Þjóðlíf - 01.10.1987, Blaðsíða 12
ERLENT
mikilvæg er niðurstaöan í þessu máli að Dole
dæmist úr leik sem frambjóðandi ef Bork
verður ekki hæstaréttardómari.
VALDASTOFNUN. Hæstiréttur Bandaríkj-
anna er mun áhrifa- og valdameiri en æðsta
dómstig í öðrum löndum. Mikilvægar og
stefnumarkandi ákvaðanir sem væru í öðrum
lýðræðisríkjum teknar af löggjafarþingi og
ráðherrum, hafa hér verið teknar af Hæsta-
rétti. Sem dæmi má nefna úrskurði um af-
nám opinbers kynþáttamisréttis, aöskilnað
ríkis og kirkju, fóstureyðingar, rétt einstakl-
inga gagnvart lögregluvaldi og óskoraðan at-
kvæðisrétt. Úrskurðir dómaranna níu velta
þráfellt á oddamanni, og þess vegna er
skiljanlegt að óvænt afsögn Lewis Powell í
júlí síðastliðnum hafi verið Bandaríkjafor-
seta kærkominn glaðningur. Powell hefur
oftsinnis verið þessi oddamaður í Hæstarétti
og afstaða hans ráðið úrslitum í mikilvægum
málum.
Dómarar sitja ævilangt í Hæstarétti, ef
þeim býður svo við að horfa; og algengast er
að þeir sitji þar á annan áratug. Það liggur í
augum uppi að þegar Ronald Reagan valdi
Robert Bork skoðanabróður sinn í sæti í
Hæstarétti tryggði hann lífsspeki sinni áhrif
langt umfram eigið valdaskeið. í fyrsta sinn í
hálfa öld ræður meirihluti íhaldsmanna
æðsta dómstólnum, ef öldungadeildin fellst á
tilnefningu Roberts Bork.
Hægrimenn hafa því, af skiljanlegum
ástæðúm, fagnað tilnefningunni. Bruce Fein,
lögfræðingur sem starfaði um tíma í ríkis-
stjórn Reagans og er þekktur hægrisinnaður
réttarspekingur, sagði til dæmis: „Mál-
flutningur og atkvæði Roberts Bork munu
ráða úrslitum þegar mikilvæg mál, eins og
fóstureyðingar, forgangsréttur minnihluta-
hópa, málfrelsi og samband ríkis og kirkju
koma til kasta Hæstaréttar, og einmitt þess
vegna varð hann fyrir valinu."
PÓLITÍK OG DÓMSVALD. Flestir eru sam-
mála um að Bork dómari sé skarpgreindur,
skemmtilegur og á allan hátt viðkunnanlegur
maður. Hann kenndi við lagadeild Yalehá-
skóla og þykir framúrskarandi kennimaður.
Honum verður því ekki vikið frá á grundvelli
vankunnáttu. Hafni öldungadeildin honum,
hlýtur sú niðurstaða að byggjast á því að
menn telji réttarspeki hans óæskilega í
Hæstarétti.
Athyglin beinist þess vegna að þeim skoð-
unum sem dómarinn hefur tjáð í fjölmörgum
dómsúrskurðum, fræðilegum greinum og
ræðum. Ýmis almannasamtök hafa tekið af-
stöðu með og móti dómaranum umdeilda, og
sumir ekki vandað honum kveðjurnar.
Edward Kennedy öldungadeildarþingmaður
telur Bork öfgasinnaðan hægrimann sem
kæri sig ekkert um að Hæstiréttur fyrirbyggi
kynþáttamisrétti, kynjamismun, ritskoðun
og fleira.
Bandaríkjastjórn kvartar yfir því að verið
sé að blanda pólitík í val á dómurum og segja
menn í Hvíta húsinu að dómsvaldið þurfi að
vera ofar og óháð dægurpólitíkinni. Þetta er
hræsni, bæði með hliðsjón af fyrri orrustum
um dómaraval og þeirri staðreynd að ríkis-
stjórnin reynir jafnframt með öllu móti að
sanna að Bork sé ekki hægrisinnaður öfga-
ntaður heldur einungis hófsamur íhalds-
maður líkt og Lewis Powell, sá sem sagði
dómarasæti sínu lausu.
En að mati fréttaritsins Newsweek er
Robert Bork ekki sá hófsemdarmaður sem
Hvíta húsið vill vera láta. „Það er rangt að
halda því fram að hann sé eitthvað sem hann
er ekki," er haft eftir háttsettum embættis-
ntanni í Hvíta húsinu í ritinu. „Sannleikurinn
er sá að hann er hægrisinnaður harðlínu-
maður. En það er ekki þar með sagt að hann
muni taka hægrisinnaða afstöðu í öllum
dómsmálum."
ÍHALDSAMARI EN FLESTIR. Robert
Bork, sent er sextugur að aldri, var laga-
• Bork og Nixon 1973; óvinsælt par.
prófessor við Yaleháskóla, vann síðan hjá
dómsmálaráðuneytinu og er nú dómari við
áfrýjunardómstól í Washington. Af skrifum
hans má ráða að ein helsta réttarkenning
hans sé sú, að takmarka beri umsvif Hæsta-
réttar sem mest. Hann hefur gefið í skyn að
dómstóllinn fremji einskonar valdarán í
hvert skipti sem dómar byggjast á frjálslegri
túlkun stjórnarskrárákvæða. Bork hvetur til
réttarlegrar hófsemdar, að öðrum kosti verði
dómstóllinn „hreint valdatæki".
Af þessum sökum telur Robert Bork að
dómstóllinn megi ekki hnekkja lögum ríkis
eða fylkja, nema sá úrskurður byggist á skýru
og einhlítu ákvæði í stjórnarskránni. Ein af-
leiðing þessarar ströngu afstöðu er sú, að
Bork álítur að meirihlutinn geti með fullum
rétti skyldað minnihlutahópa til að fylgja
siðaboðum sínum, Hæstiréttur fái þar engu
um breytt.
í Connecticut-fylki var hjónum bannað
með fylkislögum að nota getnaðarvarnir að
viðlagri hegningu. Hæstiréttur úrskurðaði
árið 1965 að lög þessi samrýmdust ekki
stjórnarskránni, af því að samkvæmt 14. við-
bótagrein bandarísku stjórnarskrárinnar
megi fylkin ekki skerða frelsi einstaklings án
viðhlítandi dómsumfjöllunar. í þetta frelsis-
hugtak hefur verið lagður sá skilningur, að
einstaklingar og heimili séu sjálfstæð og
óháð hinu opinbera valdi, svo framarlega að
ekki sé sönnuð knýjandi nauðsyn frelsis-
skerðingar. Hæstiréttur hefur þráfellt byggt
úrskurði á þessum rétti til persónufrelsis.
Robert Bork telur þessa úrskurði for-
kastanlega og segir að þar eð Hæstiréttur
geti ekki skilgreint svo fullnægjandi megi
teljast hugtakið frelsi í 14. greininni eigi
dómstóllinn ekki að byggja úrskurði á því
hugtaki og því ekki að skipta sér af málum er
varða persónufrelsi. Þessi ofurstranga og
þrönga túlkun á bandarísku stjórnarskránni
brýtur ekki einungis í bága við hina almennu
útleggingu heldur einnig skoðanir þekktra
íhaldsmanna í dómarastétt, eins og Felixar
Frankfurters og Marshalls Harlans.
Þeim Frankfurter og Harlan var hvorug-
um Ijúft að skilgreina hugtakið persónufrelsi
samkvæmt 14. greininni og töldu það færa
dómendum mikið vald í hendur. En báðir
töldu sér skylt að varðveita friðhelgi einka-
lífsins og því rétt að ógilda hegningarlög
Connecticut-fylkis viðvíkjandi getnaðar-
vörnum hjóna.
HLEYPUR BORK útundan sér? Dómarinn
umdeildi hefur ákveðnar skoðanir á ýmsum
málum, en það er samt sem áður ekki útséð
hvort hann lætur til skarar skríða í Hæsta-
rétti. í fyrsta lagi hafa dómendur löngurn
leitast við að byggja úrskurð á sem fæstum
forsendum - í því augnamiði að taka ekki
afstöðu til fleiri þátta málsins en bráð-
nauðsynlegt þykir. í öðru Iagi tíðkast í rétt-
inum stare decisis, þ.e. að uppkveðnir ur-
skurðir skuli standa óhaggaðir. Dómarar
eiga með öðrum orðum að stuðla að stöðug-
leika með því að hrófla ekki við ályktunum
forvera sinna. En Bork hefur viðhaft ÞaU
orð, að Hæstiréttur „ætti alltaf að vera opim1
fyrir því að fjalla að nýju um vald sitt sam-
kvæmt stjórnarskránni".
Helsta spurningin sem öldungadeild"1
hefur fengist við undanfarið er sú hvorí
Robert Bork ætlar að standa við þá kenu-
ingu sína að Hæstiréttur eigi að halda að sef
höndum. Ennfremur, hvort dómarinn ætlar
einungis að framfylgja þeirri kenningu 1
sambandi við væntanlega úrskurði, eða
hvort hann hyggst láta hendurstanda fram ur
ermum og umturna ýmsum þeim dómum
Hæstaréttar sem hann hefur fordæmt.
til
dæmis þeim sem hafa aukið persónufre sl
manna. Um það eru margir hægri menn og
vinstri menn sammála, að ef Bork ver
virkur í samræmi við skoðanir sínar, þá vtr .
horfið af braut aukinna lýðréttinda her
Bandaríkjunum. íhaldsamra áhrifa
réttar gæti þá á mörgum sviðum bandans
þjóðlífs langt fram á næstu öld.
• Jón Ásgeir Sigurðsson
10