Vísbending - 24.12.2012, Blaðsíða 11
11
V
ið Mývatn á Norðausturlandi er ein af fegurstu og
búsældarlegustu sveitum á Íslandi. En sé haldið í
suðurátt, upp á hálendið, tekur auðnin fljótlega við;
þar eru hrikaleg öræfi með fjöllum, eyðisöndum og
hraunflákum. Þar er Ódáðahraun, stærsta samfellda hraunbreiða á
Íslandi. Þetta landsvæði var að mestu ókannað fram undir miðja 19.
öld. Lék um það dulúð öldum saman og alþýðutrú kvað það íverustað
trölla og óvætta, og ekki síst útilegumanna, sakamanna sem flúið
höfðu undan réttvísinni. Reykjarstróka, sem stundum sáust ofan af
öræfunum, töldu menn koma frá Dyngjufjöllum í miðri auðninni.
Hugðu margir að þeir væru frá býlum útilegumanna sem leyndust í
afviknum en blómlegum huldudölum í grennd við fjöllin.
Árið 1830 ákváðu Mývetningar að rannsaka hvort útilegumenn
væri raunverulega að finna á öræfunum. Kveikjan að ferðinni var
slæmar heimtur á sauðfé um árabil. Þegar fé skilaði sér ekki með
eðlilegum hætti af fjalli á haustin höfðu bændur tilhneigingu til að
kenna útilegumönnum um það. Sennilegt þótti að þeir hefðu stolið úr
hjörðunum sér til viðurværis.
Fimm bændur voru í hópnum sem sendur var í rannsóknarferðina,
allt karlmenn á besta aldri. Voru þeir vopnaðir byssum, bareflum og
stórum sveðjum, enda var talið að um hættuför gæti verið að ræða.
Ekki höfðu bændurnir árangur sem erfiði. Þeir sneru heim nokkrum
dögum seinna eftir að hafa riðið umhverfis Dyngjufjöll og höfðu
ekki rekist á neina útilegumenn. Ekki höfðu þeir heldur fundið neinar
stöðvar þeirra.
Þessi ferð bændanna kann að þykja gefa tilefni til að kíma yfir
trúgirni og einfeldni íslensks sveitafólks fyrr á öldum; það hafi lifað
sig inn í heim þjóðsagnanna og látið þjóðtrúna og ímyndunaraflið ná
tökum á sér í stað þess að beita rökhyggju sem leiddi mönnum fyrir
sjónir hve ósennilegt það væri að útilegumenn gæfu lifað á öræfunum.
Óþekktur samtímamaður orti um ferð Mývetninga vísu sem varð
fleyg. Álitamál er hvort telja bera hana háð eða lof.
Mývatns horsku hetjurnar
herja fóru á Dyngjufjöll,
sverð og byssu sérhver bar,
að sækja fé og vinna tröll.
Ekki er að efa að hefðu bændur og aðrir leitarmenn að jafnaði
hætt sér lengra inn á afrétti hálendisins en þeir treystu sér til á þessum
tímum, hefðu fjárheimtur þeirra orðið mun betri. Stundum lendir fé í
sjálfheldu í fjallshlíðum og klettum og komi menn því ekki til bjargar
er voðinn vís. Reykur er ekki örugg vísbending um mannabyggð,
allra síst á Íslandi, þar sem náttúrulegir reykir eru margvíslegir, meðal
annars frá heitum hverum. Hugmyndir um blómlegar huldubyggðir á
hálendinu hlutu líka að vera ótrúverðugar þegar horft var til þess að
þar eru veður jafnan ódælli en á láglendi og hitastig lægra.
En útilegumannatrúin á Íslandi, sem að líkindum var nokkuð
almenn frá því snemma á öldum og fram í byrjun tuttugustu aldar,
var þó hvorki alveg tilefnislaus né hreinn hugarburður. Jafnvel
þótt hafnað sé öllum hinum vinsælu og litríku þjóðsögum um
útilegumannabyggðir í afskekktum dölum verður ekki framhjá því
horft að til eru raunveruleg og skjalfest dæmi um menn sem lögðust
út á þessum tíma, stálu fé, rændu ferðafólk og gátu verið ógnun við
friðsælar sveitir. Ýmis mannvirki, sem fundist hafa í hellum og á
öðrum stöðum fjarri byggð, bera þess ótvíræð merki að þar hafi menn
dvalist um lengri eða skemmri tíma. Þess eru ennfremur nokkur dæmi
að bændur hafi safnað liði til að handsama útilegumenn – og haft þá
með sér til byggða. Ferð bændanna úr Mývatnssveit upp á öræfin
árið 1830 var því ekki einsdæmi – að vísu var hún farin til að leita
ÍSLENSKIR úTILEgumENN:
ÞJÓðTRúIN Og vERuLEIKINN
um aldir var það útbreidd trú á Íslandi að í huldudölum á öræfunum
leyndust blómlegar byggðir útilegumanna. Dæmi eru um að bændur hafi vígbúist
og riðið til fjalla að leita að stöðvum útilegumanna. Þokunni yfir þessum
leyndardómsfullu stöðum létti ekki fyrr en með kortlagningu hálendisins á 19. öld.
guðmuNDuR
mAgNúSSON
SAgNFRæðINguR