Þjóðlíf - 01.10.1987, Blaðsíða 20

Þjóðlíf - 01.10.1987, Blaðsíða 20
ERLENT Síðastí fanginn í Spandau Daudi Rúdolfs Hess og umræöur um nasismann í Vestur-Þýskalandi ÞEGAR ÞAU TÍÐINDI bárust þann 17. ágúst síðastliðinn, að Rúdolf Hess, fyrrum staðgengill og trúnaðarmaður Adolfs Hitl- ers, væri horfinn til feðra sinna, safnaðist hópur fólks saman fyrir framan herfangelsi Bandamanna í hverfinu Spandau í Vestur- Berlín, til að minnast hins látna. Nokkrir báru logandi kerti, en aðrir reyndu að smjúga gegnum varnarvegg lögreglunnar til að leggja blóm við fangelsisdyrnar. Um líkt leyti efndu hópar nýnasista til útifunda víðs vegar um Vestur-Þýskaland, til að votta hin- um látna nasistaforingja virðingu sína. Enda þótt hér væri um fámenna hópa að ræða, ollu þessar uppákomur töluverðu fjaðrafoki, ekki síst vegna þess, hve fjölmiðlar gerðu þeim rífleg skil. Það kom reyndar ekki á óvart, að dauði Rúdolfs Hess skyldi valda uppnámi í Vestur- Þýskalandi. Allt frá því að herdómstóll Bandamanna í Núrnberg dæmdi Hess til ævi- langrar fangelsisvistar þann 30. september 1946, hafa skoðanir verið skiptar um rétt- mæti þessa dóms. Eftir að síðustu samfangar Rúdolfs .Hess, Baldur von Schirach, „æsku- lýðsleiðtogi" Hitlers og Albert Speer, her- málaráðherra nasista, losnuðu úr haldi fyrir 20 árum, hafa verið uppi háværar raddir um, að Hess yrði látinn laus. Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn voru reyndar löngu búnir að fallast á að náða Hess, en Sovétmenn sögðu þvert nei. í heila tvo áratugi var Rúdolf Hess því eini fanginn í fangelsinu í Spandau, sem upphaflega var byggt til að hýsa 600 misindismenn. Varðsveitir Banda- manna skiptust á um að gæta fangans og það er ekki orðum aukið, að Hess hafi verið ,,dýrasti“ fangi, sem um getur í sögunni. Annað, sem gerði það að verkum, að dauði hans vakti sýnu meiri athygli en efni stóðu til, var sá óþarfi skollaleikur, sem á eftir fylgdi. í fyrstu var tilkynnt, að Hess hefði látist á bresku hersjúkrahúsi. Því næst létu yfirmenn breska hersins þau boð út ganga, að hann hefði dáið í fangelsinu í Spandau og daginn eftir barst sú fregn, að Hess hefði kyrkt sig með rafmagnsvír í fangelsisgarðinum. Þessi hringlandi varð til þess að kynda undir þeim orðrómi, að Hess hafi verið komið fyrir kattarnef. Til að komast að hinu sanna óskuðu ættingjar og verjandi Hess eftir því, að lík hans yrði krufið öðru sinni á sjúkrahúsi í Múnchen og það var ekki fyrr en að lokinni þeirri krufningu, að þeir töldu fyrrnefndan orðróm tilhæfulaus- an. Bandamenn höfðu talið rétt að verða við þeirri ósk ættingja Hess, að hann yrði borinn til hinstu hvíldar í grafreit fjölskyldu sinnar í bænum Wunsiedel í Bæjaralandi. Þegar leið að útfarardeginum flykktust ungir nýnasistar í hópum til bæjarins, svo ættingjarnir sáu þann kost vænstan að söðla um oggrafa líkið á laun í ónefndum kirkjugarði. Enda var ein- sýnt, að bærinn Wunsiedel hefði að öðrum kosti orðið eins konar pílagrímsstaður ný- nasískra hópa. • Sigraði loks með dauðanum. Spandau, sem að lokinni 40 ára fangelsisvist greip til þess örþrifaráðs á tíræðisaldri að svipta sig lífi? Rúdolf Hess fæddist í Egyptalandi, þar sem faðir hans stundaði kaupsýslu, árið 1894. Eftir að hafa barist á vígvöllum fyrri heimsstyrjaldar, lagði hann stund á hag- fræðinám við háskólann í Múnchen. Að loknu námi var hann um skeið aðstoðarmað- ur prófessorsins og hershöfðingjans fyrrver- andi, Karls Haushofers. Árið 1920 komst hann í kynni við nýstofnaðan flokk þýskra þjóðernissinna (NSDAP) og hlýddi á ungan ræðumann þylja yfir flokksbræðrum sínum á bjórkrá í Múnchen. Málflut/iingur þessa unga ræðumanns, sem hét Adolf Hitler, heillaði Hess svo mjög, að hann ákvað á samri stundu að fylgja honum út á vígvöll þjóðfélagsbaráttunnar. Rúdolf Hess gekk í nasistaflokkinn og varð í senn eldheitur að- dáandi og hægri hönd Adolfs Hitlers. Hann átti drjúgan þátt í að kynda undir persónu- dýrkun og blindri ást á foringjanum. Eftir hina misheppnuðu nóvemberuppreisn nasista í Múnchen 1923 sat hann um tíma með Hitler á bak við lás og slá í bænum Landsberg. Sagan segir, að þar hafi þeir fél- agar í sameiningu lagt drög að þeirri víð- frægu ritsmíð Hitlers „Mein Kampf“. Það eru að vísu áhöld um það, hversu mikið Hess hafi lagt af mörkum til umræddrar bókar. Sumir halda því fram, að hann hafi einungis verið í hlutverki skrifarans, en aðrir telja fullvíst, að hann hafi hjálpað foringjanum að klambra textanum saman. Eftir að þeir Hitler og Hess voru lausir úr fangelsinu í Landsberg, varð Hess nánasú samstarfsmaður og hirðsveinn foringjans. Hann ferðaðist um og boðaði löndum sínum „fagnaðarerindi" nasismans, sem einkum fólst í skýlausri auðmýkt og undirgefni við og varðveist hafa á myndböndum þeirra tíma má helst ráða, að hann hafi litið á Ado.t Hitler sem endurlausnara Þjóðverja og mannkynsins alls. Hitler var að sjálfsögðu snortinn af hástemmdri hrifningu félaga sms og samherja. Þann 21. apríl 1933 tilnefnú' hann Hess sem staðgengil sinn í hásæn Nasistatlokksins og veitti honum umboð ti að taka ákvarðanir í málefnum flokksins ' sínu nafni. í desember sama ár hygldi foring' inn vini sínum enn betur og gerði hann a ráðherra án sérstaks ráðuneytis. Þar me fékk Hess aðstöðu til að vega og meta gerðn annarra ráðherra. Síðar veitti Hitler honum umboð til að hafa hönd í bagga með skipaI1 háttsettra embættismanna. Þrátt fyrir alla velvild Hitlers í garð þcsS“ staðgengils síns virðist hann hafa haft t'11, álit á forystuhæfileikum Hess, þegaf reyndi. Smám saman gerðust ýmsir aðrir, s'° sem Goebbels, Himmier og Bormann, a sópsmeiri í flokknum og það olli Hess sarU.. vonbrigðum, þegar Hitler gekk fram1!1 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.