í verslun á Íslandi á nítjándu öld. Því að um algerlega hliðstæð málsefni var að ræða. Jón Sigurðsson eignaðist þó aftur sína sporgöngumenn er leið á tuttugustu öld. Alþjóðavæðingin sneri aftur til Íslands eftir 1960 en það var þó ekki fyrr en árið 1993 að landið var raunverulega opnað Verslunarfrelsi var þungamiðja í sjálfstæðisbaráttu Jóns Sigurðssonar sem taldi hana forsendu fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Hann benti á að „mörgum hættir við að taka Ísland eitt sér í allri veröldinni og vilja neita að reynsla annarra landa eigi þar við“. Þessi orð gætu verið mælt enn í dag. 1 Jón Sigurðsson 1861: 6.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.