Vísbending


Vísbending - 24.12.2012, Blaðsíða 8

Vísbending - 24.12.2012, Blaðsíða 8
8 breytti heiti á bók án þess að ræða við höfundinn.xv Höfundur titilsins hefur ekki gefið sig fram. Sennilega hefur hann verið nýbúinn að lesa bók Wernicks, sem áður var sagt frá, en það segir ekki mikið. Flestir góðir hægrimenn voru í bókaklúbbi Almenna bókafélagsins. Þorstein Pálsson minnir að hugmyndin hafi komið frá útbreiðslu- og áróðursnefnd flokksins, en honum og öðrum sem komu að gerð stefnunnar fannst hún eiga vel við.xvi Á fundi frambjóðenda flokksins gerði Gunnar Thoroddsen athugasemd við nafnið en umræður virðast ekki hafa verið miklar.xvii Þjóðviljinn sneri snilldarlega út úr yfirskriftinni: ,,Íhaldið hefur í hótunum. Leiftursókn gegn lífskjörum. Boðar óhefta markaðshyggju og erlenda stóriðju.“ Til hliðar var á forsíðunni sama myndin af forystu Sjálfstæðisflokksins og framan á Morgunblaðinu sama dag. Leiftursóknarvígorðið mátti skilja þannig að aðgerðirnar yrðu harkalegar. Geir Hallgrímsson sagði líka á blaðamannafundi þegar tillögurnar voru kynntar að fólk yrði að færa fórnir um hríð til þess að árangur næðist. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins gerðu sitt til þess að ýta undir þennan skilning. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að hér væri á ferðinni ómenguð kreppustefna. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambandsins, sagði að 10-20 þúsund manns myndu flýja land ef stefnan kæmi til framkvæmda.xviii Mörgum þótti líkingin við hernað ósmekkleg. Kannski minntust sumir þess líka að leiftursóknir Þjóðverja dugðu þeim ekki lengi. Sjálfstæðisflokkurinn sneri fljótt í vörn. Jónas Haralz sagði í Morgunblaðinu 28. nóvember: ,,Ég hefi orðið var við, að titillinn ,,leiftursókn“, sem varð fyrir valinu sem nafngift stefnuskrár Sjálfstæðisflokksins, hefur orðið ýmsum ásteytingarsteinn. Með þessu vali var auðsjáanlega ætlunin að leggja sem mesta áherzlu á skilning flokksins á mikilvægi þess tvenns, að sóknin gegn verðbólgunni yrði að sitja í fyrirrúmi fyrir öðru og sóknina yrði að hefja með snörpu átaki. Á hinn bóginn hefur nafngiftin óneitanlega á sér nokkurn áróðursblæ og getur vakið hugmyndir sem ekki eru í neinu samræmi við orð og anda stefnuskrárinnar sjálfrar. Þær hugmyndir eru aðallega tvær. Önnur hugmyndin er sú, að unnt sé að vinna bug á verðbólgunni í eitt skipti fyrir öll. Leiftursókn, og svo er öllu lokið. Þessu fer að sjálfsögðu víðs fjarri ... Hin hugmyndin er, að viðureignin við verðbólguna verði sársaukalaus, af því að hún gerist með skjótum hætti. Þessu fer einnig víðs fjarri. Verðbólga verður ekki hamin án sársauka og fórna“. xix Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins úti um land lentu sumir í basli við að verja stefnuna á fundum og nokkrir reyndu það ekki einu sinni. Sjálfsagt hafa margir hverjir verið hálfvolgir í stuðningi við tillögurnar. Guðmundur Magnússon segir að margir þingmenn flokksins hafi ekki getað hugsað sér vaxtafrelsi eða gjaldeyrisfrelsi, hafi raunar talið það hálfgeggjaðar hugmyndir. Lækkun ríkisútgjalda hafi verið eitur í beinum þeirra sem voru í framboði utan suðvesturhornsins. Geir Hallgrímsson, formaður flokksins, hafi hins vegar verið með á nótunum og viljað hafa skýra stefnu.xx Í opnuauglýsingu sem birtist í Morgunblaðinu 29. nóvember er stefnan farin að minna á hefðbundinn loforðalista. Þar er að vísu talað um leiftursókn gegn verðbólgu og niðurskurð ríkisútgjalda, en einnig er rætt um atvinnu fyrir alla, nýja sókn í atvinnumálum með nýtingu innlendrar orku, 15.000 ný störf, lægri vexti, lægri skatta og bundið slitlag á alla helstu vegi á næstu 10 til 15 árum. Þá er búið að bæta í pakkann 80% húsnæðislánum fyrir þá sem byggja eða kaupa í fyrsta sinn, en það var margfalt það sem þá var í boði. En þessi áherslubreyting nægði ekki Sjálfstæðisflokknum til sigurs. Flokkurinn vann mun minna á í kosningunum í desember en flokksmenn höfðu vonað. Hann fékk 21 þingmann, einum fleira en í ósigrinum mikla árinu áður, tveim fleiri ef Eggert Haukdal er talinn með, en hann bauð kæmi ríkisvaldið yfirleitt ekki að því borði. Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn stefndu líka að meira frelsi í verðlagsmálum en báðir vildu fara hægar í sakirnar en sjálfstæðismenn. Hvorugur flokk-urinn lagði hins vegar til að vextir réðust á markaði. Alþýðuflokkurinn vildi skylda Seðlabankann til þess að ákveða raunvexti, sem væru yfir núlli. Framsóknarmenn töluðu um að skammtímavextir ættu að vera í samræmi við verðbólgu en lögðu mest upp úr því að koma á verðtryggingu lána.ix Þegar stjórnvöld ákváðu hámarksverð og -vexti var erfitt fyrir fyrirtæki að freista viðskiptavina með hag-stæðari kjörum en annars staðar voru í boði. Viðskipti réðust á annan hátt en nú. Stjórnmálaskoðanir og stétt réðu miklu um hvar verslað var. Framsóknarmenn skiptu við kaupfélagið, verslunarmenn lögðu sparifé sitt í Verslunarbankann, sjálfstæðismenn keyptu bensínið hjá Shell. Borgaraleg öfl stofnuðu Almenna bókafélagið til að skapa mótvægi við bókaútgáfu vinstri manna. Klúbbbók októbermánaðar 1979 var annað bindið í ritröð um heimsstyrjöldina síðari. Þetta var Leifturstríð eftir Robert Wernick. Eins og nafnið benti til fjallaði bókin um það þegar skriðdrekar Þjóðverja og aðrar vígvélar ruddust með ógnarhraða yfir grannlöndin í upphafi stríðsins. Bókin var 208 blaðsíður, í stóru broti og prýdd mörgum myndum. Hún var þýdd úr ensku og nefndist á frummálinu Blitzkrieg. Leiftursókn eða endurreisn? Stefnuskráin sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram fyrir desemberkosningarnar 1979 var að sumu leyti í sama anda og efnahagsstefna flokksins frá því um vorið. Verðlag skyldi gefið frjálst og vextir og gjaldeyriskaup sömuleiðis. Ríkisútgjöld yrðu skorin niður um rúm 10%. Lagt var til að allir útgjaldaliðir fjárlaga yrðu endurskoðaðir frá grunni og sjálfvirk útgjöld stöðvuð. Niðurgreiðslur á búvörum yrðu lækkaðar og hluta þeirra breytt í tekjutryggingu til láglaunafólks. Atvinnufyrirtækjum í eigu ríkisins skyldi breytt í hlutafélög og þau seld. Verklegar framkvæmdir ríkisins yrðu boðnar út. Þá yrðu ,,skattar vinstri stjórnarinnar“ felldir niður. Gengissig krónunnar yrði stöðvað. Lög um vísitölutryggingu launa yrðu afnumin og opnuð ,,leið til frjálsra samninga um launakerfi er leiði síður til víxlhækkana.“ x Með þessu átti að stöðva verðbólguna, sem var 40-60% um þessar mundir. Aðrar aðgerðir voru hugsaðar sem mótvægi gegn samdrætti í framleiðslu og atvinnu og þær voru síður ,,í anda frjálshyggju“: Átak í vegagerð og tvær stórvirkjanir á kjörtímabilinu. Yfirskriftin sem lagt var upp með minnti á efnahagsstefnuna frá því um vorið: Endurreisn. Þetta var um leið skírskotun í Viðreisnina, stefnuskrána sem Viðreisnarstjórnin var kennd við á sínum tíma. Guðmundur Magnússon var formaður efnahagsnefndar flokksins. Hann var aðalhöfundur stefnunnar, þótt forystumenn flokksins og samnefndarmenn hefðu þar einnig áhrif. Þá um vorið hafði hann verið kjörinn háskólarektor. Í kosningabaráttunni var honum borið það á brýn að hann væri hægrimaður. Ekki þótti við hæfi að bendla háskólarektor við svo pólitískt plagg.xii Því hefur ekki áður komið fram að hann væri höfundurinn. Ýmsir aðrir voru nefndir til sögunnar sem höfundar stefnunnar. Meðal þeirra var Jónas Haralz, en það kom í hans hlut að fylgja henni eftir. En hann sagði frá því í Morgunblaðsgrein fyrir kosningarnar að hann hefði verið erlendis þegar stefnan var undirbúin og frá henni gengið. Hann hefði því ekki komið að henni nema á allra fyrstu stigum.xiii Og af nafninu sem stefnunni var valið á endanum voru þeir báðir alsaklausir. Guðmundi var brugðið þegar hann sá yfirskriftina yfir þvera forsíðu Morgunblaðsins að morgni 9. nóvember 1979: Leiftursókn gegn verðbólgu.xiv Honum þótti þetta jafnast á við að útgefandi

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.