Þjóðlíf - 01.02.1990, Side 18

Þjóðlíf - 01.02.1990, Side 18
INNLENT1 RÆÐUR EFNAHAGUR STJÓRNMÁLAAFSTÖÐU Skoðanakönnun meðal nemenda við Háskólann: Efnaminni stúdentar kjósa Röskvu en einhleypir og efnaðir strákar fylgja Vöku PÁLL VILHJÁLMSSON Stúdentar við Háskóla íslands sem búa í leiguhúsnæði eru mun líklegri til að kjósa Röskvu, samtök félagshyggjufólks, en hægraframboð Vöku. Einhleypir ungir menn með háar sumartekjur eru aftur á móti tryggustu fylgismenn Vöku. Nær átta af hverjum tíu stúdentum sem búa í foreldrahúsum kjósa Vöku. upp á tæpum þriðjungi þeirra sem voru í úrtakinu og rýrir það gildi könnunarinn- ar. Einn af þeim nemendum sem lenti í úrtakinu reyndist vera staddur í Afríku þegar könnunin var gerð og maður verður bara að ímynda sér hverju hann hefði svar- að um stjórnmálaskoðanir sínar. Þrátt fyrir afföll eru niðurstöðurnar tölfræðilega Háskóli íslands. Síðustu árin hefur Vaka sótt í sig veðrið í stúdentapólitíkinni. etta eru niðurstöður í skoðanakönn- un sem tveir nemendur í félagsvís- indadeild gerðu síðastliðið vor. Sif Ein- arsdóttir og Skúli Helgason, en þau eru sambýlingar, notuðu nokkrar kvöld- stundir í apríl og maí til að hringja í 150 stúdenta við Háskólann og spyrja hvort framboðið viðkomandi hafði kosið í stúdentaráðskosningunum í mars. Sif leggur stund á sálfræði en Skúli á stjórnmálafræði, en könnunin var unnin á námskeiði í aðferðafræði. „Það voru margir feimnir við að segja okkur hvað þeir kusu,“ segir Sif. Ekki tókst að hafa marktækar og kennari gaf 8.5 af 10 mögu- legum í einkunn fyrir verkefnið. Tilgátan sem þau vildu prófa var um tengsl milli afkomu og kosningahegðunar. Sif og Skúli lögðu til grundvallar könnun- inni stefnumál Röskvu og Vöku fyrir stúdentaráðskosningarnar í fyrra. „Röskva lagði meiri áherslu á heildar- myndina, að stjórnmál almennt skiptu máli fyrir stúdenta. Áhersla Vöku var aft- ur á móti á hagsmunamál stúdenta í þrengri skilningi," segir Sif. Megin- ágreiningsefni við síðustu stúdentaráðs- kosningar var afstaðan til tekjutengdra námslána. Röskva var fylgjandi að náms- lán yrðu tekjutengd þannig að lánin lækk- uðu í hlutfalli við tekjur stúdenta. Vaka er á öndverðum meiði og vill ekki að lán verði tekjutengd. Rök vinstrimanna eru að tekjutengd lán tryggi réttláta dreifingu námslána, að þeir fái hæstu lánin sem minnstar hafa tekjurnar. Hægrimenn segja tekjutengd lán letja menn til vinnu og það sé vangá. Tilgáta Sifjar og Skúla var að efna- minni námsmenn myndu fylkja sér um Röskvu, en þeir efnaðri binda sitt trúss við Vöku. í öllum megindráttum staðfesti könnunin tilgátuna sem lagt var af stað með: Það eru afgerandi tengsl á milli efnahags stúdenta annars vegar og hins vegar kosningahegðunar. Rúm 60 prósent af þeim stúdentum sem búa í leiguhúsnæði kjósa Röskvu, en tæp 40 prósent Vöku. Átta af hverjum u'u stúdentum sem búa í foreldrahúsum kjósa Vöku, en aðeins tveir Röskvu. Það má gefa sér að stúdentar sem leigja húsnæði á meðan á námi stendur hafi al- mennt minni fjárráð en hinir sem búa í foreldrahúsum. Algeng leiga á tveggja herbergja íbúð í Reykjavík er 30 til 40 þúsund krónur á mánuði. Fyrirfram- greiðslur tíðkast, allt upp í heilt ár. Til samanburðar er leiga á tveggja herbergja íbúð á hjónagörðum 25 þúsund krónur á mánuði. Tekjurnar einar sér skipta stúdentum í tvær fylkingar. Þeir stúdentar sem voru með innan við 200 þúsund króna tekjur sumarið 1988 skiptu atkvæðum sínum nokkurn veginn jafnt á milli Vöku og Röskvu. Þó naut Röskva ívið meiri hylli þessa tekjuhóps. Þegar tekjurnar aukast verður annað upp á teningnum. Sjö af hverjum tíu sem höfðu meira en 200 þús- 18 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.