Þjóðlíf - 01.02.1990, Side 38
ERLENT
OSKAR KANSLARAEFNI
SÓSÍALDEMÓKRATA
Oskar Lafontaine vann yfirburðasigur í Saarlandi. Valinn kanslaraefni
sósíaldemókrata fyrir þingkosningarnar sem fara fram síðar á árinu.
Kosningabaráttan þegar hafin.
Oskar Lafontaine og SPD(Sósíaldemó-
krataflokkur Þýskalands) unnu stórsigur
í kosningunum í Saarlandi 28. janúar sl.
Sósíaldemókratarnir fengu 54.5% at-
kvæða, Kristilegir demókratar, CDU,
fengu 33.4% atkvæða, FDP -Frjálsir
demókratar 5.6% atkvæða, Græningjar
2.7% og Repúblikanar fengu 3.3% at-
kvæða en til að ná þingmönnum þarf
flokkur að fá 5% atkvæða í V-Þýskalandi.
Þetta er í fyrsta skipti um langan tíma
sem hinn hægri sinnaði flokkur repúblik-
ana er stöðvaður í kosningum.
essar kosningar snerust að miklu leyti
um landsmál, þar sem ljóst var að
skorið yrði úr um það hvort Oskar Laf-
ontaine yrði kanslaraefni flokks síns í
þingkosningum Sambandslýðveldisins
síðar á árinu eða ekki. Kristilegir demó-
kratar sendu einn sinn vinsælasta mann,
Töpfer umhverfismálaráðherra í framboð
á móti Lafontaine í Saarlandi, og Kohl
kanslari fór sjálfur honum til aðstoðar á
ótal kosningafundi. En allt kom fyrir
ekki, hægri menn töpuðu miklu í kosning-
unum.
Oskar Lafontaine er afskaplega um-
deildur maður. Oft og tíðum hefur hann
þótt gefa út yfirlýsingar sem yrðu honum
að pólitísku fjörtjóni. Það er þó sérstætt
við slíkar yfírlýsingar, að þó þær kalli á
harkalega andstöðu til að byrja með, þá
vinna hugmyndir hans á og um síðir fallast
flestir á að hann hafi haft rétt fyrir sér. í
fyrra voru viðbrögð við hugmyndum hans
um styttingu vinnuvikunnar heiftarleg,
sérstaklega úr röðum verkalýðsforystunn-
ar. En þessar hugmyndir unnu á, einnig
innan verkalýðshreyfmgarinnar.
Fyrir nokkru lýsti Oskar þeirri skoðun
sinni, að V-Þýskaland ætti að gera allt sem
í þess valdi stæði til að auðvelda Austur-
Þjóðverjum að vera um kyrrt heima hjá
sér. Þannig væru meiri líkur til að verja
félagsleg réttindi beggja vegna landamær-
anna, —að halda velferðarkerfinu við lýði
í báðum löndunum. Þessi viðhorf kölluðu
til að byrja með á heiftarleg viðbrögð póli-
tískra andstæðinga Lafontaines, bæði inn-
an hans eigin flokks, SPD, og frá forystu-
mönnum stjórnarflokkanna, CDU og
FDP. Oskar var sakaður um kaldranalega
afstöðu og allt að því óþjóðholla. En örfá-
um vikum síðar var komið annað hljóð í
strokkinn; flestir stjórnmálaleiðtogar í V-
Þýskalandi taka nú orðið undir þessi við-
horf.
skar Lafontaine hefur sem forsætis-
ráðherra Saarlands notið mikilla
vinsælda og er stundum kallaður „Saar-
Napoleon“. Það hefur ævinlega verið
Ijóst, að hugsanleg tilnefning hans til
kanslaraembættis á vegum SPD væri háð
því að hann færi vel út úr kosningunum í
Saarlandi 28.janúar.
Hins vegar gerði forysta SPD, Hans-
Jochen Vogel, Johannes Rau og Willy
Brandt honum dálítið erfitt fyrir, með því
Stöðugt í sókn. Oskar Lafontaine ífótbolta.
að tilkynna skömmu fyrir kosningarnar í
Saarlandi, að nýtt kanslaraefni yrði til-
nefnt strax þegar kosningaúrslitin í Saar-
landi lægju fyrir. Pressan á Lafontaine um
að halda meirihlutanum í Saarlandi var
því orðin gífurleg.
Áhrifin af atburðunum í Austur—
Evrópu munu hafa mikið að segja í vænt-
anlegri kosningabaráttu, þar sem þeir eig-
ast við Helmuth Kohl kanslari og Oskar
Lafontaine. Að ýmsu leyti hafa menn séð
fyrir sér baráttu á milli kynslóða í þessum
slag. Kohl hefur keyrt mjög á þjóðrembu
og einföldum slagorðum;„endursamein-
ing Þýskalands“, „eining“, „Branden-
borgarhliðið“ og höfðar þannig til tilfinn-
inga margra landa sinna. En hann fjallar
þeim mun minna um gífurlegan húsnæð-
isskort, atvinnuleysi og félagsleg vanda-
mál sem koma upp í kjölfar breyttra að-
stæðna í Þýskalandi. Kohl sér sjálfan sig
sem hinn mikla kanslara, og nafn hans
verði um aldur og ævi bundið við mikla
atburði í sögu þjóðarinnar, — sameining-
una. Og nánum samstarfsmönnum hefur
Kohl treyst fyrir því að „hin undursam-
lega sameining" með nafni hans muni
treysta stöðu hans í kosningabaráttunni.
Víst er að vinsældir Kohls hafa verið í
hámarki að undanförnu, e.t.v. á þessum
grundvelli.
Oskar Lafontaine hefur engan áhuga á
að fara í samkeppni við Kohl um þjóð-
rembu. „Hann er sannfærður alþjóða-
sinni“, er haft eftir nánum samstarfs-
manni. Á flokksfundum hefur hann oft-
sinnis gagnrýnt þjóðríkisrembu og
þjóðernisstefnu í Þýskalandi.
„Fyrir mig skiptir mestu að vin-
um mínum í Dresden og Leipzig
og annars staðar í Austur—
Þýskalandi líði jafn vel og mér og
vinum mínum í Vín“, segir Oskar og vísar
til þess að krafan um félagslegt réttlæti sé
ævinlega hafin yfir kröfu um að búa til ný
ríki.Og hann telur einmitt að í áróðri eigi
að mæta upphafinni þjóðernishyggju
hægri manna með félagslegu réttlæti.
38 ÞJÓÐLÍF