Þjóðlíf - 01.02.1990, Síða 42
Spjallað við Sigurð A.
Magnússon um margháttaða
landkynningu hans
MENNING
Sigurður A. Magnússon rithöfundur hef-
ur manna lengst fengist við margvíslega
kynningu á íslenskri menningu og sögu
erlendis. ÞJÓÐLÍF náði tali af Sigurði A.
rétt áður en hann lagði í fyrirlestraferð til
Kanada, þar sem hann ætlaði að kynna
íslenska leikritun eftir stríð, Halldór Lax-
ness og íslenska tónlist á þessari öld.
Þessi ferð er ef til vill dæmigerð fyrir þá
tegund landkynningar sem Sigurður hef-
ur starfað við um víðar lendur í þágu
lands og þjóðar. í þrjátíu ár hafa verið að
birtast greinar og þýðingar eftir Sigurð,
bæði í tímaritum og bókum á enskri
tungu, grísku, norðurlandamálunum,
frönsku, ítölsku, rússnesku, þýsku,
spænsku og jafnvel enn fleiri málum.
Segja má að ævintýri þetta hafi byrjað
með útgáfu á Ijóðabók Sigurðar, Dauði
Baldurs og önnur Ijóð, á grísku árið 1960.
SigurðurA. Magnússon rithöfundur hefur skrifað ótrúlegan fjölda bóka ogbæklinga um ísland,
íslcnska menningarsögu og bókmenntir hvers konar auk annars til landkynningar.
ÉGKVAÐ
NOKKRAR
STEMMUR
Þegar Leonard Cohen kom til íslands
vissi hann dálítið um land og þjóð. Vitn-
eskju sína hafði hann úr bókinni Nort-
hern Sphinx, sem fyrst kom út árið 1977
og var endurútgefin 1984. Margir fleiri
hafa haft á orði að þeir vissu ekkert um
ísland nema það sem stæði í þessari bók.
Hvers lags heimsbók er þetta eiginlega?
ÓSKAR GUÐMUNDSSON
— Já, ég hef víða fundið að menn hafa
séð þessa bók. Þannig hafði hún verið til á
Indlandi og Kína. Hún var fyrst gefin út í
Bretlandi og Kanada. Bókaforlagið í Kan-
ada hafði á hendi dreifingu út um allan
heim. Þegar hún kom út í seinna skiptið
skrifaði Magnús Magnússon formála að
henni og það gerir hana enn eftirsóknar-
verðari. Þetta er eiginlega menningarsaga
íslendinga frá landnámi fram á okkar
daga.
En hver voru tildrög þess að bókin
varð til?
— Það er eiginlega skrítin saga. Ein-
hvern tíma í fyrndinni hafði ég haldið
fyrirlestra í Bandaríkjunum um fornbók-
42 ÞJÓÐLÍF