Þjóðlíf - 01.10.1987, Blaðsíða 50

Þjóðlíf - 01.10.1987, Blaðsíða 50
VIÐSKIPTI & FJÁRMÁL Ef litiö er hins vegar á horfurnar til lengri tíma fyrir efnahagslífið í heild þá tel ég þær góöar og ég held að breytingarnar á fjár- magnsmarkaðnum auki manni framar öðru bjartsýni á framtíðina." En eiga þær ekki sinn þátt í þenslunni margumræddu? Ólafur telur vissa hættu vera á því ,,en ég met ávinninginn af þessum breytingum miklu meira en þensluhættuna. Það á að vera hægt að draga úr þensluáhrif- unum en stjórnvöld verða að ráða bót á því eftir öðrum leiðum, í ríkisfjármálum og pen- ingamálum á annan hátt, en ekki draga ARI ÉG ER SANNFÆRÐ- UR um að fjármögnun- arleigurnar hafa ekki áhrif á vexti í þjóðfélag- inu. Raunvextir voru háir á íslandi þegar fjármögnunarleigurnar fóru af stað og þær bjóða fjármögnun í ýmsum gjaldmiðlum. Ávöxtunarkrafa íslensku krónunnar er um 17 til 18% raunvextir, á dollar er 14-15% og á þýsku marki um 11-12% ávöxtunarkrafa og við hjá Lind h.f. bjóðum langmest í þýsk- um mörkum vegna þess að þar getum við boðið það sem kalla mætti eðlilega markaðs- vexti. Við kaupum þá mörkin erlendis á kannski 7% vöxtum og endurlánum hér inn- anlands á 11 til 12% vöxtum - vaxtamis- munurinn dekkar okkar áhættu og rekstrar- kostnað." Það er Pórður lngvi Guðmunds- son, framkvæmdastjóri fjármögnunarleig- unnar Lind hf. sem hefur orðið í viðtali við ÞJÓÐLÍF. ,,Það er auðvitað munur á þeim kjörum sem fjármögnunarleigurnar bjóða og við þekkjum þess mörg dæmi að óneíndar leigur gera samninga við fyrirtæki í Evrópugjald- miðlum en bjóða sama leigugjald og ef um samning í íslenskum krónum væri að ræða. Það er ósanngjarnt vegna þess að þá ert þú, t.d. að kaupa þýsk mörk erlendis á 7% vöxt- um, eðlileg ávöxtunarkrafa væri 11-12% vextir en þú býður þessi mörk á 18% vöxtum hér innanlands, eins og þú yrðir að gera með íslenskar krónur. Þar værirðu aðeins í leit að skjótfengnum gróða og slíkir viðskiptahættir geta ekki gengið til lengdar." Lind h.f. er sameign franska stórbankans Banque Indosuez sem á 40%, Samvinnu- banka íslands sem á 30% og Samvinnusjóðs íslands sem á 30%, og er fjármálaþjónustan sniðin eftir starfsvenjum einnar stærstu fjár- mögnunarleigu Evrópu, Locafrance, sem er í eigu Banque Indosuez. Lind h.f. var stofn- sett í júlí á síðasta ári en hóf starfsemi um breytingarnar á fjármagnsmarkaðnum til baka. Það má ekki eyðileggja það sem menn hafa verið að byggja upp á seinustu árum. Hugsunarhátturinn er að breytast, menn eru að velta fyrir sér ýmsum nýjungum og mögu- leikum og fyrirtæki eru að stækka við sig. Ávinningurinn af þessum breytingum á fjármagnsmarkaðnum er að koma í ljós og því mega stjórnvöld ekki kippa fótunum undan þessu kerfi þrátt fyrir efnahagsvanda- mál líðandi stundar." • Ómar Friðriksson seinustu áramót og hefur nú þegar gert fjár- leigusamninga upp á 600 miljónir króna. „Þetta er fyrsta samstarfsfýrirtæki ís- lenskra og erlendra fjármálaaðila og Banque Indosuez er eini erlendi bankinn sem er kominn með fótfestu á öllum Norðurlönd- unum fimm," segir Þórður Ingvi. „Allar áhættureglur miðast við franskar venjur og við notum franskan hugbúnað við alla samningsgerð. Við njótum tæknilegrar að- stoðar Locafrance og áður en Lind h.f. hóf starfsemi vorum við starfsmennirnir í margar vikur á fjármálanámskeiði hjá því fyrirtæki til þess einfaldlega að læra „leasing," eða fjármögnunarleigu. í gegnum þessa sam- starfsaðila fáum við mikla þekkingu og þeir eru ómetanlegir við að afla fyrirtækinu láns- fjár erlendis, sem er allt tekið án ábyrgðar eigenda. Þeir fylgjast líka vel með rekstrin- um sem er mikið öryggisatriði til að minnka áhættuna." ÁHÆTTAN. Það vill nokkuð vetjast fyrir mönnum að átta sig á hvað fjármögnunar- leiga raunverulega felur í sér. Þórður Ingvi segir að Frakkarnir líki þessu stundum við það að ætla sér að raða pússluspili með 100 þúsund bitum sem eru allir svartir og þetta á að gera í myrkri. „Áhættan er öll okkar meg- in," segir hann. „Þetta er nýr möguleiki sem fyrirtæki hafa til að fjármagna véla- og tækjakaup. Fjármögnunarleigan kaupir hlutinn að ósk viðskiptavinarins og er þá skráður eigandi hans en leigir hlutinn síðan gegn mánaðarlegu leigugjaldi í 3-7 ár. Oftast eru samningar gerðir til 5 ára. Lind h.f. tjár- magnar kaupin að fullu. Fjármögnunarleigan afskrifar tækið hjá sér á leigutímanum. Ef við kaupum t.d. jarð- ýtu og leigjum til verktakafyrirtækis til þriggja ára þá afskrifum við tækið á þeim tíma, en undir venjulegum kringumstæðum væri slík jarðýta afskrifuð á sjö árum. Á sama tíma gjaldfærir notandinn allt leigugjaldið, sem þýðir það að notandinn skrifar tækið niður hjá sér á þremur árum í stað sjö. Þetta er mjög hagstætt fyrir leigutakann ef hann vill forðast að lenda í háum tekjuskatti. I lokin kaupir leigutakinn oftast tækið fyrir svonefnt hrakvirði sem er venjulega um tvö eða þrjú prósent af upphaflegu verðmæú vélarinnar. Hann getur líka skilað vélinni í lok leigutímans og fengið nýja vél á nýjum leigusamningi. Þetta er sum sé hagstæð leið fyrir leigutaka þegar hann þarf að skrifa nið- ur vél eða tæki hraðar en venjulegt er sam- kvæmt skattalögum en ég legg áherslu á að það er ekkert ólöglegt við þetta. Því má bæta við að við hjá Lind h.f. krefj- umst engra ábyrgða eða veðsetninga og því skerðist veðhæfni fyrirtækis leigutakans ekkert við fjárfestinguna og vextir eru fastir þannig að fyrirtækið tekur enga vaxtaá- hættu." HARÐARI SAMKEPPNI. Þórður Ingvi seg- ir að sú staða geti alltaf komið upp að menn rjúki út í fjárfestingu á vélum eða tækjum þegar svona auðveld fjórmögnunarleið býðst án þess að þeir ráði við kaupin, „en við eig- um að koma í veg fyrir slíkt því áhættan er öll okkar megin. Fjármögnunarleigurnar starfa eftir mismunandi reglum hvað áhættu snert- ir. Þar sem við krefjumst engrar ábyrgða a samningum er eignarhald okkar á tækinu okkar eina trygging en þar á móti gerum við gífurlega miklar kröfur til viðskiptavinarins. Við gerunt t.d. aldrei samninga við fyrirtæki nema það hafi starfað í a.m.k. þrjú til fjögur ár. Við viljum því fremur gera samninga við fáa en trausta viðskiptavini heldur en að vera með samninga við marga aðila upp á flein miljarða og stóran hluta í bullandi vanskil- um," segir hann. Þórður Ingvi viðurkennir að fjármögn- unarleigurnar eigi sinn þátt í auknum er- lendum lántökum þar sem þær eiga nú frjáls- an aðgang að erlendum lánamörkuðum en hann neitar því að þeirra starfsemi hafi le|tl til meiri raunaukningar erlendra skulda- „Áður en fjármögnunarleigurnar komu til fóru fyrirtækin til langlánanefndar og fengu heimild til erlendrar lántöku allt að 67% a* fjárfestingunni, viðskiptabanki ábyrgðis1 lántökuna gegn veði í fyrirtækinu og afgang' inn varð það að fjármagna af eigin fé. Eft'r að fjármögnunarleigurnar komu til hafa fyrirtæki að mestu hætt svona lántöku og snúa sér nú beint til fjármögnunarleigunnar og fá tækið lánað 100% án áhættu. Þetta gefur þeim betri möguleika á fjárfestingum sem skila strax arði og þ.a.l. til að greiða síðar niður skuldirnar. Það er ekkert slæmt vi þetta þegar innlenda lánsféð er alltof dýrt. • Ómar Friöriksson * Ahættan öll okkar megin Eignarhald á tækjum eina tryggingin i 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.