Þjóðlíf - 01.10.1987, Blaðsíða 53

Þjóðlíf - 01.10.1987, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR vera meiri en 3-4 mánuðir á ári, sé til staðar metnaður fyrir því að bæta jafnt og þétt við í stað þess að vera sí og æ að vinna upp það sem tapast í löngum hléum. Við þessu benda víst flestir á að íslenskir grasvellir þola ekki lengri notkun. Peir eru ekki tilbúnir fyrr en seinnipart maímánaðar og orðnir viðkvæmir þegar kemur framí september. Síðan er það að sjálfsögðu veðráttan sem er óútreiknanleg. Kalt vor og blautt haust stytta enn þann tíma sem gras- vellirnir verða nýttir. Sigfried Held hefur ákveðnar skoðanir á íslenskri knattspyrnu sem hafa farið fyrir brjóstið á mörgum. Hann segir t.d. að leng- ing keppnistímabilsins sé nauðsynleg. Það verði að hafa það þó grasið þoli ekki meira álag, betra sé að leika á möl eða gervigrasi en að gera ekki neitt. Það gefur auga leið að mölin tekur við þegar grasinu sleppir, nema í Reykjavík þar sem gervigrasið hefur að mestu leyst hana af hólmi. Bygging gervigrasvallar er dýr fram- spyrnumenn leggja á sig: Leikmaður með íslensku 1. deildarliði sem hefur leikið bæði með ólympíulandsliðinu og A-landsliðinu í ár stundar erfiðisvinnu samhliða æfingum og keppni. Þar eru honum engin grið gefin, stritað myrkranna á milli, á kvöldin og um helgar. Inná milli æfði hann á fullu og lék í 1. deildinni og með tveimur landsliðum. Svona álag er ekki hægt að bjóða nokkrum manni til lengdar og líklegt að fljótlega verði ahugamálið að víkja fyrir lífsbaráttunni, eða þá að leikmaðurinn flýr land til að geta sett knattspyrnuna á oddinn eins og hann langar til. Annar kapítuli er síðan þær skorður sem tslenskum knattspyrnumönnum eru settar með lengd keppnistímabilsins. íslandsmótið er leikið á ríflega hálfum fjórða mánuði, sem þýðir að félagsliðin og leikmenn þeirra eru án alvöruleikja í rúma átta mánuði á ári. Þetta er alltof langt hlé sem stendur í vegi fyrir eðlilegum framförum íslenskra knatt- spyrnumanna. Hvíldin frá keppni má ekki kvæmd en borgar sig margfalt þegar til lengri tíma er litið. Það er fyrst og fremst stofn- kostnaðurinn sem þvælist fyrir minni bæjum og byggðarlögum. Gervigrasið hefur ótví- ræða kosti framyfir mölina þó það komi seint í staðinn fyrir náttúrulegt gras. Það er renni- slétt, engar ójöfnur til að breyta stefnu boltans eða blekkjandi hæðir og lægðir. Á móti kemur að boltinn rennur hraðar á því en á grasi og flestum malarvöllum og hoppar og spýtist á annan hátt. Það er líka erfitt að halda boltanum inná í miklum vindi. Þetta eru þó smámunir miðað við þau tækifæri sem gervigrasið skapar og þá byltingu sem það óneitanlega veldur. Þessa lausn uppgötvuðu hinar Norðurlandaþjóðirnar á undan okkur Islendingum og gervigras er algengt í nyrðri byggðarlögum þeirra. Finnamir byggja meira að segja yfir það og leika að vetrarlagi með 11 manna liðum innanhúss. Svíar sigrast á hávetrinum með því að leika þá ,,Hall-svenskan“ innanhúss í staðinn fyrir ,,All-svenskan“ sem er nafnið á þeirra úrvalsdeild. Hér á íslandi er einn gervigras- völlur og engin alvörukeppni frá september fram í maí. Þetta leiðir hugann að innanhússknatt- spyrnunni. Hún hefur verið stunduð hér- lendis um árabil en oft ekki af mikilli alvöru. Islandsmót er árlegt en er leikið á einni eða tveimur helgum snemma árs. Þar leika líka aðeins fjórir í liði á handboltamörk og því er um nánast allt aðra íþrótt að ræða en utan- húss. Fyrir utan það að þegar einungis fjórir eru í byrjunarliði skerðir það mjög þann hóp sem á möguleika á að leika eitthvað að ráði. Markverðir eru þar algerlega afskiptir og hafa engin verkefni á meðan. Auðvitað er það takmörkuð stærð íþróttahúsa við handknattleiksvelli og fáir tímar aflögu þegar hinar hefðbundnu vetrar- íþróttir innanhúss hafa fengið sitt sem stend- ur innanhússknattspyrnunni fyrir þrifum. Þessi húsnæðisskortur kemur að miklu leyti í veg fyrir að hægt sé að halda þræðinum að einhverju marki innanhúss yfir vetrar- mánuðina. Á þessu sem hér hefur verið rakið sést vel við hvaða aðstæður knattspyrnan hér á landi býr. Þrátt fyrir það gerum við sífellt meiri og meiri kröfur til okkar knattspyrnumanna, þeir eiga að standa uppi í hárinu á stórþjóð- unum í hverjum leik og sigra hinar skilyrðis- laust. Miklu þarf að breyta til þess að raun- hæft sé að vonast eftir verulegri framþróun. Það er síðan spurning hvort nægjanlegur metnaður og vilji séu fyrir hendi til að stíga þau spor sem hér hefur verið tæpt á. Svo aftur sé vitnað í Sigfried Held: ,,Á meðan óbreytt ástand varir mun ísland halda áfram að koma stöku sinnum á óvart en verða áfram í hópi lægst skrifuðu knattspyrnu- þjóða álfunnar.1' • Víðir Sigurösson 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.