Þjóðlíf - 01.10.1987, Blaðsíða 30
ustu dæmin af þeirri bylgju námskeiða sem
flæða yfir þjóðina og eiga það að meira eða
minna leyti sammerkt að fólk er að reyna að
styrkja stöðu sína í líi'inu og hver og einn
hugsar aðeins um sig sjálfan. Þetta eru oftast
praktísk námskeið, þó að þau þurfi ekki
endilega að hafa það að markmiði en fólk er
greinilega reiðubúið að leggja mikið álag á
sig í þrotlausri leit að endurhæfingu eða full-
komnun, og oft kosta þessi námskeið drjúg-
an skilding," segir einn þeirra sem leitað var
til um skýringar á fyrirbærinu. Annar segir:
„Þetta helst í hendur við uppahreyfinguna á
Vesturlöndum og þá koma mér Dale
Carnegie námskeiðin í hug. Þú reynir að
styrkja stjórnunarhæfileikana, styrkja sjálfs-
traustið en um leið felst ákveðin sjálfssefjun í
þessu." Sálfræðingur sem rætt var við sagði
að í seinni tíð væru yngri sálfræðingarnir
nokkuð duglegir við að halda námskeið sem
flest, ef ekki öll, hafa það að markmiði að
etla öryggistilfinningu þátttakendanna og
dáleiðslu og kristallaheilun. Bandaríkja-
maöurinn, Andrew Nevai, (sem einn við-
mælandi ÞJÓÐLÍFS lýsti fremur sem þaul-
reyndum sölumanni í viðkynningu en and-
legum leiðbeinanda), hélt námskeiðið þar
sem fjallað var um hvernig hægt er að nota
kristalla á hagnýtan hátt í daglega lífinu. (
„Á námskeiöinu var fólki kennt að not-
færa sér útgeislun kristallanna, en áhrif
þeirra eru mismunandi," segir Gardar
Garðarsson, framkvæmdastjóri Þrídrangs.
„Sumir kristallar eru orkumiklir og þá er
gott að nota þegar manni finnst maður vera
orkulítill, en þarf á meiri orku að halda.
Rauöir kristallar, eins og t.d. rúbínar, eru
sérstaklega orkumiklir, Aörir hafa róandi
áhrif á mann, sumir skerpa einbeitnina og
enn aðrir auka draumfarir. Það er því afar
hagnýtt að vita hvaða áhrif sérhverjir krist-
allar hafa á mann, þannig að maður geti not-
aö þá á réttan hátt," segir Garðar.
Félagar í Þrídrangi eru nú á milli 160 og
____________INNLENT_________________
gera þá hæfari til að ráða ráðum sínum sjálfir.
Nú má t.d. sækja námskeið í angistar- og
kvíðastjórnun. Á vegum Tómstundaskólans
er boðið upp á sérstakt námskeið í tíma-
stjórnun. ,,Pú hugsar lífþitt eins ogþú sért að
gera um það kvikmyndahandrit. Reynir að
móta persónurnar í lífi þínu, aðstœðurnar og
framvinduna eftir eigin höfði og að þuð gagn-
ist þér eitts vel og þú óskar," er aðalinntak
slíkra „time management" námskeiða sem
vinsæl eru í Bandaríkjunum.
Til eru þeir sem halda því fram að upp-
gangur allra handa andlegra hreyfinga sé
andsvar við efnishyggjunni og lífsgæðakapp-
hlaupi velferðarríkisins. Það má þó efast unt
það, alltént virðist hugleiðslufólk og fylgis-
menn andlegra gúrúa ekki hafna lífsgæðun-
um eins og hipparnir gerðu á sjöunda ára-
tuginum. Einn þeirra sem þátt tóku í mótinu
Snæfellsás '87 og er virkur meðlimur í Þrí-
drangi, er maður á þrítugsaldri sem selur
tölvur á daginn. Hann segir: „Þegar nágranni
170 talsins og áhugasvið félagsmanna eru
mjög ólík, enda segir Garðar að þeir viður-
kenni allt og aðhyllist allt í tengslum við
heildræn mál. „Hver og einn getur haft sína
persónulegu skoðun á því hvað sé rétt og því
fordæmum við engan," segir hann.
Námskeið Þrídrangs og kynningar hafa
einn tilgang öðrum fremur; að gera einstakl-
ingnum ljóst að hann einn beri ábyrgð á
sjálfum sér og sinni heilsu, því að „þegar þú
ert farinn að hugsa vel urn sjálfan þigog líður
vel bæði andlega og líkamlega, þá geturðu
farið að gefa öörum af þinni umframorku."
Hingað til hefur námskeiðahald Þrídrangs
gengið vel og námskeiðin eru oftast fullsetin.
Það eru ekki aðeins félagsmenn sem sækja
þessi námskeið og að sögn Garðars er ekki
óalgengt að sama fólkið komi aftur og aftur á
námskeið. Á næsta ári er ætlunin að efna til
móts svipað Snœfellsás 87, stærra og enn
betur skipulagt.
Að sögn Þrídrangsmanna tengist talan þrír
ARI JÓHANNESSON
• Spurt um Englakonungdóminn. Sigurborg Guðmundsdóttir, forstöðumaður námskeiðs, og
Susanne Gerleit, leiðbeinandi, til hægri.
i
minn fer út á kvöldin til að stunda golf, er
hann að fást við eitthvað sem er viðurkennt í
þjóðfélaginu. Það finnst engum skrítið að
ganga um og berja kúlu ofaní holu. Þegar ég
ver hins vegar áhuga mínum í að leita þekk-
ingar hjá Þrídrangi og fæst þá við ýmislegt
sem þú kallar kannski kukl, er ég rneð hobbý
sem er ekki viðurkennt, þykir skrítið og gæti
kannski kostað mig vinnuna ef ég gerði það
opinberlega. En mér finnst þetta bara mjög
gantan og áhugavert. Ég hef alltaf haft áhuga
á öllu sent passar ekki saman við þá heims-
mynd sem við búum við, og að reyna að skilja
það," segir hann við ÞJÓÐLÍF.
Maður af 68 kynslóðinni sem hefur nokk-
uð fylgst með þessum andlegu hræringum úr
fjarlægð segir: „Að sumu leyti er þetta virð-
ingarverð viðleitni til að finna önnur sjónar-
horn á lífið, en þetta er líka mikið fálm og
margt af þessu er tómt rugl. Sennilegaáþetta
rætur sínar í því að mönnum finnist versl-
unarmenningin sem við búum við ekki veita
Nokkur hugtök
HEILDRÆN AÐFERÐ: Ákveðin af-
staða mannsins gagnvart sjálfum sér
og umhverfi sínu. Gengið er út frá því
að maðurinn sé ein samverkandi heild
líkama, tilfinninga, hugar og annarra
dýpri þátta.
HEILARI: Heilariermaðursemerbú-
inn aö hreinsa meðvitund sína og
skapa innra jafnvægi hjá sér, þannig að
hann getur starfað sem orkuleiðari og
hefur andlega umframorku og gott
samband við sinn innri mann eða sál.
LÍFEÐLI: Kröftug aðferð sem eykur
orku og kraft, losar um djúpstæða
vöðvaspennu og skilar sér í ánægju-
legra kynlífi.
GERHEIMAR: Tilfinningaheimurinn
innra með okkur og allt í kringum
okkur.
ENGLAKONUNGDÓMURINN: Engl-
ar eða verur af ýmsu tagi sem vaka yfir
okkur. hjálpa okkur og fá okkur til að
rifja upp þá kunnáttu sem býr innra
með okkur - kunnáttu sem e.t.v. var
aðall okkar í einhverju fyrra lífi.
28