Þjóðlíf - 01.04.1991, Side 8

Þjóðlíf - 01.04.1991, Side 8
INNLENT VIÐEYJARUNDRIÐ Ný stjórn á teikniborðinu frá þvífyrir kosningar? Sérstœð kosningabarátta. Viðeyjarstjórn á undraskömmum tíma. Alþýðuflokkurinn í stjórn gegn vilja kjósenda sinna? Vargöld í vœndum. Víðtœkur ótti við okurvexti og verðbólgu ÓSKAR GUÐMUNDSSON Stjórnarmyndun tók undraskamman tíma. Og þegar leiðtogarnir tveir settust að kveldi fyrsta dags ríkisstjórnarinnar á rauðan sófann, ættarveldissófann frá nítjándu öld, fannst flestum eins og ríkis- stjórnin væri þegar orðin aldin að árum. —Þessi einmanalega stjórn frá Viðey átti sér aðdraganda sem að nokkru leyti má rekja til kosningabaráttunnar. osningabaráttan fór hægt af stað. Óneitanlega setti það strik í reikn- inginn að Sjálfstæðisflokkurinn skipti um formann skömmu fyrir kosningar. Það hefur áreiðanlega ýtt undir nýja herlist Sjálfstæðisflokksins, —að koma hvergi með ákveðna stefnu í neinu máli. Með þessu móti gat flokkurinn haldið ákveð- inni mýkt í ímynd sinni þó honum hafi verið brugðið um stefnuleysi. Flokkurinn varð óræðari fyrir vikið og margir töldu þetta há honum síðustu dagana fyrir kosn- ingar, —þá er stefnuleysið byrjaði að hrópa framan í frambjóðendurna. Hitt kann og að vera að harðari stefnumótun hefði stuðað væntanlega kjósendur og flokkurinn tapað enn meira á því en þeirri óræðu ímynd sem hann hélt allt til enda kosningabaráttunnar. Fráfarandi stjórnarflokkar lentu snemmendis í hár saman og keyrðu ekki eftir þeim brautum sem beinast lágu til áframhaldandi stjórnar. Margir höfðu bent á að Sjálfstæðisflokkurinn hagnaðist mest á sundurlyndi flokkanna og því væri þeim sæmst og happadrýgst að reyna að sýna samstöðu. Það gerðu þeir ekki og Sjálfstæðisflokkurinn gat sett gömlu plöt- una um sundurlyndið á fóninn síðustu dagana fyrir kosningar, þó sá sinfónn hefði ekki jafn trúverðugan hljómgrunn og oft áður. Að mörgu leyti átti Alþýðu- bandalagið frumkvæði í herferð á hendur Alþýðuflokknum, m.a. í Reykjanesi og seinheppin og síðbúin skeyti Framsóknar- flokksins til kratanna bættu ekki úr skák. Iflestu tilliti háði Alþýðubandalagið lang faglegustu kosningabaráttunna. Það notfærði sér Ólaf Ragnar Grímsson óspart í áróðri og keyrði á snyrtilegum og ísmeygilegum auglýsingum auk þess sem ýmsar afhendingarsermoníur spiluðu undir. En flokkurinn veigraði sér ekki heldur við að gera sem mest úr meintum ágreiningi við Alþýðuflokkinn með alvar- legum afleiðingum. Framsóknarflokkurinn átti í meiri erf- iðleikum en framan af kosningabaráttunni virtist flokkurinn vera í greinilegri sókn, enda með vinsælasta stjórnmálamann þjóðarinnar í forsæti. Einhvern veginn náði hin sterka staða Steingríms Her- mannssonar ekki að halda sókninni út kosningabaráttuna. Álykta má að flokkur- inn hafi gert strategísk mistök með því að fá ekki Steingrím til framboðs í Reykja- vík. Og feilnótur um Evrópubandalagið og þjóðrembusláttur síðustu daga fyrir kosningar drógu mjög máttinn úr flokkn- um. Alþýðuflokkurinn var lengi að fara af stað í kosningabaráttunni. Og þrátt fyrir að mörgu leyti góða málefnastöðu létu talsmenn hans eins og þeir væru alltaf í vörn. Ef til vill má skýra það eftir á með því að Viðeyjarförin hafi þegar verið ákveðin og flokkurinn því átt erfitt með að sýna sitt rétta andlit? Síðustu daga féll flokkurinn í sama farið og samstarfsflokk- arnir; með hnýfilyrðum og brigslum í þeirra garð. Samtök um kvennalista háðu hefð- bundna kosningabaráttu í þriðja sinn en þó mátti greina að reynslan er farin að segja til sín. Hnignandi gengi sýnir að Kvennalistinn er ekki eilífðarvél fremur en aðrir flokkar. Samt sýndi reynslan sig enn betur að afloknum kosningum. Smáflokkarnir sýndu og sönnuðu að þeir eru styrkur fyrir lýðræðið en mörgum fannst það ansi tímafrek sönnun í kynn- ingarþáttum. Að ýmsu leyti voru þeir þó að segja hluti sem voru frekar í samræmi við það sem háttvirtir kjósendur voru að segja en stærri stjórnmálaflokkar. argt var sérstætt við kosningabar- áttuna. Þetta var í fyrsta skipti í manna minnum að umræðan var ekki bundin einhverjum tilteknum erfiðum málum og aðstæðum; óðaverðbólgu, verk- föllum, verðhruni á mörkuðum, úrsögn úr Nató eða öðru álíka erfiðu viðfangs. Þvert á móti var nú siglt lygnan sjó. Þetta gjörbreytti kosningabaráttunni. Vegna þessa héldu margir að nú yrði tækifærið notað til að ræða hinar ýmsu leiðir þjóðar- innar til hagsældar og framtíðar en sú von brást að mestu. Tækifærið var ekki notað. Kynningar sjónvarpsins úr kjördæm- um ollu mörgum hugarangri. Svo berlega kom í ljós ginnungagap milli þéttbýlis- kjördæmanna syðra og svonefndra lands- byggðarkjördæma. Víða virðist ekki litið svo á að stjórnmál snúist um leikreglur og mismunandi lífsviðhorf. Þau snúast meira um reddingar. í kynningarþáttunum kom oft fram að kjósendur létu í ljós vilja sinn um að þingmennirnir redduðu bryggju- sporði hér, vegaspotta þar. Að sönnu kvörtuðu kjósendur undan miðstýringu að sunnan og fírringu valdsins en samtím- 8 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.