Þjóðlíf - 01.10.1987, Blaðsíða 37

Þjóðlíf - 01.10.1987, Blaðsíða 37
Það eru einkum tveir kostnaðarliðir sem skilja ungar barnafjölskyldur frá öðrum: • Húsnæðiskostnaður. Varlega áætlað nemur hann að jafnaði 20 þús. krónum á mánuði, þó líklega sé hann talsvert hærri hjá flestum. • Dagvistarkostnaður. Heilsdags vistun hjá dagmóður kostar 11.600 krónur fyrir eitt barn á mánuði (fæði er þá innifalið). Y ngsta barnafólkið hefur ekki í önnur hús að venda. Það er skiljanlegt að fólk á frjósamasta aldri bregðist barneignahlutverki sínu þegar ^ostnaður þess umfram flesta aðra nemur lugum þúsunda króna á mánuði. Það fer ein- Hldlega ekki saman að fjárfesta í rándýru húsnæði og að eignast börn. Margt ungt fólk velur því eðlilega að fresta barneignum eða e'gnast færri börn en ella hefði orðið. Sumt barnafólk er svo lánsamt að hafa aðgang að móður- eða föðurforeldrum. Opinberar tölur sýna að hin gamalkunna ‘ettarfjölskylda, og sú samhjálp milli kyn- slóða sem henni tengist, er á hröðu undan- haldi, enda eru ömmurnar oft útivinnandi sjálfar. Smábarnaforeldrar verða því í aukn- um mæli að treysta á eigin styrk. Lítum því næst á kostnað ungs barnafólks Vegna dagvistunar: Um 3/4 smábarnamæðra (í Reykjavík) s'Unda launavinnu. Af þeim eru 40% í fullri vmnu (skv. vísbendingum úr Spurningavagni l'éhigsvísindastofminar, 1986). Mjög stór h|uti smábarna (a.m.k. í Reykjavík og ná- Sfannabyggðum) þarf því á dagvistun að halda. Yngstu, og jafnframt efnaminnstu, loreldrarnir eiga ekki aðgang að niður- §reiddri dagvistun hins opinbera. Þeim býðst uöeins langdýrasti dagvistarkosturinn, en Pað eru dagmæðurnar. Heilsdags vistun hjá Pugmóður kostar 11.600 krónur fyrir barn á mánuði. Ef mánaðarlaun móðurinnar eru 35 Þús. krónur jafngildir það að 1/3 tekna hennar fyrir skatt fari í pössun. sle Ungt barnafólk er því oft á milli steins og 8gju: Hár húsnæðiskostnaður knýr á um aó báðir foreldrar stundi launavinnu, en þar ■"-'m dagvistarkostnaður er svo hár, sérstak- ega ef foreldrarnir eru svo „ólánsamir" að e,ga tvö börn á forskólaaldri, er ávinningur- llln af því að móðirin vinni utan heimilis e,1ginn. í þessari erfiðu stöðu eru smábarna- °reldrum færar tvær leiðir til að atta sæmi- c8ra tekna án þess að þurfa að sjá á eftir s’órum hluta launanna í pössun: Mæðurnar geta stundað launavinnu C|ma, t.d. með því að gerast dagmæður. Fjölskyldufaöirinn getur bætt á sig vinnu. Samkvæmt niðurstöðum úr Spurninga- 'agni Félagsvísindastofnunar (1986) vinna sniábarnafeður að jafnaði sem svarar einum ’nnudegi lengur í viku hverri en aðrir karl- aienn. Vinnuvika smábarnafeðranna var 57 klst. INNLENT Hér að framan hefur verið sýnt fram á að ungu barnafólki er att út í rniklar fjárhags- legar þrengingar þar sem fátt er um undan- komuleiðir. í ljósi þessa er vart að undra að íslenskir foreldrar hafa að jafnaði tvöfalt lengra á milli barna en foreldrar annars stað- ar á Norðurlöndunum (fjögur ár hér í stað tveggja þar). Þetta langa bil milli fæðinga mætti túlka sem vísbendingu um að hér séu enn ónýttir möguleikar til verulegrar aukn- ingar barneigna. KYNSLÓÐAMISRÉTTI? Samkvæmt ný- legri sænskri könnun er ójöfnuður þar í landi meiri milli kynslóða en einstakra hópa laun- þega. Hagur ungra barnafjölskyldna var lakastur. Efnahagur fólks á aldrinum 45 - 65 ára var bestur. Orsakirnar ættu að hljóma kunnuglega: Eldri kynslóðin hafði hagnast á verðbólgu og hagstæðum lánum. Þó hefur verðbólga þar í landi aðeins verið brot af þeim ósköpum sem dunið hafa á okkur. Ef að líkum lætur er kjaramisrétti milli kynslóða mun meira hér en í Svíþjóð. Þeir sem marka stefnu í kjaramálum ættu að kanna þetta nánar. Auðvitað ákvarðast lífs- kjör fólks ekki at' laununum einum saman. Útgjöldin ráða þar miklu um einnig. íslensk kjarabarátta er stödd á villigötum. Launa- flokkaþjark og hagsmunagæsla launafólks hvert gagnvart öðru er út í loftið, enda fátt eins verðbólguhvetjandi. Það er þörf nýrra viðhorfa. STEFNA STJÓRNVALDA. Stefna stjórn- valda gagnvart barnafólki er svo ómarkviss og lítið hvetjandi til barneigna að réttara væri að tala um stefnuleysi. Þorri manna virðist sljór fyrir að slíka stefnu þurfi. Aðgerðaleysi stjórnvalda í fjölskyldumál- um virðist mælast ágætlega fyrir hjá nokkuð mörgum. Þetta fólk telur að opinber fjöl- skyldustefna muni óhjákvæmilega brjóta í bága við friðhelgi heimilisins. Menn bera fyr- ir sig frelsi einstaklingsins til að ráða sínum málum. Börn, barneignir og uppeldi skulu alfarið vera einkamál fjölskyldunnar. Svo hefur það alltaf verið og svo skuli það áfram vera. Rök sem þessi eru út í hött og þjóna litlum öðrum tilgangi en að slá ryki í augun á fólki. Með „fjölskyldustefnu" er vitaskuld ekki stefnt að „uppeldi undir ríkisforsjá" eða „stórabróður-samfélagi" heldur er verið að tryggja að ekki verði brotið á ungu fjöl- skyldufólki og hagur þess fyrir borð borinn, líkt og þráfaldlega hefur gerst. Stefnuleysi leiðir til skeytingarleysis. Ef í gildi væri markviss fjölskyldustefna þætti ekki við hæfi að leggja of ntiklar fjárhagsbyrðar á ungt barnafólk. Ef aðhalds væri þörf í þjóðarbú- skapnum yrðu álögur lagðar á önnur og breiðari bök. Nú eru sérstök innflutningsgjöld á barna- vögnum, bleijum og öðrum nauðsynja- varningi fyrir smábarnafjölskyldur. Hærri söluskattur er á ungbarnamat en öðrum mat, og svo mætti lengi telja. Ef í gildi væri virk fjölskyldustefna liðist stjórnvöldum ekki mismunun af þessu tagi. STUÐNINGUR. Þrátt fyrir ásakanir um stefnuleysi aðhafast stjórnvöld ýmislegt sem kemur sér vel fyrir barnatjölskyldur. Barna- fólk eru þó sjaldan sá markhópur sem aðstoð stjórnvalda beinist sérstaklega að. Oft er eins og barnafólkið hafi fengið að „fljóta með" öðrum. Opinber stuðningur við barnatjölskyldur er ekki á nokkurn hátt hvetjandi til barn- eigna . Húsnæðislánin, sem vafalaust er þýðingarmesta aðstoðin við ungt barnafólk, er dæmi um hvorutveggja: Smábarnafor- eldrar eru settir á bekk með öllum öðrum og njóta engra umframlánsréttinda. Barnatjöldi skiptir engu máli. Einstæðingar eiga ná- kvæmlega sama lánsrétt og smábarnafjöl- skyldur. Sama gildir um aldraða og aðra, jafnvel stóreignafólk, sem á skuldlausar eignir. Er furða að húsnæðislánakerfið riði tiffalls? Barnabætur eru óverulegar og koma næstum aldrei til útborgunar heldur eru þær dregnar frá skatti. Samkvæmt núgildandi kerfi jafngilda þær á bilinu tveggja til þriggja vikna launum. Til samanburðar má geta að dagvistarkostnaður fyrir eitt barn hjá dag- ntóður í heilt ár nemur 140.000 krónum. Getur barnafólk treyst því með tilkomu staðgreiðslu og virðisaukaskatts að það haldi sínum hlut? Að vísu er ekki af miklu að missa. Niðurgreiðslur á matvælum hafa lækkað á seinustu árum. Fyrstu aðgerðir nýrrar ríkis- stjórnar voru aö leggja sérstakan söluskatt á matvörur. Allt bitnar þetta harðar á barna- fjölskyldum en öðrum, því þær neyta hlut- fallslega mestrar matvöru. Fæðingarorlof var nýlega lengt og mun á næstu árum fara úr þremur í sex mánuði. Betur má ef duga skal. Þrátt fyrir þessa lengingu verðum við áfram langt á eftir þeirn þjóðum sem við miðum okkur helst við. í Svíþjóð og Finnlandi erfæðingarorlof þrefalt lengra en hér verður eftir fyrirhugaða leng- ingu. Opinber dagvistun er sá liður sem snýr að sveitar- og bæjarfélögunum að annast. Frá bæjardyrum ungs barnafólks eru horfur í dagvistarmálum dökkar. Dagvistarkerfi Reykjavíkurborgar riðar til falls vegna þess hve því er þröngur stakkur skorinn. Það fær ekki að vaxa í réttu hlutfalli við þá gífurlegu eftirspurnaraukningu sem orðið hefur. Þeim börnum fjölgar stöðugt sem fá ekki pláss á dagvistarheimilum borgarinnar. Biðtími ein- stæðra foreldra eftir dagheimilisplássi hefur nær þrefaldast á tjórum árum (sjá ársskýrslur Dagvistar Reykjavíkurborgar). Árið 1985 var meðalbiðtími eftir leikskólaplássi rúmt ár en allt upp í þrjú ár í þeim hverfum sem flest barnafólk býr. Börnum hjádagmæðrum 35 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.