Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 28

Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 28
ERLENT FJORIR MANUÐIR SEM SKÓKU HEIMINN —atvik og einstaklingar sem skiptu sköpum í byltingunni í Austur- Evrópu. ÁRNI SNÆVARR SKRIFAR: Eitt helsta deiluefni í sagnfræði og heim- speki sagnfræðinnar er hversu stórt hlut- verk einstaklinga og tilviljana sé. í fljótu bragði virðist liggja beint við að álykta að hrun kommúnistastjórnanna í alþýðu- lýðveldum Austur- og Mið-Evrópu hafi fylgt einhvers konar lögmáli — því í höf- uðatriðum hefur þróunin verið býsna svipuð í öllum þessum löndum, að Rúm- eníu sumpart undanskilinni. f vel er að gáð kemur í ljós að meira að segja í þessari atburðarás má finna ákveðnar stundir þar sem tilviljanir virt- ust ráða og athafnir og ákvarðanir einstak- ra manna skiptu sköpum. Gaman er að líta á atburðarásina á liðnu ári í Austur-Evrópu í þessu ljósi og reyna að greina þau augnablik þar sem vatnaskil urðu og hvaða einstaklingar komu þar við sögu. Segja má að forleikir hruns hinna nýju stétta sem Stalín kom til valda með stofn- un alþýðulýðvelda í Mið- og Austur- Evrópu, hafi verið leiknir í Ungverjalandi og Póllandi, en hinn dramatíski þáttur hafi hafist í ágústlok og lokið um jólaleyt- ið. Ungverjaland nýtur að sumu leyti sér- stöðu innan austurblokkarinnar (sál- ugu?). Uppreisn var þar barin niður í skjóli sovéskra skrið- dreka árið 1956, en í kjölfarið gengu yfir- völd að mörgum kröf- um uppreisnar- manna, svo sem um lýðréttindi og frjáls- ræði í efnahagsmál- um. Janos Kadar og fylgismenn hans ríktu í óþökk meginhluta íbúanna um áratuga- skeið, í skjóli þeirrar hótunar að væri ekki farið að vilja Sovét- manna yrðu byssurn- ar látnar tala. Þegar Mikhaíl Gorbatsjov boðaði afnám Brésneffkenningarinnar um íhlut- unarrétt Sovétmanna í málefni alþýðulýð- veldanna voru Ungverjar fyrstir til að taka hann á orðinu. Kadar var vikið frá og innan Kommúnistaflokksins sem og í þjóðfélaginu var í fyrstu allbreið samstaða um að hrinda lýðræðislegum umbótum í framkvæmd, en fara sér að engu óðslega. Reynslunni ríkari frá 1956 tóku Ungverjar smá skref og litu síðan ævinlega upp til að kanna hvort rússneski björninn væri kom- inn með hramminn á lofti. Pólverjar hafa ekki síður fengið að kenna á vígvélum Rússa, þótt oftar hafi pólskir kommúnistar haldið vendinum á lofti þótt Rússar hafi ákveðið hvar og hve- nær hann kæmi niður. Uppreisnin í Austur- Evrópu hófst í rauninni í Póllandi árið 1980, en þá voru augljóslega ekki sögulegar aðstæður til þess að umbótaöfl næðu yfirhöndinni. Svipað var þó upp á teningnum þar og í Ungverjalandi. í kjölfar þess að umbóta- hreyfingin var bæld niður, komu stjórn- völd til móts við andófsöfl. Á síðari hluta ársins 1988 töldu Jar- uzelski og félagar fullreynt að hægt væri að grípa til markaðslausna, nema nokkur samstaða væri um það í þjóðfélaginu. Leitað var til Samstöðu í því skyni að reyna að hafa taumhald á íbúum. Samningar hófust sem kenndir voru við hringborðið sem fundarmenn sátu í kring- um í Magdalenkahöllinni, nærri Varsjá. Þar kom í viðræðunum að öll sund virtust lokuð. Báðir aðilar höfðu gefið mikið eftir, fundað hafði verið stanslaust í mánuð, nú var komið fram í mars. Samstöðumenn vildu enn ekki fallast á tillögur kommúnista um að takmörkuð starfsemi óháðu verkalýðsfélaganna yrði leyfð, þeir fengju að kjósa þriðjung full- trúa á þing og skrifa undir stóraukin völd til handa Jaruzelski. „Jaruzelski verður nánast stjórnarskrárbundinn einvaldur, með meiri völd en Pinochet í Chile“, sagði Konstanty Gebert, vinstrisinnaður and- stæðingur Lech Walesa innan Samstöðu um þetta. Kiszak, innanríkisráðherra bætti þá við tilboði um að stofnuð yrði fremur valdalítil efri deild og ýmis sam- tök, þar á meðal Samstaða fengju að skipa fulltrúa. Geremek, aðalsamningamaður Samstöðu sagði að þeir hefðu svikið lýð- ræðið tvisvar (varðandi forseta og neðri deild) og gerðu það ekki í þriðja sinn. á mælti Alexander Kwasniewski, einn helsti samningamaður komm- únista: „En hvers vegna ekki frjálsar kosningar til neðri deildarinnar?“. Yfir- maður hans, Kiszak, sagði þá við Geremek: „Hversu oft mynd- irðu svíkja lýðræðið þá?“. Mánuði síðar var skrifað undir hring- borðssamkomulagið. Samstaða var leyfð með dómsúrskurði. Greinarhöfundur var þá staddur í Varsjá og gekk á fund samn- ingamannsins Kwasn- iewskis, sem þá var ráðherra æskulýðs- og íþróttamála. Samstaða lögleyfð sl. vor. Tíðindamaður Þjóðlífs var viðstaddur þessa sögulegu stund, sem margir telja upphafið á lýðræðisbyltingunni íAustur-Evrópu. 28 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.