Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 5
«
ÉG KVAÐ
NOKKRAR
STEMMUR
Sigurður A. Magnússon rithöfundur
hefur komið ótrúlega víða við í land-
kynningu á erlendum vettvangi. I viðtali
við Þjóðlíf segir hann m.a. frá sérstæð-
um persónuleikum, sem hafa fyrir tilvilj-
un tengst þessu starfi. Meðal þeirra er
milljónerinn Leví, sem var betlimunkur
á Indlandi í tíu ár, en fékk áhuga á ís-
lenskum rímnakveðskap...
42-45
Jafnaðarmannaflokkur íslands
HVENÆR
KEMURÞÚ?
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis-
ráðherra í viðtali um formennsku í
EFTA, nálgun íslands við Evrópu, ís-
lenska fjölmiðla, stjórnmálaástandið og
endurreisn hreyfingar jafnaðarmanna á
íslandi
8-15
Bjartari tímar framundan. Bresk rannsókn
um viðhorf fólks til þjóðfélags
framtíðarinnar ....................... 65
VIÐSKIPTI
Smáfréttir að utan.............. 66
VÍSINDI - HEILBRIGÐI
Erfðatækni við víngerð ............. 68
Angórugeitur. Ullin af angóru-
geitum mikil tískuvara.............. 68
Kræklingar mæla mengun í vatni..... 69
Nýtt lyf gegn krabbameini?
Nýuppgötvaður hópur efna úr dýraríkinu
gæti valdið byltingu í lyflækningum .. 70
Þolfimur hjólastóll................. 71
NEYTENDUR
Auglýsingar fyrir böm. Leitað álits
hagsmunaaðila, auglýsingasálfræðings og
nokkurra barna................ 75
ÝMISLEGT
Krossgáta..................... 78
Veröld sem verður
Evrópubandalagið er hægt og örugglega að verða að efnahagslegu stórveldi og
með jaðarsvæðunum — EFTA—ríkjunum verður EB það efnahagsveldi sem
mestu skiptir á okkar svæði. íslendingar taka um þessar mundir þátt í viðræðum til
undirbúnings evrópsku efnahagssvæði með aðgætni og nauðsynlegri djörfung. Sá
misskilningur hefur slæðst inn í umræðu að undanförnu að við værum í þann
mund að ganga inn í Evrópubandalagið sjálft. Það er ekki á dagskrá þessa stundina
og gæti ekki orðið fyrr en eftir nokkur ár. En engu að síður er mögulegt að aðild
okkar að evrópska efnahagssvæðinu muni skipta sköpum fyrir íslendinga í fram-
tíðinni. íslendingar höfðu með höndum formennsku í EFTA einmitt þá mánuði,
sem skóku heiminn með byltingunni í Austur—Evrópu í lok sl. árs. Formennska
íslands mæltist mjög vel fyrir í Evrópu og þótti þjóðinni til sóma.
í viðtali Þjóðlífs við Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra kemur fram að
afdrif þessa máls muni ráða miklu um lífskjör okkar í náinni framtíð. Ýmislegt
bendir til þess að íbúar evrópska efnahagssvæðisins eigi eftir að njóta mikillar
hagsældar. En hagsældin er ekki einhlít. Það þarf bæði brauð og frið. Stórkostleg-
ar breytingar í Evrópu skipta okkur íslendinga miklu eins og aðrar Evrópuþjóðir.
Varsjárbandalagið er í fjörbrotunum og Nató mun breytast mikið á næstunni.
Löngum hefur herinn og Nató klofið þessa þjóð á heiftrækinn hátt. E.t.v. eygjum
við raunhæfa von um að því tímabili fari nú að ljúka.
Eins og fram kemur hjá formanni Alþýðuflokksins í viðtalinu við Þjóðlíf má
gera ráð fyrir að fjögur meginmál muni marka þróun stjórnmála á Islandi á næstu
árum: kröfur um uppstokkun fiskveiðistefnunnar, uppstokkun landbúnaðarins,
mótun raunhæfrar byggðastefnu og meira frjálsræði og opnun íslenska þjóðfélags-
ins gagnvart umheiminum.
Það er oft haft á orði að flokkakerfið á íslandi sé úrelt. Það endurspegli ekki
lengur pólitískan vilja í landinu. Margir telja að flokkakerfið standi einatt vörð um
veröld sem var. Og því miður á það við um ofangreind meginviðfangsefni íslenskra
stjórnmála, að flestir stjórnmálaflokkanna ríghalda í það kerfi sem er, enda telja
þröngir en valdamiklir hagsmunahópar sig hagnast best á því. Hræðslan við
breytingar veldur og miklu. Meðal þess sem um þessar mundir er mjög til umræðu
til uppstokkunar á íslenska flokkakerfinu er myndun nýrrar hreyfingar jafnaðar-
manna og frjálslyndra afla, sem bíður eftir því að takast á við alveldi Sjálfstæðis-
flokksins á jafnréttisgrundvelli.
í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík hafa flokksvélar smá-
flokkanna sýnt hvers þær eru megnugar í tregðunni gagnvart augljósum kröfum
um samvinnu og valkost við Sjálfstæðisflokkinn. Þessar flokksvélar eru taplið
dagsins í dag. Stofnanirnar sem ekki þorðu.
Jón Baldvin spyr: Jafnaðarmannaflokkur íslands— hvenær kemur þú? Ætli
margir myndu ekki svara þessari spurningu á þann veg að slíkur flokkur komi
þegar allar litlu flokksvélarnar eru hættar að verja veröld sem var og beini sjónum
sínum að veruleika dagsins og verkefnum veraldarinnar sem verður. Við höfum
orðið vitni að heimssögulegum breytingum sem orðið hafa hjá mörgum þjóðum.
Þær breytingar voru óhjákvæmilegar. Á íslandi standa menn einnig frammi fyrir
óhjákvæmilegum breytingum. Meðal þeirra er umbylting hins úrelta flokkakerfis.
Óskar Guðmundsson
Úlgefandi: Félagsútgáfan h.f. Vesturgötu 10, box 1752,121 Reykjavík, sími 621880. Framkvæmdastjórn
Félagsútgáfunnar: Björn Jónasson, Jóhann Antonsson, Skúli Thoroddsen. Sljórn: Svanur Kristjáns-
son, Bjöm Jónasson, Ásgeir Sigurgestsson, Pétur Reimarsson, Jóhann Antonsson, Birgir Árnason,
Skúli Thoroddsen. Albert Jónsson, Hallgnmur Guömundsson, Árni Siguijónsson. Ritstjóri bjóölífs:
Óskar Guömundsson. Blaöam.: Kristján Ari Arason, Einar Heimisson, Sævar Guðbjörnsson. Setn.
o.ll.: María Sigurðardóttir. PróFdrk: Guðrún. Fréttaritarar: Arthúr Björgvin Bollason (Munchen),
Guðmundur Jónsson (London), Einar Karl Haraldsson (Stokkhólmi), Guðrún Helga Sigurðardóttir
(Finnlandi). Ingólfur V. Gíslason (Lundi). Jón Ásgeir Sigurðsson (New Haven), Yngvi Kjartansson
(Osló),Árni Snævarr (París). Forsíða, hiinnun: Erlingur Páll Ingvarsson. Ljósm. áforsíðu: Guðmund-
ur Ingólfsson. Skrifstofustjóri: Guörún Björk Kristjánsdóttir. Bókhald: Jón Jóhannesson. Fram-
kvæmdastjóri: Lára Sólnes. Auglýsingar: Hörður Pálmarsson. Markaður: Hrannar Björn. Prent-
vinnsla: Prentstofa G. Benediktssonar hf. Kópavogi, sími: 641499. Blaðamenn símar: 623280 og
622251. Ritstjóri: 28230. Áskriftasími: 621880. Auglýsingasímar: 26450 og 28149.
ÞJÓÐLÍF 5