Þjóðlíf - 01.10.1987, Blaðsíða 39
HEGÐUN
STEINGRÍMUR E. KRISTMUNDSSON
Tungan, bakarinn og þjóðarkakan
Er málfarsleg stéttarskipting á íslandi?
1 STJÓRNMÁLAUMRÆÐU hérlendis er
Því stundum haldið fram að fleiri en ein þjóð
búi í landinu og sumar séu jafnari en aðrar.
f yrir nokkrum misserum glumdi í eyrum
'andsmanna: „Hverjir eiga ísland?“ og var
ekki annað að sjá en sú herferð bæri ríkuleg-
an ávöxt. Hins vegar vilja íslendingar gjarna
frúa því að þeir séu ein samhent þjóð í menn-
'ngarlegu tilliti - þeir tali sama mál, hafi
aÞekk viðhorf, búi í sömu veröld. Andstæðar
Pólitískar fylkingar virðast hafa komið sér
uPp heilögu bandalagi hvað þetta snertir.
Eenningar um sérstöðu ,,kvenþjóðarinnar“
^sfa að vísu átt nokkru fylgi að fagna síðustu
ar> því hefur m.a. verið haldið fram að ís-
enskan sé „karlamál" (sjá grein eftir Berg-
‘Jóti Baldursdóttur í nýlegri Veru).
Hérlendis er rík tilhneiging til að finna
Pólitískum átökum stað á afar þröngum
vettvangi kjara- og efnahagsmála. Það er rétt
e,ns og um kappleik sé að ræða utan alls
Uversdagslegs amsturs. Gefið er í skyn að
Uandahóf ráði því í hvaða liði menn lenda og
Pao sem gerist „utan vallar“ skipti ekki máli.
lagsmálahundarnir skipta um föt áður en
Pe*r fara í slag og þegar leiknum er lokið
^ðast þeir borgaralegum fötum á ný, skilja
^em bestu vinir og ganga til starfa sinna við
akstur þjóðarkökunnar.
En er það víst að íslendingar séu jafn
C|njitur menningarhópur og ætla mætti af
"P'nberri umræðu? Að hve miklu leyti er til
dæmis málfar mismunandi eftir félagsstöðu
manna og hversu djúpstæður er slíkur munur
að mati almennings? Um þessar spurningar
var fjallað í könnun á vegum Félagsvísinda-
stofnunar Háskóla íslands.
HVAÐ BÝR í MÁLINU? Færa má rök fyrir
því að málið sé á margan hátt spegill þjóð-
lífsins. Málfarsleg skil eru til að mynda oft
vísbending um félagsleg samskipti og málleg
viðhorf draga gjarnan dám af félagslegum
viðhorfum. Ég hef haldið því fram annars
staðar að opinber umræða um íslenska tungu
- eiginleika hennar, og „hættumar" sem að
henni steðja - sé þjóðfélagsumræða undir
rós. Umræða meðal okkar sjálfra um sér-
stöðu okkar sem þjóðar snýst einmitt að
miklu leyti um tunguna, en svo er reyndar
um fleiri þjóðir, til dæmis Japani.
í október 1986 gekkst Félagsvísinda-
stofnun Háskóla íslands fyrir símakönnun
þar sem landsmenn voru m.a. spurðir um
málnotkun og málleg viðhorf. Marktækt úr-
tak 1130 einstaklinga á aldrinum 18 til 75
ára var valið með handahófsaðferð úr þjóð-
skrá. Ein spurningin hljóðaði svo:
Hversu mikill munur finnst þér vera ú
múlfari einstakra stétta eða þjóðfélagshópa
hér ú landi?
Svörin skiptust eins og Tafla I sýnir (hér er
þeim sleppt sem ekki tóku afstöðu, en það
voru 5,1% þátttakenda).
Stór hluti landsmanna, um 45%, er þeirrar
skoðunar að „lítill" munur sé á málfari ein-
stakra stétta eða þjóðfélagshópa og það
kemur fáum á óvart. Hins vegar eru aðeins
tæp 16% þeirrar skoðunar að munurinn sé
„enginn". Og all stór hópur, nánast þriðj-
ungur þjóðarinnar, er þeirrar skoðunar að
um „nokkuð mikinn mun“ sé að ræða. Tæp-
lega 9% telja að munurinn sé „mjög mikill".
Utreikningar sýna að svörin eru óháð
félagsstöðu (stétt og menntun) og kynferði.
Hins vegar er marktækt samband við aldur,
yngra fólk gerir meira úr málfarsmun en það
sem eldra er.
Full ástæða væri til að kanna nánar hvern-
ig fólk skilur orðin „stétt“ og „þjóðfélags-
hópur" (er til dæmis átt við starfsstétt eða
þjóðfélagsstétt í víðari skilningi?) og sömu-
leiðis hvað „munur á málfari" felur í sér (er
málfræðin til dæmis mismunandi eða ein-
ungis orðasafnið?). Hvað sem þessu líður
verður að álykta að niðurstaðan stingi í stúf
við algengar staðhæfingar í ræðu og riti um
heildstæðni íslensks máls.
Svonefnda þágufallssýki hefur all oft bor-
ið á góma þegar rætt hefur verið um mál-
stefnu og málnotkun á undanförnum árum.
Kannanir hafa bent til þess (m.a. könnun
Astu Svavarsdóttur (íslenskt múl 1982) og
könnun Ástu, Gísla Pálssonar og Þórólfs
Þórlindssonar (íslenskt múl 1984)) að fall-
notkun með ópersónulegum sögnum
(hlakka, langa, kvíða, o.s.frv.) sé stéttbund-
in. Þessar kannanir eru hins vegar þeim
annmörkum háðar að þær hafa einskorðast
við málnotkun bama og unglinga og úrtakið
er ekki valið með handahófsaðferð.
í áðurnefndri könnun Félagsvísinda-
stofnunar voru nokkrar spurningar um fall-
notkun með ópersónulegum sögnum. Meðal
annars var spurt um málnotkun þátttakenda
sjálfra:
Sumir segja „Ég hlakka til að fara“, aðrir
„Mig hlakkar iil að fara“, og enn aðrir „Mér
hlakkar til að fara". Hvað af þessu myndirþú
segja?
Flestir svarendur, eða 54,7%, sögðust
myndu segja „ég“, 36,8% „mig“ og 8,4%
„mér“ (1,1 % þátttakenda tók ekki afstöðu).
Marktækt samband reynist vera á milli mál-
notkunar og félagsstöðu. Því hærri sem
félagsstaðan er þeim mun ólíklegra er að
viðkomandi noti „rangt“ fall (þolfall eða
þágufall). Kórrétt nefnifallið er hlutfallslega
mun algengara hjá efstu stétt en þeirri
lægstu, eða 71,7% á móti 41,6% (sjú Töflu II).
Fallnotkun reynist tengd kynferði, 63%
kvenna nota nefnifall en 46,4% karla. Einn-
ig er marktækt samband milli aldurs og fall-
notkunar. Eldra fólk er líklegra til að nota
„rétt" fall en það sem yngra er. í öllum til-
vikum er þó um fremur veikt samband að
ræða. Rétt er að undirstrika að hér er ekki
endilega um raunverulega málnotkun að
ræða heldur það sem fólk segist nota, form
37