Þjóðlíf - 01.02.1990, Side 32
ERLENTi
Panama —Bandaríkin
UMDEILDA
INNRÁSIN
— Bush sendir 24.000 hermenn til þess að handsama
Noriega einvald í Panama. Óvissa í Panama. Frá
hverju kjaftar Noriega?
JÓN ÁSGEIR SIGURÐSSON
Enda þótt það drægist að handsama höf-
uðpaurinn Manuel Noriega, ríkti fögn-
uður í Washington íljótlega eftir að ljóst
varð að Bandaríkjaher hefði náð undir-
tökunum í Panama í desember. Og þegar
Noriega gekk í greipar innrásarhernum
gladdist Bush forseti svo mjög, að hann
boðaði tafarlaust blaðamannafund í
Hvíta húsinu. Þar tilkynnti hann að öll-
um markmiðum innrásarinnar væri náð.
ð sögn Bush var tilgangur innrásar
Bandaríkjahers í Panama fjórþættur:
Að vernda líf bandarískra þegna sem
starfa við Panamaskurðinn, standa vörð
um samning ríkjanna um skipaskurðinn,
handsama Manuel Noriega og koma á lýð-
ræði í landinu. Bandaríkjaforseti sendi
herinn til Panama vegna þess að banda-
rískur hermaður hafði verið drepinn á
götu þar í landi. En í innrásinni féllu 26
Bandaríkjamenn, 314 panamískir her-
menn og fjöldi óbreyttra borgara. Ramsey
Clark fyrrum dómsmálaráðherra Banda-
ríkjanna fór í kynnisferð til Panama í jan-
úar og hann heldur því fram að þúsundir
óbreyttra borgara hafi fallið í innrásinni.
Hann og fleiri telja að Bandaríkjastjórn sé
að reyna að leyna þessum ótíðindum.
Önnur ríki í álfunni voru fljót að for-
dæma afskipti Bandaríkjanna af innanrík-
ismálum sjálfstæðs nágrannaríkis, en sum
þeirra áfelldust jafnframt eigið framtaks-
leysi. Stjórnvöld í Venezúela höfðu lengi
reynt að fá önnur ríki álfunnar til þess að
tala um fyrir Noriega og koma honum frá
völdum með góðu. Eftir innrásina lýsti
Venezúelastjórn því yfir að Mið- og Suð-
ur-Ameríkuríki hefðu brugðist. Þau
hefðu ekki tekið af einurð og festu á mann-
réttinda- og lýðréttindabrotum í Panama.
Skiljanlega hefðu Bandaríkin gripið til
eigin ráða. í sama streng tók Mexíkó-
stjórn.
Önnur ríki fordæmdu innrásina, hvert
með sínu pólitíska nefi. Kúbumenn
átöldu þessa „árás heimsvaldasinna á
þjóðir Rómönsku Ameríku“, hún væri
enn ein sönnun þess að Bandaríkin virtu
alþjóðarétt að vettugi. Herstjórn hægri-
manna í Chile „hafnaði“ innrásinni og
krafðist þess að fullveldi Panama yrði end-
urreist.
Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu inn-
rásina með semingi. Bandaríkin beittu
neitunarvaldi gegn ályktun í öryggisráð-
inu, en allsherjarþingið samþykkti með 75
atkvæðum gegn 20 að „harma“ innrásina.
Hjá sátu 39 ríki, þar á meðal ísland. ís-
lensk stjórnvöld skiptust í tvær fylkingar,
sumir studdu innrásina, aðrir vildu for-
dæma hana. Á endanum fékk Benedikt
Gröndal sendiherra hjá Sameinuðu þjóð-
unum fyrirmæli um að sitja hjá.
kömmu fyrir aldamót linuðu Bretar
tökin á þeim anga heimsveldis síns
sem var Mið-Ameríka. Bandaríkin höfðu
þá um skeið seilst til valda þar í álfu, beittu
hervaldi, og diplómötum og voru á góðri
leið með að ná efnahagslegum undirtök-
um í ýmsum ríkjum suðurfrá.
Panama var sjálfstjórnarhérað í Kólum-
bíu á öldinni sem leið. Bandaríkjaher
beitti þráfellt vopnavaldi í landinu, eink-
um í tengslum við járnbraut sem verið var
að byggja þvert yfir eiðið. Stjórnvöld í
Panama voru ætíð beðin um leyfi fyrir
þessum „lögregluaðgerðum“. En í sept-
ember árið 1902 gerðu Bandaríkin innrás í
Panama og höfðu hvorki heimild Kolum-
bíu né stjórnvalda í Panama.
Síðla sama árs gerðu Panamabúar svo
uppreisn gegn Kolumbíustjórn með fullri
vitund og vilja Roosevelt stjórnarinnar í
Washington. Uppreisnarmenn sögðu
Panama úr lögum við Kolumbíu og
Bandaríkin viðurkenndu nýja ríkið án taf-
ar. Ástæðan fyrir þessari íhlutun Banda-
ríkjanna var einkum áhugi á því að byggja
skipaskurð í gegnum landið. Franskt
verkfræðifyrirtæki sem átti byggingarrétt-
inn seldi Bandaríkjastjórn hann í kjölfar
sjálfstæðisyfirlýsingarinnar. Bandaríkin
eignuðust þar með 16 kílómetra breitt
belti þvert yfir landið.
Panamaskurðurinn var opnaður árið
1914 og það var hann sem Bandaríkin
sögðust verja með innrásinni í desember
síðastliðnum. Þau hefðu haft fullan rétt til
þess að verja skurðinn og líf bandarískra
þegna sem þar störfuðu. Rétt er að geta
þess að í janúar 1990 áttu Panamamenn að
taka við stjórn skurðarins að fullu og öllu,
en hann verður samkvæmt samningi ríkj-
anna kominn algjörlega í eigu Panama um
aldamótin.
Bandaríkin hafa ellefu sinnum gert inn-
rás í önnur ríki á þessari öld og var íhlut-
unin í Panama dæmigerð að því leyti að
hún var gerð til þess að koma frá völdum
þjóðhöfðingja sem stjórnvöldum í Was-
hington líkaði ekki við. Jafnvel þótt
Panamabúar séu Bandaríkjamönnum
þakklátir fyrir að hafa losað þá við harð-
stjóra og bófa, hafa Bandaríkin engan rétt
til þess að stunda lögregluaðgerðir af
þessu tagi. í Panama tóku Bandaríkja-
menn sér bessaleyfi sem þeir þola öðrum
ekki og gæti lögleysa af þessu tagi dregið
dilk á eftir sér.
nda þótt Bush forseti tíundaði rétt
Bandaríkjanna til að verja þegna og
lögmæta hagsmuni, var raunveruleg
ástæða innrásarinnar auðvitað sú að hand-
sama Manuel Noriega einvald og skipta
um stjórn í Panama. Einvaldurinn gekk
innrásarhernum úr greipum og fannst
32 ÞJÓÐLÍF