Þjóðlíf - 01.02.1990, Qupperneq 30
ERLENT ■MKHHHHHHMnMmI1
innan austurblokkarinnar og ætluðu að
reyna á hversu opið ungverska járntjaldið
væri. Horn og félagar höfðu málað sig inn í
horn. Þeir áttu tvo kosti og við fyrstu sýn
hvorugan góðan. Þessa nótt vakti Guyla
Horn því ákvörðun varð að liggja fyrir að
morgni. Átti hann að láta framfylgja
samningi stjórnar sinnar við Austur-
Þýskaland um að skila bæri flóttamönnum
til baka? Og um leið sýna að opnun járn-
tjaldsins væri sýndarmennska ein? Eng-
inn vafi lék á því að Austur-Þjóðverjar,
Rúmenar og Tékkar gætu hefnt sín á Ung-
verjalandi með því að svíkja gerða við-
skiptasamninga. Vafalaust hefur hann
einnig velt fyrir sér örlögum hundruð þús-
unda Ungverja sem búa í Rúmeníu og
Slóvakíu. Yrði gripið til hefndarráðstaf-
ana? Horn sagði síðar að hann hefði þjáðst
þess nótt en að morgni hafði hann komist
að niðurstöðu.
Hann hélt til Berlínar innan nokkurra
daga og skýrði stjórninni þar frá ákvörð-
uninni. Aðstoðarmaður hans, Laszlo Ko-
vacs, sagði að viðbrögð Sovétmanna
hefðu verið könnuð fyrirfram. Kovacs
sagði síðar að þeir Horn hefðu gert sér
grein fyrir því að þetta myndi hafa miklar
afleiðingar sem stjórn Honeckers lifði
tæplega af. „Við gerðum þetta ekki til að
skemmta okkur, en við höfðum ekkert á
móti því.“
arðlínustjórnirnar í Prag, Búkarest
og Austur-Berlín virtust tiltölulega
traustar í sessi í byrjun ársins. Tíu þúsund
manns minntust tvítugsafmælis píslar-
vættisdauða tékkneska stúdentsins Jans
Palachs, í Prag, í byrjun janúar. Harð-
línumennirnir létu lögreglukylfurnar tala
og stungu andófsleiðtoganum Vaclav Ha-
vel í fangelsi. Vesturveldin mótmæltu, en
þess var ekki langt að bíða að þjóðarleið-
togarnir heilsuðu upp á ráðamenn. Ekkert
virtist ætla að breytast. Þegar greinarhöf-
undur kom til Prag í endaðan janúar var
dapurlegt um að litast. Enn ein mótmælin
höfðu verið brotin á bak aftur.
Ég heimsótti andófsblaðamann nokk-
urn sem fékk ekki að skrifa en gaf út óháð
blöð í stopulum frístundum frá því að
sinna því þjóðþrifaverki að kynda upp
neðanjarðarlestir í Prag. Við röbbuðum
góða stund saman. Á heimili hans voru
bækur út um allt í mikilli óreiðu og ólögleg
blöð falin hér og þar, sum vel, önnur á
augljósum stöðum til þess eins að útsend-
arar lögreglunnar sem komu jafnreglulega
og bréfberinn, hefðu eitthvað upp úr
krafsinu án þess að gera mikinn óskunda.
Blaðamaðurinn, Jiri Dienstbier, viður-
kenndi að þreyta væri komin í gamla
iz^ERLENT
Vorið í Prag á ný
Aíiuii tnulutktMW vanmt. , rkupað KuguwaAgrrdir yjlrvMa ***ji nuitnur
Bmnjert. RJdamem I frut eru raAþruta fagnrart um lýanuar roru ram i myilu aniófwwnna.
þeirn eamfa tem umbómiefna Gatboajova hefur |
Þjóðlíf: Mars:
Jiri Dienstbier, kyndari í Prag,
nú utanríkisráðherra
Tékkóslóvakíu.
Bronislaw Geremek, prófessor,
aðalsamningamaður Samstöðu,
nú þingflokksformaður
Samstöðu.
Jiri Hajek, eftirlaunaþegi:
endurreistur.
Petr Uhl, kyndari í Prag, átti
mikinn þátt í að koma
flauelisbyltingunni af stað.
Alexander Kwasniewski,
ráðherra í pólsku stjórninni, nú
formaður nýja flokksins.
Charta 77 liðið sem hann var í en var von-
góður vegna þess að ungt fólk var loks
farið að ganga til liðs við andófíð. En það
sem vakti athygli mína í fari Dienstbier og
annarra tékkneskra andófsmanna var
ótrúleg vissa um að allt færi vel að lokum
— og í því voru þeir ekki líkir hinum
pólsku kollegum sínum. „Gorbatsjov hef-
ur ekki fordæmt vorið í Prag“ sagði
Dienstbier og taldi að Sovétleiðtoginn lét-
ist trúa því að ráðamenn fylgdu glasnost
og perestrojku þar til þeir færu að þvælast
fyrir utanríkismarkmiðum hans. (Sjá við-
tal í ÞJÓÐLÍFI, B.tbl. mars, 1989)
Það gerðu Milos Jakes og aðrir forystu-
menn kommúnista 17. nóvember. Þús-
undir stúdenta lögðu undir sig opinbera
mótmælagöngu og kröfðust lýðræðislegra
umbóta. Óeirðalögreglumenn með kylfur
og grimma hunda réðust að mannfjöldan-
um, af miklum ofsa. Sovétmönnum var
nóg boðið. Daginn eftir boðaði Petr Uhl,
andófsmaður, blaðamenn á sinn fund.
Hann er einn fárra trotskíista austan-
tjalds, ekki óvanur fangavist og vann á
vaktinni á móti Jiri Dienstbier í kyndara-
klefa neðanjarðarlestarstöðvanna. Uhl
sagði blaðamönnum að ungur stúdent
Martin Smid að nafni hefði verið barinn
til bana í átökum við lögreglu kvöldið
áður. Fréttin barst um heimsbyggðina og
sem eldur í sinu um Prag. Stjórnin mót-
mælti og í tékkneska sjónvarpinu voru all-
ir Marteinar Smid sem til voru í landinu
sýndir og látnir vitna um að þeir væru við
hestaheilsu. Uhl var stungið í steininn,
eina ferðina enn en þjóðin var svo vön því
að kommúnistarnir lygju, að fleiri en
nokkru sinni hópuðust á Venseslastorg,
hörmuðu dauða stúdentsins og kröfðust
breytinga. Hvernig það fór vita menn:
Forysta flokksins fauk, Havel, nýslopinn
út úr fangelsi varð forseti. Uhl vinnur ekki
lengur í kyndaraklefanum þótt enginn
hafi kunnað honum þakkir fyrir ósann-
indin um dauða námsmannsins (opinber-
lega) en vinnufélagi hans, Dienstbier er
orðinn utanríkisráðherra Tékkóslóvakíu.
Martin Smid, hvernig sem annars stóð á
ótímabærum orðrómi um andlát hans, er
við góða heislu eftir því sem best er vitað.
Tékkóslóvakía hefði aldrei farið af stað
ef Gorbatsjov hefði ekki lýst yfir að Brés-
neffkenningin væri úr gildi fallin. Þetta
vissu andófsmenn í Tékkóslóvakíu í byrj-
un ársins. „Fólk veit...að sovéskir skrið-
drekar bjarga stjórninni ekki. Henni er
nauðugur einn kostur til að halda völdum
að leita í smiðju Albana. Slíkt er ekki hægt
í Mið-Evrópu“ sagði Jiri Dienstbier í sam-
tali við Þjóðlíf.
30 ÞJÓÐLÍF