Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 22

Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 22
SKÁK MEISTARINN OG ARFTAKARNIR Garrí Kasparov meistari allra meistara? Enn um gyðingastrákinn frá Bakú. Heimsmeistari, heimsbikarmeistari, stigahæsti skákmaður sögunnar. Er hann 26 ára gamall þegar orðinn mesti meistari allra tíma? ið gerum sumsé ekki endasleppt við þennan armenska undramann hér á síðum Þjóðlífs, enda er nú fátt ritað um skákmál nema Garrí Kasparov komi þar við sögu. Ofanritaður fékk orð í eyra frá nokkrum skákköppum fyrir að hafa gefið það í skyn í pistli þessum að Garrí væri ekki heill á sönsum. Verður ekki höggvið frekar í þann knérunn hér en því slegið fram að af mörgum óvenjulegum mönn- um sem borið hafa heimsmeistaratign er Garrí sá sérstakasti. Hvernig sem á það er litið ber hann höfuð og herðar yfir skák- meistara samtímans. Hann lætur hvar- vetna til sín taka, hefur skoðun á hverjum hlut og er — sem varla fer framhjá nein- um— ofjarl annarra á skákborðinu. Eftir að hafa enn einu sinni haft erki- fjandann Karpov undir með sigri í heims- bikarkeppninni, fann hann sér nýtt mark að keppa að. Kasparov hefur aldrei farið leynt með aðdáun sína á Bobby Fischer. Hinn dularfulli Fischer var mikill yfir- burðamaður á sinni tíð og hefur af mörg- um verið talinn öflugasti meistari sögunn- ar og skákstig hans, sem stóðu í 2785 fyrir einvígið við Spasský 1972, met sem seint eða aldrei yrði slegið. En Kasparov nægir ekki að vera núverandi meisturum fremri, met Fischers skyldi bætt. Hann dró ekki af sér fremur en endranær; á tveimur öfl- ugum mótum á síðari hluta ársins — í Hollandi og Júgóslavíu - beinlínis valtaði hann yfir keppinautana, sem þó voru eng- ir aukvisar. Grimmdin, harkan og ofur- krafturinn lýstu af taflmennsku hans sem aldrei fyrr. Niðurstaðan kom í ljós þegar FIDE birti nýjan skákstigalista nú um áramótin; Kasparov: 2800 stig! Nú vita kunnugir að þessar stigatölur eru ekki með öllu sambærilegar, svo mikið ÁSKELL ÖRN KÁRASON SKRIFAR hafa aðstæður breyst í skákheiminum frá því að Bobby var upp á sitt besta. Það er eins með stigin og peningana; allir vilja fá sem mest og láta sem minnst af hendi. Á sama hátt og reynt er að hafa menn góða með því að prenta meiri peninga þegar ekki er nóg til skiptanna eru búnar til reglur sem tryggja hag hinna stigaháu og gera jafnframt þeim sem eru á uppleið auðveldara að taka stigaskalann í stórum stökkum; það hækka fleiri en lækka. Garrí Kasparov. Óvenjulegur maður, ofjarl annarra við skákborðið. I' grófum dráttum eru skákstig reiknuð þannig í hverju móti fyrir sig að borin eru saman meðalstig andstæðingsins og þín eigin stig. Mismunurinn segir til um hvað þú þarft marga vinninga til að halda stigunum óbreyttum. Hinn endanlegi vinningafjöldi er síðan borinn saman við þessa tölu og lækka þá stigin eða hækka skv. ákveðnum breytistuðli, sem ákvarðast m.a. af því hversu margar reiknaðar skákir viðkomandi á að baki og hvort hann hafi náð ákveðnu stigahámarki eður ei. Við getum hugsað okkur að skák- maður með 2400 stig taki þátt í móti þar sem hann ætti skv. stigum að fá 6.2 vinn- inga, en tekst að koma 8 v. í hús. Breyti- stuðull hans er 20 og dæmið lítur því svona út: 8.0 — 6.2— 1.8 x 20 — 36. Stig hans eftir mótið stæðu í 2435. I þessu dæmi mætti hugsa sér að 8 vinn- ingar dygðu til sigurs í mótinu og jafn okkar manni í efsta sæti væri skákmaður með 2600 stig og hefði skv. reglunni þurft 9 v. til að halda stigunum óbreyttum. Hér myndi hann njóta einnar af þeim undan- tekningum sem valda bólgu í stigunum; þ.e. að sá sem vinnur mót lækkar aldrei að stigum. Þeir sem stigaháir eru hafa mjög beitt sér fyrir ýmsum slíkum ákvæðum til þess að „vernda“ stigatölu sína. Þetta er þó eins og að pissa í skóinn sinn, þegar til lengri tíma er litið minnkar tiltrú manna á stigunum á sama hátt og á peningum þar sem verðbólga geysar. Til marks um þessa þróun má nefna að fyrir fjórum árum stóð hundraðasti maður á alheimslistanum í 2500 stigum, nú eru 100 með 2535 stig eða meira. Þetta mál á sér þó fleiri hliðar og skulu nú efnahagsmálin enn tekin til sam- anburðar. Á sama hátt og þensla og örar framfarir geta ýtt undir verðbólgu hefur mikil gróska í alþjóðlegu skáklífi og ör fjölgun sterkra meistara haft áhrif á þessa þróun í stigamálum. Menn hljóta nú að spyrja: hversu lengi mun hann sitja, þessi ótrúlegi heimsmeist- ari? Víst er að sá maður er ekki auðfund- inn sem getur ógnað veldi hans. Þó má benda á að hlutirnir gerast hratt í skák- heiminum á síðustu tímum; meistararnir verða sífellt yngri. Það er ekki óhugsandi að einhver þeirra ungu meistara sem nú eru á fermingaraldri verði farinn að knýja dyra hjá hinum útvöldu eftir 2-3 ár. Við skoðum nýjan lista yfir stigahæstu skákmenn veraldar í leit að hugsanlegum arftaka Kasparovs. Við látum Karpov bíða um sinn og beinum sjónum okkar að „Vonum Vesturlanda“, þeim Timman og Short. Sá fyrrnefndi er enn á góðum skák- aldri og býr yfir geysilegri reynslu. Hann mun innan tíðar heyja einvígi við Karpov 22 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.