Þjóðlíf - 01.02.1990, Side 68

Þjóðlíf - 01.02.1990, Side 68
VÍSINDI UMSJÓN HÁLFDAN ÓMAR HÁLFDANARSON OG ÞURÍÐUR ÞORBJARNARDÓTTIR Erfða- tækni og vín- gerð Við framleiðslu eðalvína þarf góðar vínþrúgur, réttan jarð- veg og kunnáttu. Vínfram- leiðendur í Frakklandi og víð- ar hafa nú snúið sér til erfða- tækninnar til að leysa vanda sem hefur vaidið því að marg- ar milljónir lítra af góðu víni fara til spillis á ári hverju. Við bruggun þrúgnanna er yfírleitt sett í löginn sér- stakt, sérvalið ger til að fá þau víngæði sem sóst er eftir. Það er yfirleitt nefnt gerstartari eða gerræsir. Flestir framleiðend- ur nota til þessa ger sem er framleitt í stórum stíl undir ströngu eftirliti. Stærsti ger- framleiðandi í heiminum er fyrirtæki eitt í Montreal í Kan- ada. Það hefur nýlega sótt um leyfi hjá frönskum yfirvöldum til að prófa ger sem framleitt er með erfðatækni. (Það er al- gengur misskilningur að ger séu gerlar (bakteríur). Gerið er af ætt sveppa og telst til ger- sveppa. Þeir eru einfrumungar sem fjölga sér með einfaldri skiptingu.) Mikið vín fer forgörðum vegna óheppilegs, náttúrulegs gers sem er fyrir á hýði vín- þrúgnanna og nær yfirhönd- inni í gerjunarkerjunum. Það fjölgar sér við gerjunina og gef- ur frá sér eiturefni sem drepa startarana og eyðileggja bragð Þrúgnatínsla í Beaujolais-héraði í Frakklandi. vínsins. Áður var engin ein- föld aðferð til sem kom í veg fyrir að þetta gerðist. Það kom þó fyrir að aðskotagertegundir bættu bragðgæði vínsins og þær hafa þannig reynst nota- drjúgar. Vínframleiðendur notuðu stundum þessar ger- tegundir sem startara árið eft- ir. Nú eru mörg víngeraf- brigða á markaðnum til kom- in, a.m.k. að hluta, á þennan hátt. Hagkvæmu, náttúrulegu af- brigðin mynda þó enn eitur- efni en þau rýra þó ekki gæði vínsins. Þau stuðla hins vegar að því að halda öðrum aðskota- afbrigðum á þrúgunum í skefj- um, þó ekki öllum. Þar kemur erfðatæknin til sögunnar. Nú er reynt að gera startarana með öllu ónæma fyrir eiturefnum annarra gertegunda. Það er gert með því að einangra genin sem mynda eiturefnin úr hættulegu afbrigðunum. Hlutum úr þeim er síðan kom- ið fyrir í næmum gerstofnum og þannig fást ný afbrigði af þeim. Prófanir sýna að þetta ger þolir vel eiturefni og vín- smakkarar hafa lýst því yfir að vín sem framleitt var í litlum mæli með þessu geri hafi verið óspillt og hið ágætasta. Móhár (e. mohair) fæst af tyrkneskri geitartegund (Capra angorensis), angóru- geitinni, sem kennd er við hérað í Tyrklandi er áður hét Angora (nú Ankara). Angóru- geitin er oftast hvít, líkt og tíbetska kasmírgeitin, en hin fyrrnefnda sker sig frá öllum öðrum kynjum í því að reyfið er eingöngu úr löngum (allt að 30 cm), afar fíngerðum, silkigljáandi og bylgjóttum hárum en er laust við grófar illhærur. Þessi gerð ullar virðist hafa komið fram við stökk- breytingu, líkt og átt hefur sér stað hjá sumum langhærðum Angóruullin fró sauðfjárkynjum, en enginn veit hvenær það hefur verið. Það er þó ljóst að þessi eigin- leiki er ríkjandi hjá kynblönd- uðum dýrum. Uppruni angórugeitar er einnig hulinn nokkurri þoku. Hún virðist hafa komið fram í Tyrklandi síðla á miðöldum en orðið móhár er þó dregið af arabísku orði (Makhayar) en ekki tyrknesku. Fyrstu heim- ildir um angórugeit í Evrópu eru frá 1554 og angóruull barst til álfunnar um öld síðar með hárkollumeisturum sem kynntu gæði ullarinnar. Tyrk- ir bönnuðu hins vegar útflum- ing á óunninni ull allt til 1820. Á 19. öld jókst eftirspurn til mikilla muna og Tyrkir brugð- ust við með því að kynblanda angórugeitur við önnur inn- lend kyn. Hver þráður í angóruull er um 30 míkrómetrar að þykkt, sem er tvöfalt meira en hjá kasmírgeit. Angórugeitur fara ekki úr reyfinu og eru þær því klipptar tvisvar á ári. Angóru- ullin er ekki jafn verðmæt og kasmírull en á móti kemur að hver angóruskepna gefur af sér meiri ull en hver kasmírgeit. ngórugeitur voru fyrst fluttar út frá Tyrklandi 1838 til Suður-Afríku, og til Bandaríkjanna bárust þær tíu j 68 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.