Þjóðlíf - 01.10.1987, Blaðsíða 31
INNLENT
neina ieiösögn eitt eða neitt. Fólk hópast í
Kringluna til aö skoða verslunarhúsnæðið og
Itetur það viðgangast að eytt sé 120 miljón-
um í einn hamborgarastað. En ég held samt
aö fólk finni tómahljóðið í þessu. Menn geta
Jú tatað sig upp og reynt að fylgja einhverjum
stæl en það veitir ekkert meira. Þess vegna
held ég að í þessum andlegu hreyfingum og
t-d. Snæfellsássmótinu, felist leit að inntaki í
'ífínu og að þetta sé einhverskonar andsvar
við hreinni verslunarefnishyggju sem öllu
tröllríður þessa dagana."
I snjallri grein Guðbergs Bergssonar, rit-
hötundar, fyrir nokkru fjallaði hann um
fegurðina, fæðuna og tískuna og sagði m.a.;
»£« eitt er víst, að maðurinn má aldrei lifa
eðlilegu lífi. Hann verður sífellt að vera að
gera hitt og þetta með ótal tœkjum og
verndargripum, til þess að líf
hans verði „virk'úega
eðlilegt“ ..Aldamóta-
hynslóðin
nu
alltaf að tala um mannrækt. Afkomendur
hennar eru allir í vaxtarœktinni. Og hver er
munurinn á þessu?" Hugræktarnámskcið
eða heilsuræktarnámskeið, slökun og lífefli,
orkuæfingar grasalækningar eða svæðanudd.
Þetta eru mottó dagsins. Á djúpslökunar-
námskeiði sem nú stendur yfir í Reykjavík
eiga menn kost á að losa um djúpstæða
vöðvaspennu sem skilar sér að sögn í
ánægjulegra kynlífi. Hjúkrunarfræðingur
nokkur sem hélt vinsælt námskeið um kynlíf
og kynferðisfullnægingu í sumar, var þátt-
takandi á Snæfellsásmótinu og kynnti þar
andlegar hliðar kynlífsins. Á tímum al-
næmisógnunarerhægt að tryggja öruggt kyn-
líf með „andlegu sambandi í fantasíu," eins
og hún komst að orði.
Við erurn ófullnægð og skortir öryggi. Það
er inntak þeirrar bylgju andlegra pælinga og
námskeiðaáráttu sem ríður yfir. Erum við
aðeins velmegandi þjóð í ákafri leit að full-
nægingu?
• Ómar Friöriksson
ÞORSTEINN BARÐASON
* brídrangur vakti óskipta athygli fyrir mót sitt á Snæfellsnesi.
1 natni samtakanna þríhyrningnum sem er
úilið sterkasta uppbygging formsins og Þrí-
úrangar eru sker suður af íslandi. Skv. heim-
údum Einars Pálssonarí 1. bindi lians Rætur
1Henskrar menningar miðast helgun landsins
v>ð Þrídranga er landnámsmenn komu til ís-
lands. Samtökin eru orðin talsverð stofnun
°8 samkvæmt ummælum eins viðmælanda
hJÓÐLÍFS hyggjast þeir reka þessa starf-
semi með hagnaði þó svo að hann harðneiti
Pví að þeir láti stjórnast af sérstakri gróða-
yon. Fyrirhuguð er víðtæk kynningarstarf-
serni með tilheyrandi sýningum, tímaritaút-
Sútu, ráðstefnum o.þ.h.
Síðar í þessum mánuði kemur hinn heims-
auini huglæknir (eða loddari?) Matthew
_a>ming til landsins á vegum Þrídrangs.
ann verður með heilunarnámskeið, fyrir-
estra og sýnikennslu. Manning þessi á m.a.
§eta drepið krabbameinsfrumur með
. 8arorkunni einni saman.hann hefur stjórn
sv°kölluðum œrslandafyrirbœrum, þ.e. er
farvegur fyrir ósjálfráða skrift og tleira
kúnstugt. ,,í dag er Matthew Manning
heimsfrægur fyrir sína andlegu og dulrænu
hæfileika eftir að vísindamenn beggja vegna
Atlantshafsins gerðu nákvæmar rannsóknir
á honum eftir ströngustu kröfum vísinda-
rannsókna," segja Þrídrangsmenn og halda
áfram: „Árangurinn varð til þess að dulrænir
hæfileikar breyttust úr því að vera trúarlegt
fyrirbæri yfir í vísindalega sannaðar stað-
reyndir."Koma Mannings á ugglaust eftir að
vekja athygli fjölmiðla því hann ku hafa
gaman af að halda alls kyns sýningar fyrir
pressuna.
Meðal annarra námskeiða Þrídrangs, sem
ekkert lát virðist á þessa dagana, er nám-
skeið um upplifun fyrri lífa og annað um
notkun stýrðra hugsýna, sem gengur út á það
að sjá og upplifa nákvæmlega það sem mað-
ur vill fá í lífinu - og að fá þaö.
• Ómar Friðriksson/Sveinn Agnarsson
ÞJÓÐLÍFSTÖLUR
Starfandi auglýsingastofur á höfuð-
borgarsvæðinu: 52.
Upphæð sektar fyrir að aka yfir á rauðu
ljósi: 3 000 kr.
Fjöldi frystihúsa sem sjávarútvegsráðu-
neytið sakar um kvótasvindl: 5.
Salernissvæði í lagi skv. úttekt Ríkismats
sjávarafurða á innra og ytra umhverfi
fiskvinnslustöðva: 32.6%
Salernissvæði „gölluð" skv. sömu úttekt í
fiskvinnslustöðvunum: 44.1%.
Áætlað hlutfall þjóðarinnar sem neytir
svefnlyfja daglega: 6%.
Hækkun lánskjaravísitölu milli mánaða í
september: 1.07%.
Verðbólga miðað við hækkun lánskjara-
vísitölunnar síðustu 6 mánuði: 19.6%.
Hækkun byggingarvísitölu frá ágúst-
mánuði: 1.09%.
Mannskaði á ísienskum skipum árið
1986: 21 maður.
Upphæð til framkvæmda við Blöndu-
virkjun árið 1988: 291 miljón kr.
Fjöldi íslendinga sem telja skv. skoðana-
könnun að stjórnmálamenn segi yfirleitt
ekki sannleikann: 76%
Fjöldi skráðra stúdenta í Háskóla íslands
skólaárið 87-88: 3906.
Þar af karlar: 47.3%.
Bílasölur á íslandi: 240.
Fjöldi skráðra dagmæðra
í Reykjavík: 380.
Fjöldi dagfeðra: 0.
Áætlaður fjöldi eyðnismitaðra íslendinga
eftir 5 ár miðað við aukningu sjúkdóms-
ins erlendis: 960.
Fjöldi fólks í vekalýðsstétt sem býr í eigin
húsnæði: 63.6%.
Heimildir: Fiskvinnslan, fagblað fiskidnaðar-
ins 3/87. Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið.
Ráðstefna um öryggismál sjómanna. Lands-
virkjun. Fréttabréf Háskóla íslands. Dag-
vistarheimili Reykjavíkurborgar. Ráðstefna
um alnœmi á vegum Landlaeknisembœttis og
H.l. Húsnœðiskönnun Félagsvísindaslofnun-
ar. Dagblöð o.fl.
29