Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 14

Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 14
INNLENT | tóku þeir þá línu að boða gengiskoll- steypu. Stór gengisfelling þá hefði þýtt upplausnarástand, styrjöld á vinnumark- aði og óðaverðbólgu. Þessi ríkisstjórn ákvað þá að vinna sér tíma með verðstöðv- un, halda atvinnu í landinu með skuld- breytingum og millifærslum í sjávarútvegi og í þriðja lagi með því að leiðrétta gengið í áföngum án þess að kæmi til áfalla. Nú er það komið á daginn að þetta var rétt leið. Samningarnir nú hefðu aldrei tekist hefði þetta ekki verið gert. — Það skiptir algerlega sköpum um traustið á framhaldi þessara samninga að eftirfarandi gerist; samningar takist um að fjármagna halla á ríkissjóði með samning- um við lífeyrissjóðina og í annan stað verð- ur stjórnin að sýna trú sína í verki með því að lækka ríkisútgjöld. Ef þetta gerist erum við búin að leggja grundvöll að nýju vaxt- arskeiði í íslensku atvinnulífi. Stjórnin og stjórnarflokkarnir munu með því vinna sér traust af verkum sínum — hið póli- tíska landslag hefur breyst. í pólitískri kappræðu þurfa stjórnarflokkarnir að reka af sér slyðruorðið og fylgja ávinningi verka sinna eftir. — Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú um 50% fylgi samkvæmt skoðanakönnunum. Út á hvað? Stjórnarforystu Þorsteins Pálssonar? Út á að hafa klúðrað því tæki- færi sem flokkurinn fékk? Út af því að hafa brugðist þjóðinni og sjálfum sér þegar á reyndi? Út á gjörsamlega málefna- snauða stjórnarandstöðu? — Út á mann- valið í þingflokki flokksins, út á ófræging- arherferðir í fjölmiðlum á hendur foryst- umönnum stjórnarflokkanna í skjóli einokunar í fjölmiðlum? Þú ert að gera ríkisstjórnina að einni heild f þessu efni - er hún það samstíga að slíkt sé hægt? — Samstarfið innan ríkisstjórnarinnar hefur tekist betur en margur þorði að vona og þá er ég að tala um samstarf þeirra manna sem stjórnina mynda. Forsætisráð- herra hefur staðið sig vel sem verkstjóri og verið laginn við að skapa vinnuanda. En þetta svarar ekki þinni spurningu vegna þess að mótsetningarnar eru býsna stórar: Allir vita að ekki hefur tekist að fá neinar frambúðarlausnir í landbúnaðarmálum, um margra ára skeið hefur allt setið við það sama í sjávarútvegi, það hefur ekki tekist að móta stefnu í því sem við köllum byggðamál með einhverri framtíðarsýn. Nú er spurt hvort stjórnarflokkarnir geti náð saman um slíkar umbætur þegar skammtímareddingarnar eru að baki. Mér sýnist það ráðast mikið af því hvernig mál þróast í Alþýðubandalaginu. A.m.k. höf- um við tækifærið. Spurningin er: Berum við gæfu til að nýta það? Áttu þá við að fyrir næstu þingkosn- ingar verði til einn stór jafnaðarmanna- flokkur á Islandi? — Það eru auðvitað allar forsendur í íslenskri pólitík og í ljósi þróunar í al- þjóðamálum til að vinna landvinninga í því efni núna. Hugmyndafræðistríði lýð- ræðisjafnaðarmanna og kommúnista er lokið og staðfest að því er lokið. Sá fjöldi fólks í okkar þjóðfélagi sem á samleið með jafnaðarmönnum er býsna stór hópur. Allar aðstæður sem halda þessu fólki í sundur og drepa afli þess á dreif kalla á uppstokkun. — Ef við spyrjum: hvar eru helstu ágreiningsmálin í íslenskum stjórnmálum núna og á næstu misserum? Grundvallar- viðhorfin til opnunar þessa þjóðfélags eins og þau munu birtast í afstöðunni til ein- stakra málefna í samningunum við EB. Alþýðubandalagið er klofið í því, áherslu- munur innan Framsóknar nokkur. Af- staðan til erlends áhættufjármagns t.d. varðandi uppbyggingu stóriðju, —Al- þýðubandalagið klofið í því, mismunandi áherslur innan Framsóknar, en mun ekki frekar en venjulega leiða til klofnings í flokknum. Þriðja stórmálið sem þarf að fá lausn á næstu árum eru landbúnaðarmál. Þar er sú lausn í sjónmáli að opna fyrir samkeppni og leysa hið erfiða mál um að gefa almenningi kost á að eta fyrir viðráð- anlegt verð, með því að opna fyrir inn- flutning á verksmiðjuframleiddum mat- vælum, eins og hugmyndir voru uppi um að samningsaðilar á vinnumarkaði gerðu kröfu um. Því miður strandaði það í samn- ingaviðræðunum. Alþýðubandalagið er klofið í þessum málum. En eru ekki allir flokkar klofnir í af- stöðu sinni til þessara mála sem þú nefn- ir, nema e.t.v. Alþýðuflokkurinn. Spurn- ingin er þá frekar hvað sá flokkur hyggist gera til að koma þessari pólitík í gegn? Stendur flokkurinn ekki frammi fyrir tveimur kostum, annars vegar anexía Sjálfstæðisflokksins eða taka þátt í upp- stokkun á flokkakerfinu — stíla á stóran flokk jafnaðarmanna? — Það er auðvitað meginmál forystu- manna Alþýðuflokksins að skapa forsend- ur fyrir að byggja upp stóran og öflugan jafnaðarmannaflokk. Okkur ber skylda til að láta á það reyna til hlítar hvort við getum ekki nýtt þau tækifæri sem nú eru uppi í því efni. Það getur ekki verið hlut- skipti jafnaðarmannaflokks sem ætlar sér stóran hlut að vera anexía einhvers annars flokks. En við ráðum ekki einir för. Vegna reynslunnar var það mat margra Alþýðu- flokksmanna að ekki væri hægt að eiga gott samstarf við Alþýðubandalagið til að koma í gegn umbótamálum eins og við áðan nefndum undir forystu afdankaðra komma með alla þeirra fortíð á bakinu og manna sem mótast hafa af viðhorfum þjóðernissinnaðrar einangrunarstefnu og ábyrgðarlauss popúlisma. Þegar við erum að tala um sameiningu jafnaðarmanna og opnun á nýjum áfanga, erum við að tala um að sameina þá sem hafa svipuð viðhorf á grundvelli lýðræðislegrar jafnaðarstefnu og frjálslyndrar umbótastefnu. Það gerist ekki með sameiningu Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins í heilu lagi. Þeir fylg- ismenn Alþýðubandalagsins sem eru inn- lyksa í hefð þess flokks telja sig ekki eiga samleið með jafnaðarmönnum af því tagi sem við erum að ræða um, menn eins og t.d. Hjörleifur Guttormsson. Spurningin er því hvort Alþýðubandalagið er að breytast — eða klofna? Minnir núverandi ástand þig á það tímabil þegar þú varst að ljúka þinni veru í Alþýðubandalaginu og Samtök frjáls- lyndra vinstri manna urðu til? — Það minnir mig fyrst og fremst á þá undarlegu tímaskekkju að það skuli enn, árið 1990 vefjast fyrir mönnum, að gera upp sakirnar við fortíð Stalínismans í ís- lenskri pólitík. Ég gekk fram fyrir skjöldu sem ungur maður, á árunum 1964—67, um að fá yngri kynslóð vinstri manna í Alþýðubandalaginu eða á jaðri þess, til að ljúka þessari hreingerningu. Og til að snúa sér að því verkefni að sameina lýðræðis- sinnaða jafnaðarmenn í öflugri stjórn- málahreyfingu. Ég risti gömlu sósíalista- flokksforystunni rúnir níðs í vikulegum dálkum í Frjálsri Þjóð og krafðist þess að þessu uppgjöri yrði ekki slegið á frest. Ég vissi sem var að vinstri menn á íslandi myndu aldrei ná árangri í pólitík svo lengi sem þeir sigldu með þetta lík í lestinni. Flestir vita hvernig fór um sjóferð þá. Það hryggir mig að enn skuli þetta nauðsynja- verk vefjast fyrir mörgu ágætu fólki. Þótt Sósíalistaflokkurinn hefði þá þegar á þess- um árum verið bersýnilega hugmyndalega gjaldþrota hafði hin unga kynslóð,sem þá var að hasla sér völl í Alþýðubandalaginu, ekki til að bera þann andlega heiðarleika eða þann pólitíska kjark sem þurfti til að gera upp við fortíðina. Meira að segja hóp- urinn sem kenndur var við SÍA (samtök íslenskra austanjárntjaldsstúdenta), menn sem fengið höfðu einstakt tækifæri til að nema í þessum löndum og kynnast veru- leikanum af eigin raun, tæptu á sannleik- anum í sendibréfum eða hvísluðust á um 14 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.