Þjóðlíf - 01.10.1987, Blaðsíða 52

Þjóðlíf - 01.10.1987, Blaðsíða 52
ÍÞRÓTTIR Með eða án atvimuimanna? Deilt um knattspyrnulandslidid HVERJIR EIGA að skipa landslið fsiands í knattspyrnu á hverjum tíma er eitt helsta þrætuepli þeirra sem fylgjast með þessari íþrótt af lífi og sál. Skoðanir eru skiptar og mótast jafnan af gengi landsliðsins frá leik til leiks, og sjaldan hefur jafn mikið borið á þessum deilum og á nýliðnu sumri og hausti. Undirrótina að þeim má að miklu leyti rekja til tapsins fræga gegn Austur-Þjóð- verjum á Laugardalsvellinum, 0-6, í byrjun júní. Þar fékk íslensk knattspyrna kjaftshögg sem undan sveið. Sigfried Held landsliðs- þjálfari, sem flestir voru ánægðir með eftir jafnteflin við Frakkland og Sovétríkin haust- ið á undan, var harkalega gagnrýndur fyrir vinnubrögð sín við undirbúning landsleikja, leikskipulagið og sjálft liðsvalið. Leikmenn- irnir sjálfir fengu óvægna gagnrýni fyrir lélega frammistöðu og margir kenndu þeirra eigin sigurvissu og ofmati á getu liðsins hvernig fór. Eitt af því sem deilt hefur verið um er hve stóran hluta atvinnumannanna eigi að kalla til landsleikja. Þar sýnist sitt hverjum, nota alla sem á annað borð gefa kost á sér, fá þá bestu í bland við leikmenn íslensku félag- anna, eða jafnvel byggja landsliðið eingöngu á þeim síðarnefndu. Eftir sigur ólympíulandsliðsins á Austur- Þjóðverjum í byrjun september hafa þær raddir orðið háværari sem vilja nánast ein- vörðungu nota „íslenska" leikmenn. Forföll knúðu Held til að taka inn þrjá leikmenn úr ólympíuliðinu ásamt Pétri Ormslev sem ekki var gjaldgengur þar þegar ísland lék við Noreg í Evrópukeppni landsliða viku síðar, og sigraði 2-1. Þeir stóðu allir fyrir sínu eftir að hafa verið mis-óstyrkir framanaf og sýndu að stökkið er ekki svo stórt á milli ólympíu- og A-landsliðs. Hér er grundvallarspurningin um stefnu knattspyrnuforystunnar og einmitt nú eru nokkur tímamót og ástæða til að hugsa sinn gang. Evrópukeppninni er að ljúka og heimsmeistarakeppnin hefst á næsta ári. Á að halda áfram að hóa saman atvinnumönn- unum og fylla upp í götin með leikmönnum íslensku liðanna? Með þeim hætti er liðið saman 2-3 daga fyrir leik í undirbúningi sem aldrei verður nema til þess að stilla saman helstu strengina. Það er aldrei kostur á vináttulandsleikjum eða hreinum æfinga- leikjum - liðið verður að spjara sig þegar á hólminn er komið í Evrópu- eða heims- meistarakeppni og treysta á samheldni og baráttuanda. Þetta hefur stundum gengið upp og þá með glæsilegum úrslitum - í önnur skipti hefur allt farið til fjandans. Sé hinsvegar áhugi fýrir því að byggja upp landslið sem fær mikla samæfingu og tíma til undirbúnings þarf að færa fórnir. Eini mögu- leikinn til þess er að byggja nær einvörðungu á leikmönnum íslensku liðanna sem geta komið saman reglulega á öllum árstímum. Það þýðir að ekki mega vera í því landsliði margir sem leika erlendis. Hinsvegar verður ekki framhjá því litið að erlendis leika flestir af okkar albestu knattspyrnumönnum og þeir sem mestu reynsluna hafa. Þeir eru oft ómetanlegir þegar mest á reynir. Á þessu sést að það er ekki einfalt að byggja upp landslið og gera til þess miklar kröfur. En það þarf að vega og meta aðstæð- ur hverju sinni. Það hefur lengi verið hald manna að við eigum einfaldlega ekki nógu góða leikmenn til að taka við þegar at- vinnumönnunum sleppir. Sú staða virðist vera að breytast. Ólympíulandsliðið hefur sýnt og sannað að breiddin er að aukast, við eigum um fleiri frambærilega leikmenn að velja en nokkru sinni áður. Það er sennilega rétt að leyfa þessari Evrópukeppni að ljúka að fullnustu áður en heimsmeistarakeppnin verður skipulögð. En ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Ólympíu- landsliðið er að miklu leyti skipað kjarna þess 21-árs landsliðs sem hvað best hefur staðið sig. Leikmenn þess gjörþekkja hver annan, hafa leikið þó nokkuð saman og gegn hver öðrum í 1. deildarkeppninni. Verkefni þess lýkur með fjórum erfiðum leikjum í apríl og maí á næsta ári en þá er leikin síðari umferðin í undanriðlinum fyrir ólympíu- leikana. Það er á óhentugum tíma, rétt áður en íslandsmótið er að hefjast, og því verður leikæfingin ekki mikil. Nema liðið fái því fleiri verkefni í vetur. Spurningin er sú hvort hér sé ekki á ferð sá framtíðarkjarni íslenska landsliðsins sem ber það uppi næstu árin. Það yrði rökrétt fram- hald að kjarni ólympíulandsliðsins héldi sér áfram að undankeppni þess lokinni og tækist á við heimsmeistarakeppnina, ásamt þeim sem leika hér heima en voru ekki gjaldgengir í ólympíuliðið, og svo albestu atvinnumönn- unum. Það væri hreinlega hægt að setja ákveðinn kvóta, ekki kallaðir til leikja nema fjórir, þrír eða jafnvel aðeins tveir atvinnu- menn í hvert skipti. Þá aðeins þeir sem eru í góðri leikæfingu hjá sínum félagsliðum og eru ótvírætt mun snjallari þeim sem heima leika. Það á ekki að vera sjálfgefið að at- vinnumennska gefi fast landsliðssæti! Þeim hugsunarhætti þarf að breyta. Fyrst þegar kjarninn úr liðinu leikur hér heima er hægt að tala um samæfingu af ein- hverju viti. Þá er möguleiki á skipulögðum æfingum landsliðsins að vetrarlagi loks fyrir hendi, liðið gæti komið saman nokkrum sinnum á sumri og áfram þegar íslandsmót- inu er lokið. En til þess að það gangi upp þurfa aðstæður íslenskra knattspyrnumanna að breytast á ýmsan hátt. Þeir þurfa að fá tækifæri til að einbeita sér meira að íþrótt sinni en áður. Þeir mega ekki bíða fjárhagslegt tjón af þátttöku sinni og það þýðir í berum orðum að hér yrði að taka upp atvinnumennsku í einhverri mynd. Öðruvísi er ekki endalaust hægt að gera kröfur um betri og betri knattspyrnu, sterk- ara og sterkara landslið skipað leikmönnurn úr íslenskum liðum. Þetta verður ekki gert nema með þátttöku fyrirtækja sem eru mörg hver í seinni tíð farin að líta æ hýrari augum til íþróttamanna og átta sig á að stuðningur við þá getur verið hagsmunamál fyrir báða aðila. Á þennan hátt er hálf-atvinnu- mennska rekin á hinum Norðurlöndunum og það er ekki ólíklegt að þróunin verði í þá átt hérlendis næstu árin. Lítið dæmi um hvað íslenskir knatt- 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.