Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 50

Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 50
MENNING Dubcek forsetí tékkneska þingsins og Havel forsetí að skála fyrir lýðveldinu. ÞAÐ VORAÐI SNEMMA ÍPRAG Brynja Benediktsdóttir og Erlingur Gíslason hittu Havel í Prag 1965. Spjallað við Brynju sem stjórnar sýningunni á Endurbyggingu eftir Havel. Verður vœntanlega ífyrsta sinn sem Havel sér sýningu á leikriti eftir sig í tuttugu ár! ÓSKAR GUÐMUNDSSON — Vorið byrjaði snemma í Prag — fyrir 1968, það var byrjað árið 1965 þegar við Erlingur vorum þar, segir Brynja Bene- diktsdóttir leikstjóri, en þau hittu þá leikritaskáldið Havel í Prag. Brynja stjórnar nú uppfærslu Þjóðleikhússins á Endurbyggingu Havels. Havel er nú for- seti Tékkóslóvakíu og verður viðstaddur heiðursfrumsýningu verksins, væntan- lega 18. febrúar. m þessar mundir er verið að frum- sýna í Þjóðleikhúsinu nýjasta leikrit Havels, Endurbygging. Þjóðleikhúsið keypti sýningarrétt á verkinu sl. vor, þegar það hafði hvergi verið sýnt og það bannað í heimalandi höfundarins. Sérstök heiðursfrumsýning verður vegna heim- sóknar Havels, væntanlega 18.febrúar. Forseti Tékkóslóvakíu hefur um langa hríð verið einn þekktasti andófsmaður þar í landi og helsti talsmaður hreyfxngarinnar sem tók við völdum eftir að kommúnist- um var steypt af stóli. Hann hefur oft þurft að gista fangelsi vegna skoðana sinna en leiðin úr fangelsinu í forsetastólinn reyndist styttri en nokkurn óraði fyrir. Þau Brynja og Erlingur Gíslason voru í Prag árið 1965 og við spurðum Brynju fyrst um ferðir þeirra hjóna. — Við Erlingur vorum í útlöndum í eitt ár, 1965—66, og sökktum okkur niður í leikhúslíf í Evrópu. Við dvöldumst m.a. við leikhús í Prag, Vín, Mílanó, London og Austur—og Vestur—Berlín. Við vor- um eiginlega hundheppinn því gerjunin í leikhúslífinu var mikil á þessum tíma ein- mitt í þessum borgum. — Við keyptum okkur Skoda—bíl hér heima til ferðalagsins og sóttum hann til Prag. Leiðsögumaður okkar og túlkur í Prag var Pálína, kona frægs málara þar í borg. Annars gátum við talað þýsku við flesta sem við hittum og ensku við þó nokkra. Pálína þekkti leikhúslífið eins og fingurna á sér og kom okkur í kynni við það sem um var að vera. Og þá var mikið að gerast í tékknesku leikhúsi. — Þetta var eins konar aðdragandi að 1968. Það sauð og kraumaði í grasrótinni. Og í leikhúsinu fann maður svo sannar- lega fyrir hitanum. Um þetta leyti fluttu til dæmis tveir spaugarar, þeir Súchy og Slitr, pólitíska íróníu hvunndagsins á sýn- ingum. Þeir breyttu dagskránni á hverri sýningu í samræmi við það sem var efst á baugi hverju sinni. Þetta var skörp og skemmtileg ádeila og mikið hlegið í leik- húsinu. Eftir innrásina 1968 fengum við þær fréttir að Slitr hefði framið sjálfsmorð með því að stökkva út um glugga. En sameiginlegir vinir okkar höfðu aðra skýr- ingu. Leikritið sem við erum að setja upp kemur inn á líka atburði. — Við sökktum okkur niður í leikhús- lífið. Tékkneska leikhúsið var svo frjótt og spennandi á þessum tíma. Samt fannst okkur allt grátt fyrir utan leikhúsið. Oft furðuðum við okkur á því hve leikhúsfólk- ið talaði frjálst og opinskátt um pólitík, sérstaklega á knæpunum á kvöldin. En þá var sagt: „Það er ekki tekið mark á neinu sem maður segir eftir klukkan ellefu!“. — Þá sáum við sýningu á Garðveislu eftir Havel, hans fyrsta leikriti. Það voru greinilega bundnar miklar vonir við hann þarna strax. Þetta var frábær uppfærsla undir leikstjórn Krecja, sem var gífurlega snjall leikstjóri. Eftir innrásina varð hann leigubílstjóri. Havel var allt í öllu í leik- húsinu, stússaði við ljósin og hvaðeina. Við ræddum um leikhúsmálin, hið sjálf- stæða skapandi leikhús . Ég man svosem ekki mikið eftir honum, en ég man að hann var í svörtum, fínum jakka. Hann 50 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.