Þjóðlíf - 01.10.1987, Blaðsíða 42
LISTIR
staö þjóðfélagshneigðar er komin efahyggja
og innhverf tjáning. Viðbrögð þeirra við
andstæðum tilverunnar birtast í margbrotn-
um og stundum torræðum myndum sem í
knöppu umfangi geta geymt stórt inntak og
fjölþættar skírskotanir. Hugarflug er leyst úr
læðingi..."
Hugarflug er leyst úr læðingi - það gætu
verið einkunnarorð Nýmæla. í stað hvers-
dagsmálfars, stóryrða og slangurs setjast nú í
öndvegi myndir og tákn, auk þess sem málið
er vandaðra og fágaðra þótt möguleikar þess
séu enn kannaðir af miklum þrótti. Að þessu
leyti er unnt að tala um e.k. afturhvarf til
þeirra ljóða sem stundum eru kennd við
modernisma eða jafnvel atómkveðskap.
Allt tengist þetta því að nú beina skáldin
athyglinni inn á við, inn í botnlausar dýptir
hugarfylgsna. „Hafi atómskáld og aðrir
módernistar dregið sig inn í skel eins og
Hannes Sigfússon í Birtingi árið 1958 talaði
um, þá má segja að ungu skáldin núna fari
svipað að,“ segir Eysteinn í inngangi sínum.
Ahuginn beinist nú að einstaklingnum, upp-
lifun hans á flóknum samhengjum sem hon-
um er gert að mæta og takast á við. Til þess
duga skammt einföld orð.
I inngangi gerir Eysteinn grein fyrir yrkis-
efnum ungskáldanna og bendir á þá megin-
breytingu að nú „hefur fjölgað þeim ljóðum
sem fjalla um einkalíf einstaklingsins, um
vandamál hans, firringuna og lífsangist, og
jafnframt eykst þeim Ijóðum ásmegin sem
vegsama ástina en hún var nánast sett á guð
og gaddinn á 8. áratugnum". Sem sé, aftur-
hvarf frá nýraunsæi til modernisma með
(ný)rómantísku ívafi.
Varla leikur á tveimur tungum að þessi
ljóð muni í heild reynast lesendum þeirra
tormeltari fæða en ljóð nýgræðinganna.
Þeim verður gert að kafa í undirdjúpin með
skáldunum og dvelja þar lengi meðan þeir
venjast myrkrinu og eygja skímu. Þeir sem
þekkja vita þó að slík ljóð launa oft betur en
hin sem eru nær yfirborðinu og dagsbirtunni.
Til Nýmæla hefur verið vandað. Til vals
ljóðanna hefur verið vandað og inngangur
Eysteins er greinargóður og skýr. Þá ber að
geta þess að aftast í bókinni er upptalning
ljóðabóka ungskáldanna á því tímabili sem
Ijóðin spanna sem enn eykur gildi Nýmæl-
anna þar sem slíkar upplýsingar liggja hreint
ekki á lausu vegna þeirrar leyndar sem hvílt
hefur yfir útgáfunum.
Nýmœli er nauðsynleg bók. Hún er nauð-
synleg öllum þeim sem vilja fylgjast með
bókmenntum samtímans, hún er nauðsynleg
kennurum og nemendum - og hún er nauð-
synleg skáldunum sjálfum.
Hér að framan var að því vikið að ástin
ætti sér fleiri málsvara nú en á síðasta áratug
þegar alvarleg útmálun ástarinnar þótti bera
vott um ábyrgðarleysi og flótta frá veru-
leikanum. Þvíerekki úrvegi að Ijúka þessum
pistli með ljóði Margrétar Lóu Jónsdóllur
sem fyrirverður sig greinilega ekkert:
Brimgnýr
Pó þú hafir enn ekki
sagt mér frá kristalshöllinni
geymdri í óráðnum draumnum
þá finn ég þig best
milli vara minna
En þegar þú ákveður
daginn og tímann
viltu þá láta mig vita
• Þórður Helgason
METSÖLULISTI ÞJÓÐLÍFS
Tekið skal fram til að fyrirbyggja misskiln-
ing, að listi þessi er byggður á upplýsingum
úr nokkrum bókaverslunum landsins og
sýnir söluhæstu bækur undangengins
mánaðar.
Septembermánuður bar öll merki þess
að skólar voru að hefja starfsemi sína.
Skólabækur seldust mjög vel, eins og við
var að búast, en aðrar bækur síður. í sumv
um bókaverslunum var haft á orði, að
venjulegt fólk forðaðist að hætta sér inn í
bókabúðir þegar skólafólkið væri að birgja
sig upp! Bóksalan var í heild góð í mánuð-
inum, en mestamegnis af skólabókum. Af
þessum sökum tókum við aðeins átta
bækur á listann að þessu sinni, fjórar á
íslensku og fjórar á erlendum málum.
Bækur á íslensku:
1. Hús andanna. Isabel Allende. Mál og
menning.
2. Orðabók menningarsjóðs. Menningar-
sjóður.
3. Ég tek Manhattan. Judith Krantz.
Regnbogabækur.
4. Ensk-íslensk skólaorðabók. Örn og
örlygur.
Bækur á erlendum málum:
1. WindmilLs of the Gods. Sidney
Sheldon.
2. It. Stephen King.
3. House ofthe Spirits. Isabel Allende.
4. Red Storm Rising. Tom Clancy.
Gallerísýningar
Á döfinni
Gallerí Borg
Dagana 1.-13. október sýnir Bragi
Hannesson bankastjóri olíumálverk í sal
gallerísins að Pósthússtræti 9. Þetta er
þriðja einkasýning Braga. Þann 15. októ-
ber hefst sýning Kjartans Guðjónssonar
hjá galleríinu og stendur hún til 27. októ-
ber. Louisa Matthíasdóttir verður næsti
gestur gallerísins og stendur sýning henn-
ar yfir frá 29. október til 10. nóvember.
Samtímis mun bókaforlagið Mál og
menning gefa út bók um ævi og störf
listakonunnar. Að lokinni þeirri sýningu
tekur við sýning Jóhönnu Kristínar
Y ngvadóttur og stendur sú sýning frá 12.-
24. nóvember.
Gallerí Svart á hvítu
Sýning Sigurðar Örlygssonar stendur til
11. október. Þann 17. október tekur við
sýning á verkum Georgs Guðna og mun
hún standa til 1. nóvember. Margrét
Árnadóttir Auöuns sýnir málverk >
galleríinu dagana 7.-22. nóvember.
Kjarvalsstaðir
Þann 11. október lýkur sýningu Katrínar
H. Ágústsdóttur í vesturforsal og sýningu
Rúríar í austursal og austurforsal. Þann
17. október mun Kristján Steingrímur
sýna í vestursal og lýkur þeirri sýningu
þann 1. nóvember. Á sama tíma stendur
sýning Félags íslenskra gullsmiða í vestur-
forsal og sýning Guðmundar Thoroddsen
o.tl. í austursal. Þann 7. nóvember mun
Björn Birnir sýna í vestursal, Lýður
Sigurðsson í vesturforsal og Rúna Gísla-
dóttir í austursal. Þessum sýningum öllum
lýkur 22. nóvember.
Listasafn ASÍ
Þann 1.-15. nóvember verður sýning
Blaðamannafélags íslands í tilefni 90 ára
afmælis félagsins.
Norræna húsið
Þann 24. október hefst sýning á grafík-
verkum Asgers Jorns í neðri sal og lýkur
henni þann 16. nóvember. Þann lT-
október til 1. nóvember verður sýning a
verkum finnsku grafíklistakonunnar Out'
Heiskanen.
Nýlistasafnið
Þann 2.október-18.október verður Hulg'
Sigurðsson með sýningu í safninu. Þann
23. október tekur síðan við sýning Jó'11'
Laxdals.
40