Þjóðlíf - 01.02.1990, Side 26

Þjóðlíf - 01.02.1990, Side 26
ERLENT Ungverjaland —Rúmenía „SNÚÐU HEIM SNÚÐU HEIM" Heimsókn til Ungverjalands um jólin. GUNNSTEINN ÓLAFSSON SKRIFAR: Ilítilli kirkju á hjara veraldar eru bekk- irnir svo þröngt setnir að hvergi er rúm fyrir fleiri. Sjónvarpsvélar suða. Fólkið fer hjá sér. Það hefur aldrei komist í tæri við slíkan búnað áður. Klæðnaður þess sá sami og fyrir hundrað árum. Maður geng- ur fram, hár og mikill og hefur upp raust sína. Hann talar skýrt og greinilega, í máli hans speglast trúarleg sannfæring, póli- tísk þekking og þjóðlegur arfur; þetta er maður sem nær föstu taki á áheyrandan- um og heldur honum í greip sinni frá upp- hafi til enda. Og allt í einu er talinu beint til gamals þorpsbúa sem situr heima í stofu hjá sér í Ungverjalandi; konan sem hann skildi eftir fyrir tveimur árum í eymdinni og vesöldinni í Transylvaníu birtist á skjánum og biður eiginmann sinn grátandi um að snúa aftur heim; „snúðu heim, snúðu heim“ tekur allur söfnuður- inn undir í einum kór og presturinn, séra Laszló Tökes, lyftir krepptum hnefa til frekari áréttingar. Ungverski þulurinn gerir hlé á útsend- ingunni og myndavélunum er beint að ungverskum háskólastúdent nýkomnum frá Rúmeníu. Hann er vart tvítugur að aldri en verður ekki orðs vant. Starandi augun bera vökunóttum vitni. Þetta er fyrirliði nýrra stúdentasamtaka sem kenna sig við lýðræði. Hann ber til baka þær fregnir að hann og félagi hans hafi verið hætt komnir á leið þeirra til rúm- ensku en ungverskbyggðu borgarinnar Maroskaupstaðar með lyf og matvæli. Að vísu hefðu bæði hermenn, vopnaðir óbreyttir borgarar sem og Sekúrítate- leynilögreglumenn stöðvað þá á leiðinni en algjör ringulreið hefði ríkt á þjóðvegun- um og enginn vitað nákvæmlega hvernig málin stæðu. Þetta var að kvöldi Þorláks- messu. Sama dag leggur íslendingur af stað úr Svartaskógi áleiðis til Ungverjalands. Einkennileg tilviljun ræður því að hann heldur í þessa langferð einmitt á þeim tíma sem kommúnisminn í Rúmeníu er leiddur undir fallöxi fólksins. Húsvörðurinn, landflótta Ungverji, býður honum til stofu rétt fyrir brottför. Á vegg hangir litríkt kort af Ungverjalandi hinu forna; lítill landskiki inni í miðju landi sýnir hvar landamærin eru núna; faðir minn átti fag- urt land sem margur grætur, segir Ung- verjinn í hundraðasta sinn. Kona hans bendir gestinum á tvö logandi kerti á borði. Þau skulu brenna þar til réttlætið hefur farið með sigur af hólmi í fæðingar- héraði manns hennar, — þar sem nú er harðast barist. Þegar komið er til Ungverjalands um kvöldið liggur ungverskur bílstjóri í valn- um sem flytja vildi hjálpargögn til landa sinna handan landamæranna. Beinni út- sendingu frá rúmenska sjónvarpinu er nýlokið og það ungverska tekur við út- sendingunni. Áfram mun barist í skjóli myrkurs. Nokkrum dögum áður en sjónvarps- upptakan var gerð í fæðingarbæ séra La- szlós Tökes faldist hann á prestsetri sínu hundrað kílómetrum fjær í Temesborg; söfnuður hans logandi skjaldborg um hús- ið. Kertin brenna fyrir friði og samstöðu. Honum er borið á brýn að hvetja til andófs gegn stjórnvöldum með því að skora á söfnuð sinn að varðveita mál sitt og þjóð- erni. Þá lætur skuggabaldur til skarar skríða; klerksins er leitað dyrum og dyngj- um en hann flýr með þungaðri konu sinni til kirkju og lokar að sér. Leitarmönnum virðist ekkert heilagt, því þeir brjóta upp dyr guðshússins og hafa hjónin á brott með sér. í stað þess að fangelsa hann skal hann einangraður í litlu þorpi fjarri alfara- leið þar sem hann geti stundað störf sín án þess að „skaða hag ríkisins". aðfangadag er spennan um afdrif ungverska minnihlutans og rúm- ensku þjóðarinnar svo þrúgandi að göngu- ferð á bökkum Dónár í miðborg Búdapest er nauðsynleg til þess að hvíla hugann og skoða um leið mannlífið. En borgin er önnur en hún var. Hún hefur jafnvel Tökes Laszló. Þjóðemisstolt hans kom upp- reisninni í Rúmeníu af stað. breyst síðan í vor þegar íslenskir stúdentar úr Svartaskógi fylktu liði til borgarinnar; austurrískt skæði frá Salamander, buff og brauðhleifar frá McDonalds, Parísar- tískuverslanir; Búdapest hefur fengið á sig svip heimsborgar. Hvergi er þverfótað fyrir ítölskum ferðamönnum. Fregnir herma að sama sé uppi á teningnum um alla Mið-Evrópu; ítalski ferðamannafar- aldurinn sé í algleymingi. Þjóðverjar sem áður gerðu sig heimakomna í þessari ann- arri höfuðborg Austurrísk-Ungverska keisaradæmisins hverfa algjörlega í skugg- ann af hinni lífsglöðu og vel klæddu þjóð að sunnan. Þeir fáu Ungverjar sem sjást á ferli hraða sér að ljúka jólainnkaupum með síðustu forinturnar í vasanum. Merki þenslunnar í þjóðfélaginu gefur alls staðar að líta. Kaupmáttur almenn- ings hefur versnað svo mikið upp á síð- kastið að stór hluti þjóðarinnar á vart til hnífs og skeiðar. í skjóli þessa dafnar lág- gróður siðmenningarinnar og óheiðarlegir prangarár fitna á ástandinu eins og púkar á fjósbitanum. Nýfengið prentfrelsi sýnir á sér bæði bjartar hliðar og dökkar: annars vegar hafa nokkur merkileg blöð hafið göngu sína, sérstaklega mánaðarrit Ung- verska lýðræðisvettvangsins, en hins veg- ar sjást rándýr, myndskreytt dagblöð í vestrænum síðdegisblaðastíl, prentuð á sæmilegan pappír. Þau eru hrópandi and- stæða gömlu þurrfóðurs dagblaðanna sem prentuð voru (og eru) svo til án nokkurra mynda á lélegan endurvinnslupappír. Samt hefur verð gömlu blaðanna tvöfald- ast. Eftir að ákveðið var að setja á lýðræði í landinu hefur margt farið öðruvísi en ætl- að var. Gleggsta dæmið um það er kynlífs- 26 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.